Punktur Punktur Komma Strik Flashcards
Hvenær var bókin gefin út?
1976
Um hvað fjallar bókin?
Upphaf þroskasögu Andra, fæðing til 12 ára.
Segir sögu einstaklings í mótun í borg sem er líka í mótun.
Fylgst með dreng sem elst upp í Reykjavík á eftirstríðsárum.
Hvernig sýnir höfundur lesandanum heiminn?
Frá sjónarhorni barnsins.
Hvar gerist sagan?
Reykjavík
Hvað flæðir um í Reykjavík?
Fjöldamenning.
Kvikmyndir.
Rokktónlist.
Kalt stríð.
Hvenær gerist sagan?
Seinni heimsstyrjuöldin og eftirstríðsárin.
Hvernig er sögumaðurinn?
Þriðju persónu frásögn.
Ekki Andri en lýsir hugsunum Andra.
Atburðum lýst frá sjónarhorni Andra.
Hvernig eru persónulýsingarnar?
Mjög trúverðugar.
Hverju var Andri mjög hrifinn af þegar hann var yngri?
Bílum, sérstaklega slökkviliðsbílum.
Hvað gerði Andri í Krónunni og hvað gerðist svo?
Hann braut glerið á brunahnappinum og fékk slökkviliðið til að mæta.
Mamma hans rassskellti hann fyrir framan alla.
Hann pissaði á sig og leið eins og hann hefði startað stríði.
Afhverju var Andri hræddur við að fara að sofa?
Hann var hræddur um að fjöllan myndi henda honum í ruslið eins og amma hans henti dauðu flugunni.
Með hvaða liði hélt Andri og hvaða liði ætti hann að halda með?
Val, ætti að halda með KR.
Hvað hét pabbi Andra?
Haraldur
Við hvað vann Haraldur og hvernig fékk hann starfið?
Verkstjóri fyrir hlutafélag hersins, pabbi vinar hans bauð honum vinnuna.
Hvernig var vinnan hans Haralds borguð og afhverju hentaði það vel?
Í dollurum, leigusalinn þeirra vildi fá leiguna í dollurum.
Hvernig vann Haraldur sér inn aukatekjur?
Leigubílstjóri.
Hvað hét mamma Andra?
Ásta
Hvert vildi Haraldur flytja, afhverju og afhverju vildi Ásta það ekki?
Völlinn, gátu fengið ókeypis íbúð þar, Ásta vildi ekki stiðja þá.
Hvernig var sambandið hjá Haraldi og Ástu?
Slæmt, þau rifust mikið og skildu svo.
Hver er Systa?
Systir Andra.
Hvenær fæddist Systa?
Í byrjun seinni heimsstyrjualdarinnar.
Hver voru Finnur og Rúna?
Vinir Haraldar og Ástu.
Hvað hét afi Andra?
Guðjón.
Hvað gerði amma Andra fyrir hann og hvað bað hann hana svo um?
Hún las alltaf fyrir hann og svo bað hann hana að kenna sér að lesa.