Líffræði Próf 2 Flashcards
Hvað er örvera?
Of lítil lífvera til að sjá með berum augum.
Hvað er sýkill?
Lífvera sem gerir aðrar lífverur veikar.
Hvað er snýkill?
Lífvera sem lifir á eða í öðrum lífverum.
Hvernig geta bakteríur verið gagnlegar?
Í eyðingu skólps, við léreftsgerð og við ediksgerð.
Gagnsemi sveppa.
Vínframleiðsla, brauðgerð, ostagerð, matargerð.
Hvernig eru örverur notaðar til að hreinsa skólp?
Þær brjóta biður lífræn efni í skólpinu.
Hvernig eru örverur notaðar í mjólkuriðnaði?
Mjólkursýrugerlar breyta mjólkursykri í mjólkursýru.
Gersveppir í matargerð.
Notaðir í bruggun, bakstri og stunda loftfirrða gerjun.
Hvaða örverur eru notaðar í ostagerð?
Myglusveppir og rotnar örverur.
Hvernig eru örverur notaðar í iðnaði?
Mjólkuriðnaði og bruggun.
4 aðferðir til að verjast skemmdum á matvælum.
Kæling, þurrkun, hitun og að súrsa.
Hver er munurinn á dauðahreynsun og gerilsneyðingu?
Dauðahreynsun= án allra sýkla. Gerilsneyðing= sýklar drepnir og skemmdarörverur minnka.
Hvernig ver reyking og söltun matvæla þau gegn skemmdum?
Reyking= matvæli látin hanga í reyk og efnin í honum drepa gerla.
Salt dregur í sig vatn og örverur þurfa raka.
Hver er munurinn á matareytrun og matarsýkingu?
Matarsýking= sýklar ná að fjölga sér og berast ofan í fólk. Matareytrun= kemur frá eiturefnum sem sumir sýklar mynda þegar þeir fjölga sér.
2 bakteríuhópar sem valda matarsýkingu.
Salmonella og listeria.
5 atriði til að koma í veg fyrir salmonellusýkingu.
Þvo hendur. Hylja sár. Hreinsa áhöld. Þurrka blóðvatn frá kjöti. Nota vatnshelda hanska.
Hvað er meðgöngutími sjúkdóms?
Frá því að sýkillinn fer í líkamann þar til sjúkdómseinkenni koma fram.
6 helstu smitleiðir sjúkdóma og dæmi við hvert.
Með ryki (barnaveiki). Með snertingu (fótsveppur). Með dýrum (malaría). Með saurmengun (taugaveiki). Smit um sár (lifrabólga). Með loftbornum dropum (kvef).
Til hvers er sóttkví?
Til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdóms.
Hvernig lífvera er ebóla?
Veira
Hvað er bólusetning og hvernig virkar hún?
Veik veira er sett í líkamann svo hann geti búið til mótefni.
4 veirusjúkdómar.
Hlaupabóla, einkirningasótt, herpes og frunsur.
4 bakteríusjúkdómar.
Kossageit, hermannaveiki, kíghósti og kólera.
Hvers vegna er erfiðara að lækna veirusjúkdóma en bakteríusjúkdóma?
Engin efnaskipti í veirum og ekki hægt að nota sýklalyf án þess að eitra fyrir okkar eigin frumum í leiðinni.
Helstu sníkjudýr í mönnum á Ísl.
Njálgur og mannspóluormur.
Einkenni flatorma.
Tvíhliða, með eitt op á meltingarvegi, flatir.
Líkamsliðir útúr hausnum.
Kynfæri í liðunum.
Hvar og í hvaða lífverum verður sullaveikibandormur kynþroska?
Í hundi (þörmum?)
Í hvaða dýrum er lirfustigið hjá sullaveikibandorminum?
Í mönnum og kindum.
Hvar lifa spóluormar og hvernig smitast þeir?
Lifir í þörmum manna og smitast með saurmengun.
Hvað gerist ef egg hunda/kattaspóluorms berst í menn?
Hann getur ferðast niður í meltingarveg, lirfur skríða úr eggjunum og flakka um og valda skaða.
Hvernig lífvera er höfuðlúsin og hvernig smitast hún?
Skordýr-liðfætla sem smitast með beinni snertingu.
Hvar á líkamanum getur flatlús lifað?
Í grófum hárum (kynfærahárum).
Skaðsemi skordýra.
Tjón á uppskerum, dreifing sjúkdóma, spilling matvæla og óþrif.
Gagnsemi skordýra.
Frævun, varnir gegn plágum, hunangsframleiðsla og silkiframleiðsla.
Hvernig getur skordýraeitur verið skaðlegt mönnum og öðrum dýrum?
Efni sem virka eins og hormón og geta haft estrógen virkni og raska oft starfsemi líkamans. Getur valdið krabbameinum.
Hvað er hægt að nota í staðin fyrir skordýraeitur?
Láta önnur dýr borða þau eða nota hormóna shit sem leyfir þeim ekki að fjölga sér.
Afhverju þurfa allar lífverur vatn?
Vatn viðheldur líkamshita, flytur úrgangsefni úr líkamanum og flytur næringarefni um líkamann.
Hvað er fjölsykra?
Fleiri en tvær einsykrur sem tengjast.(mjölvi).
Hvað er tvísykra?
Tvær einsykrur sem tengjast. (Laktósi).
Hvað er einsykra?
T.d. Glúkósi.
Hvað er fita og hver er tilgangur hennar?
Fita er gerð úr kolefni, vetni og súrefni. Hún er orkugjafi, hitaeinangrandi og vatnshrindandi.
Hvað er mettuð og ómettuð fita?
Mettuð= hefur ekkert rými fyrir fleiri vetnisfrumueindir.
Ómettuð= getur bundist fleiri frumueindum.
Hvaðan fáum við fitu úr matnum okkar?
Mettuð= dýraafurðir (mjólk, kjöt og lýsi). Ómettuð= plöntuafurðir (sólblómaolía, hnetur og avakadó).
Úr hvaða fæðu fáum við helst prótín?
Dýraafurðum (egg, fiskur, kjöt og skyr).
Hvert er hlutverk próteina?
byggingarefni,
taka þátt í efnahvörfum,
orkugjafi,
viðhalda sködduðum vefjum
Hvað er ómissandi amínósýra?
Þær amínósýrur sem líkaminn getur ekki myndað sjálfur.
Hvað er vítamín?
Lífræn efni sem dýr þurfa að fá úr fæðu.
Hvaða vítamín eru vatnsleysanleg?
C
B
B1
B2
Hvaða vítamín eru fituleysanleg?
A
D
E
K
Hvað eru steinefni?
Ólífræn efni sem gefa okkur enga orku
T.d. Kalsíum, járn, joð og natríum.
Hvað eru snefilefni og hver eru hlutverk þeirra?
Ólífræn efni sem lífvera þarf að fá daglega í mjög litlu magni.