Líffræði próf 1 Flashcards
Lýstu þremur mismunandi gerðum af gröfum.
Línurit (samanburður á tveimur talnahópum), súlurit (samanburður margra talnahópa) og kökurit (prósentareikningur).
Hver eru helstu einkenni lífvera?
Þær hreyfast, vaxa, éta, þarfnast orku, bregðast við áreiti, losa sig við úrgangsefni, æxlast og eru gerðar úr frumum.
Segðu frá mismunandi leiðum lífvera í fæðuöflun.
Frumbjarga (eru sjálfum sér nægar um næringu) og ófrumbjarga (lífverur sem borða aðrar lífverur)
Hvað er frumuöndun?
Bruni á fæðuefnum eða lífrænum efnum og útkoman er orka.
Hvað er loftfirrð öndun?
Loftfirrð öndun er bruni fæðuefna þar sem ekkert súrefni er til staðar t.d í vöðvum við mikla áreynslu.
Hver er munurinn á frumulíffærum í plöntufrumum og í dýrsfrumum?
Dýr þurfa munn og meltingarveg en ekki plöntufrumur.
Hver er munurinn á dreifkjarnafrumu (bakteríu) og kjarnafrumu?
Kjarnafrumur eru með kjarna en ekki dreifkjarnafrumur.
Í hvaða lífverum eru grænukorn?
T.d plöntur.
Lýstu flokkunarkerfi lífvera.
Ríki-fylkingar-flokkar-ættbálkar-ættir-ættkvíslir-tegundir
Hver eru hin 5 ríki lifvera?
Gerlaríki, ríki frumvera, svepparíki, plönturíki og dýraríki
Hvað eru frumbjarga og ófrumbjarga lífverur?
Frumbjarga lífverur geta búið til lífæn efni úr ólífrænum efnum með Ljóstillífun og Efnatillífun. Ófrumbjarga lífverur éta aðrar lífverur
Hvaða flokkar eru með frumbjarga lífverur og hverjir eru með ófrumbjarga lífveru?
Plönturíki=frumbjarga Gerlaríki= bæði Ríki frumvera= bæði Svepparíki= ófrumbjarga Dýraríki= ófrumbjarga
Hvers vegna eru veirur ekki taldar vera lífverur
Þær hafa engan kjarna eða umfrymi og geta því ekki talist frumur.
Hvað er fræðiheiti lífvera og hvernig er það skrifað?
Vísindalegt heiti og á alltaf að vera skrifað skáletrað eða undirstrikað.
Hvað þýðir fyrra nafnið í fræðiheiti lífvera?
Ættkvíslin sem lífveran tilheyrir.
Hvað þýðir seinna nafnið í fræðiheiti lífvera?
Tegund lífverunnar.
Lýstu tvínafnakerfinu og reglunum við ritun þeirra.
Ættkvíslarheitið á að vera skrifað með stórum upphafsstaf en tegundarheitið með litlum stöfum. bæði heitin skrifuð skáletruð.
Hvað er átt við með alþýðuheiti?
Heiti sem notuð eru í daglegu lífi.
Nefndu dæmu um fræðiheiti og alþýðuheiti lífveru.
Fræðiheiti= Felis catus Alþýðuheiti= húsköttur
Hvers konar lífverur eru frumverur?
Heilkjörnungar sem eru ekki dýr, jurtir eða sveppir.
Hver er munurinn á frumþörungum og frumdýrum?
Frumþörungar eru einfrumungar og eru frumbjarga. Frumdýr eru einfruma lífverur sem líkjast dýrum að lifnaðarháttum, eru ófrumbjarga.
Hverjar eru fjórar fylkingar frumdýra?
Slímdýr, bifdýr, svipudýr og gródýr.
Hvernig fjölga frumdýr sér?
Með skiptingu og geta myndað dvalargró
Lýstu fæðuöflun amöbu (ömbu).
Hún umkringir matinn og þannig verður maturinn partur af frumunni
Hvað er herpibóla?
Frumulíffæri t.d. eins og á amöbu sem safnar saman umframvatni frumurnar.
Hvað er skinfótur?
Útskot eða bunga sem myndast á frumuhimnu sem fyllist af frymi. Notað til þess að veiða bráð eða hreyfa sig.