Munnlegt Ökupróf Flashcards
Hvað á að gera ef smurljósið logar á meðan vélin er í gangi?
Leggja bílnum út í kant og drepa á vélinni
Hvað hefur gerst þegar smurljósið logar?
Smurþrýstingur hefur fallið t.d. vegna þess að smurolíu vantar á vélina eða smurdæla hefur bilað
Hvað gerist ef hleðsluljós logar á meðan vélin er í gangi?
Rafallinn framleiðir ekki rafmagn vegna þess að viftureim er slök eða slitin og rafgeymirinn tæmist. Óhætt er að aka stutta vegalengd ef viftureim er ekki slitin.
Hvað gerist ef viftureim slitnar?
Vatnsdælan dælir ekki lengur vatni og hætta er á að sjóða fari á vélinni, í sumum bílum hættir viftan að snúast með sömu afleiðingum einkum á litlum hraða og í kyrrstöðu, þá hættir rafallinn að framleiða rafmagn.
Hvað gefur bremsuljósið til kynna?
Handbremsan er á. Ef ljósið logar þótt að hún sé ekki á þá gæti vantað bremsuvökva í forðabúrið eða leki verið kominn að bremsukerfinu.
Hvaða upplýsingar gefur snúningshraðamælirinn?
Hversu hratt vélin snýst á mínútu
Hvaða upplýsingar gefur vatnshitamælirinn?
Hitastig kælivatnsins
Hvað þarf vélin til að geta gengið?
Bensínvél þarf bensín, loft og háspenntan rafneista.
Díselvél þarf díselolíu og loft.
Hvað þarf vélin til að geta gengið heil og óskemmd?
Smurolíu og kælingu (vatnskælingu eða loftkælingu)
Hversu oft þarf að skipta um smurolíu?
Á 4000-7000km fresti
Hvað ber að varast varðandi rafgeyminn?
Inniheldur geymissýru sem getur brennt hörund þitt mjög illa
Hvað ber að varast varðandi vatnskassann?
Hætta er á að sjóðandi vatn gjósi upp úr kassanum sé lokið opnað á meðan vélin er heit
Hvert er hæutverk kveikjunnar?
Að deila háspenntum rafneistanum til kertanna
Hvert er hlutverk loftsíunnar?
Að hreynsa óhreynindi úr loftinu áður en það fer inn á blöndunginn eða í bensíninnspýtinguna
Hvernig er hægt að prófa handbremsuna?
Reyna að taka af stað með handbremsuna á eða stöðva bílinn í brekku og sjá hvort að handbremsan haldi.