Nátt-vist Flashcards
Hvað er hlýnun jarðar?
Koltvísýringi í loftinu er farið að fjölga og þá skoppa sólargeislarnir aftur og aftur á jörðina og hún hitnar meira og meira
Hver væri meðalhiti jarðar ef gróðurhúsaáhrifin væru ekki?
Um 35˚ minni en hann er núna. Ca -20˚
Afhverju er meðalhitastig jarðar að hækka?
Við erum að leysa út miklu meiri koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum en jörðin á að venjast
Afhverju gæti orðið kaldara á Íslandi við hlýnun jarðar?
Ef grænlandsjökullinn bráðnar og blandast við gólfstrauminn þá kólnar hann og hættir að hita upp strendurnar okkar
Afhverju myndi gólfstraumurinn kólna við að blandast við vatn úr grænlandsjöklum?
Gólfstraumurinn er sjór en jöklavatnið er vatn. Salt er þyngra en vatn og þa fer það kalda a yfirborðið
Hvað gerir ósónlagið?
Það gleypir mest alla útfjólubláu sólargeislana
Hvað er ósonlagið?
Það er lag af óson 03 sem umlykur jörðina
Hvað eru útfjólubláir geislar?
Sólargeislar sem eru hættulegir lífi. Þeir gera það erfitt fyrir plöntur að ljóstillífa og auka líkur á húðkrabbameini hjá fólki
Hvernig verður óson til?
Þegar súrefnið verður fyrir orkuríkum geislum sólarinnar
Eitt af þeim efnum sem hafa skaðleg áhrif a óson?
Freon
Hvað gerir freon?
Það brýtur niður óson sameindir í lofthjúpnum og myndar með tímanum göt ef það er nógu mikið af því
Hvar er ósonlagið þynnst?
Í kringum pólana
Í hvað var freon alltaf notað?
Ískápa og fleira
Hvað er súrt regn?
Þegar mengun frá stórborgum eða verksmiðjum fer upp í andrúmsloftið og rignir svo niður annarsstaðar og veldur skemmdum a gróðri og mannvirki.
Hvaðan kemur sýran úr súru regni?
Brennisteinstvísýringi og nitursýringi sem losnar út í andrúmsloftið við bruna á jarðefnaeldsneyti t.d. með bensíni úr bílum