ýmis hjartalyf lyf við hjartaöng, kólesteról lækkandi lyf, hjartsláttaróreglulyf Flashcards
Hvenær koma einkenni æðakölkunar fram?
Æðakölkun þróast í mörg ár (10-20 ár) áður en einkenni koma fram
Hvað er kransæðasjúkdómur?
Æðkölkun í kransæðum sem veldur súrefnisskorti í hjartavöðva
Hverjir eru áhættuþættir kransæðasjúkdóma?
- Há blóðfita (kólesteról)
- Hár bþ
- Reykingar
- ættarsaga / erfðir
Hver eru einkenni Kransæðasjúkdóms?
Hjartaöng
- Stable (áreynslutengdur brjóstverkur
- Óstabíll (verkur í hvíld, getur verið aðdragandi kransæðastíflu)
Hver er meðferð við kransæðasjúkdómi?
- Lyfjameðferð
- Blásningar á kransæðaþrengingum
- Skurðaðgerðir (hjáveituaðgerðir)
Hvernig lýsir bráður kransæðasjúkdómur sér?
- óstabíl hjartaöng (unstable angina) í hvíld
- Hjartavöðvadrep (NSTEMI eða STEMI)
- skyndidauði (oft vegna hjartsláttatruflana í kjölfar súrefnisskorts/hjartavöðvadreps)
Hvað hefur áhrif á súrefnisnotkun?
- Hjartsláttartíðni
- Samdráttarkraftu
- for- og eftirþjöppun
- grunnefnaskipti
- efnaskipti við samdrátt
Hvað þýðir það ef áreynslupróf er jákvætt (greining á blóðþurrð) ?
Ef áreynslupróf er jákvætt þá þarf að finna hvar þrengslin eru (CT eða þræðing t.d)
Hvaða lyf eru notuð við hjartaöng?
- Nítröt (t.d nítróglýcerín)
- Betablokkar (t.d própranólól)
- Kalsíum blokkar(t.d diltiazem
- Blóðflöguhamlandi lyf (t.d aspirín)
- Statín (t.d simvastatín
Hvað gera nítröt?
Auka O2 framboð
- víkka kransæðar
Minnka O2 notkun
- lækka bþ (eftirþjöppun)
- lækka bláæðaþrýsting (forþjöppun)
Hvernig er verkun tungurótartaflna?
- Verkun hefst eftir 1/2 - 1 mín
- Verkun nær hámarki eftir 7-10 mín
- Verkun stendur í 15-30 mín
Hvernig virka Beta-blokkar ?
Notaðir til að fyrirbyggja einkenni
- hægt að nota hvaða b-blokka sem er
- Draga úr O2 notkun (lækka hjartsláttartíðni, lækka bþ og minnka samdráttarkraft)
Hvernig verka Kalsíum-blokkar?
Notaðir til að fyrirbyggja einkenni
- Auka framboð O2 (víkka kransæða)
- Drag úr O2 notkun (lækka bþ, draga úr hjartsláttartíðni og minnka samdráttarkraft)
Hvað er Magnyl?
Blóðflöguhamlandi lyf. Til er hjartamagnyl, Aspirín og barnamagnyl
- Hindra samloðun blóðflagna
- Ábending: allir með kransæðasjúkdóm
Hvað eru blóðfitur?
Fituagnir líkt og þríglýseríðar og cholesterylesterar eru óleysanleg í plasma => flutt í lípóproteinum
MIsmunandi agnir:
- þríglýseríðum er seytt í blóðið í formi VLDL
- Aðrar eindir sem innihalda mikið af kólseterylester eru kallaðar LDL. Geta auðveldlega komist inn fyrir æðaveggi og valdið æðakölkun
- HDL taka við því sem til fellur af kólesteróli frá frumum og lípóprótínum. Á þessu formi flyst kólesteról aftur til lifrar með HDL sameindinni. þetta ferli er grunnur að mótvirkni gegn æðakölkun
Hvernig er magni á LDL í blóði stjórnað?
Lifur og aðrar frumur innihalda LDL viðtaka sem fjarlægja LDL úr plasma með endocytosu. Slíkt ferli í lifur er aðal stjórnun á magni LDL í blóði .
Hver er algengastur allra blóðröskunarkvilla
Hyperkólesterólemia.
Afhverju hækkar blóðfita?
Sjúkdómar í lípóprótínum hafa áhrif á kólesteról og/eða þríglýseríða. Síðan eru einnig til sjúkdómar sem hafa áhrif á blóðfitu efnaskipti vegna annars sjúkdóms t.d sykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils
í hvað skiptist kólesteról?
LDL kólesteról (vonda) og HDL kólesteról (góða)
Hvað ætti heildarkólesteról í blóði að vera?
< 5,2 mmól/L
- LDL = < 3,0 mmól/L
- HDL = > 1,0 mmól/L
þegar talað er um hátt kólesteról í blóði er venjulega átt við heildarmagn kólesteróls en hækkn á því stafar nær alltaf af hækkun á LDL kólesteróli
Hverjar eru ábendingar fyrir blóðfitulækkandi lyfjum?
- Hækkun á blóðfitu, sérstaklega LDL (arfbundin blóðfituhækkun, kransæðasjúkdómur, fólk með marga áhættuþætti)
- sterk tengsl eru milli hækkandi gilda af LDL og æðakölkunar
Hvað gerir Statín?
Hindra ensímið HMG-CoA redúktasa sem er lykilensím í myndun kólesteróls
- Kólesterólframleiðsla í frumum minnkar
- tjáning viðtaka fyrir LDL á yfirborði frumna eykst
- Meira LDL er tekið upp í frumur, einkum lifur
- LDL kólesteról í blóði lækkar
Hverjar eru aukaverkanir Statín?
- Vöðvaverkir, vöðvaniðurbrot
- hækkun lifraensíma (því þarf að fylgjast með lifrarstarfsemi og vöðvaensímum eftir að taka statína hefst)
Hvað er hjartsláttaróregla?
Flókinn flokkur sjúkdóma þar sem truflun er á takti hjartans
- hægur (bradycardia)
- hraður (tachycardia)
Supraventricular (fyrir ofan sleglana (í gáttum eða AV hnút))
- gáttatif (Afib)
Ventricular (alvarlegri)
- VT/Vfib = hjartastopp
Hvernig er meðferð og greining við hjartsláttaróreglu?
- Flókin greining: EKG, Holter og svo flóknari greiningar inn á sjúkrahúsi
- Lyfjameðferðir
- brennslur ofl
Hverjar eru orsakir við hjartsláttaróreglu ?
- Seinkuð ‘‘after-depolarisation’’
- '’Re-entry’’ (verður oft við blóðþurrð)
- '’Ectopisk’’ gangráðsvirkni (kemur oft til við aukna sympatíska virkni)
- Hjartablokk (verða við sjúkdóm í leiðslukerfinu, sértaklega í AV-hnút)
Hvað er ‘‘Re-entry’’ ?
Blóðið getur farið aftur upp og valdið hringvirkni (re-entry)
Vaughan-Williams flokkun
- Class I-Na-ganga blokkar
A. Lyf sem lengja hrifspennu (kínidín, disopyramíð, prókanamíð)
B. Lyf sem stytta hrifspennu (lídókain, mexitíl, phenytoin)
C.Lyf með óveruleg áhrif á hrifspennu og ‘‘refraktíl’’ eiginleika (flecaníð, próafenon)
Vaughan-Williams flokkun
Class II. Betablokkar
- Minnka sympatíska bakgrunnsvörun
- minnka sjálfvirkni
- minnka ‘‘ectópíu’’
Mikið notuð í hraðtaktsóreglum (supraventricular)
Vaughan-Williams flokkun
Class III
Lengja hrifspennu, lengra refracter tíma, hindra endurörvun (re-entry)
- Amiodarone
- Bretylium
- Sotalol (hefur einnig beta blokker áhrif)
Vaughan-Williams flokkun
Class IV
Kalsíum ganga blokkar
- hindra fasa 2, lengja refrakter tíma
- Hindra leiðni í SA og AV hnútum
Mikið notuð í hraðatakts-óreglum (Supraventricular)