ýmis hjartalyf lyf við hjartaöng, kólesteról lækkandi lyf, hjartsláttaróreglulyf Flashcards
Hvenær koma einkenni æðakölkunar fram?
Æðakölkun þróast í mörg ár (10-20 ár) áður en einkenni koma fram
Hvað er kransæðasjúkdómur?
Æðkölkun í kransæðum sem veldur súrefnisskorti í hjartavöðva
Hverjir eru áhættuþættir kransæðasjúkdóma?
- Há blóðfita (kólesteról)
- Hár bþ
- Reykingar
- ættarsaga / erfðir
Hver eru einkenni Kransæðasjúkdóms?
Hjartaöng
- Stable (áreynslutengdur brjóstverkur
- Óstabíll (verkur í hvíld, getur verið aðdragandi kransæðastíflu)
Hver er meðferð við kransæðasjúkdómi?
- Lyfjameðferð
- Blásningar á kransæðaþrengingum
- Skurðaðgerðir (hjáveituaðgerðir)
Hvernig lýsir bráður kransæðasjúkdómur sér?
- óstabíl hjartaöng (unstable angina) í hvíld
- Hjartavöðvadrep (NSTEMI eða STEMI)
- skyndidauði (oft vegna hjartsláttatruflana í kjölfar súrefnisskorts/hjartavöðvadreps)
Hvað hefur áhrif á súrefnisnotkun?
- Hjartsláttartíðni
- Samdráttarkraftu
- for- og eftirþjöppun
- grunnefnaskipti
- efnaskipti við samdrátt
Hvað þýðir það ef áreynslupróf er jákvætt (greining á blóðþurrð) ?
Ef áreynslupróf er jákvætt þá þarf að finna hvar þrengslin eru (CT eða þræðing t.d)
Hvaða lyf eru notuð við hjartaöng?
- Nítröt (t.d nítróglýcerín)
- Betablokkar (t.d própranólól)
- Kalsíum blokkar(t.d diltiazem
- Blóðflöguhamlandi lyf (t.d aspirín)
- Statín (t.d simvastatín
Hvað gera nítröt?
Auka O2 framboð
- víkka kransæðar
Minnka O2 notkun
- lækka bþ (eftirþjöppun)
- lækka bláæðaþrýsting (forþjöppun)
Hvernig er verkun tungurótartaflna?
- Verkun hefst eftir 1/2 - 1 mín
- Verkun nær hámarki eftir 7-10 mín
- Verkun stendur í 15-30 mín
Hvernig virka Beta-blokkar ?
Notaðir til að fyrirbyggja einkenni
- hægt að nota hvaða b-blokka sem er
- Draga úr O2 notkun (lækka hjartsláttartíðni, lækka bþ og minnka samdráttarkraft)
Hvernig verka Kalsíum-blokkar?
Notaðir til að fyrirbyggja einkenni
- Auka framboð O2 (víkka kransæða)
- Drag úr O2 notkun (lækka bþ, draga úr hjartsláttartíðni og minnka samdráttarkraft)
Hvað er Magnyl?
Blóðflöguhamlandi lyf. Til er hjartamagnyl, Aspirín og barnamagnyl
- Hindra samloðun blóðflagna
- Ábending: allir með kransæðasjúkdóm
Hvað eru blóðfitur?
Fituagnir líkt og þríglýseríðar og cholesterylesterar eru óleysanleg í plasma => flutt í lípóproteinum
MIsmunandi agnir:
- þríglýseríðum er seytt í blóðið í formi VLDL
- Aðrar eindir sem innihalda mikið af kólseterylester eru kallaðar LDL. Geta auðveldlega komist inn fyrir æðaveggi og valdið æðakölkun
- HDL taka við því sem til fellur af kólesteróli frá frumum og lípóprótínum. Á þessu formi flyst kólesteról aftur til lifrar með HDL sameindinni. þetta ferli er grunnur að mótvirkni gegn æðakölkun