Fíkn Flashcards
Hvað er fíkn?
Meðhöndlanlegur, langvinnur læknisfræðilegur sjúkdómur og felur í sér flókin boðefnaskipti milli heilasvæða, erfðaþætti, umhverfisáhrif og lífsreynslu einstaklings.
Fólk með fíkn notar fíknimyndandi efni eða tekur þátt í hegðun sem verður áráttukennd og heldur oft áfram þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar.
Forvarnir og meðferðaraðferðir við fíkn eru almennt jafn árangursríkar og við öðrum langvinnum sjúkdómum.
Hvernig þróast fíkn?
- Persónuleikatruflanir - ístöðuleysi?
- Sjálfsmeðhöndlun vegna áfalla - áföll ástæða?
- Erfðir?
- Uppeldi?
- Heilasjúkdómur sem hefur ofangreinda áhættuþætti og þróast vegna (fjölda skipta sem neytt er vímuefna og magns sem neytt er í hvert skipti)
Hver er helsti munurinn á þeim fíkniefnum sem konur og karlar nota?
Konur misnota frekar róandi- og kvíðastillandi lyf
Hverju einkennist fíkn af?
bæði hvatvísi og áráttu sem hefur þann tilgang að losa um spennu / kvíða
Hver eru 3 stig fíknar?
- Lotudrykkja / ofurölvun
- Fráhvarfseinkenni, neikvæð einkenni - s.s lækkað geðslag, reiði, sektarkennd, ótti, kvíði
- Óviðráðanleg ílöngun (craving) og bremsuleysi
Hverjar eru 2 kenningar fíknar?
- Dópamínkenningin
- Glútamatkenningin
Hvernig virkar dópamínkenningin?
Dópamínvirkni minnkar við langtímanotkun í fíkn bæði sem minni losun dópamíns DA og fækkun á D2 viðtökum í striatum.
- í ungum einstaklingum, með ættarsögu t.d –> verður minni gleði með tímanum því dópamín lækkar
Hvernig virkar glútamatkenningin?
Ofvirkni í glútamatkerfinu sem aftur hefur áhrif á möndlukjarnann (amygdala) sem stækkar. ATH! Kortisól er hækkað hjá þeim sem eru í neyslu.
Fíkn - kortisól og dópamín
Kortisól lækkar og dópamín hækkar
Hvenær hættir fólk að vera viðkvæmt fyrir áhrifum vanabindandi fíkniefna?
Fólk er enn viðkvæmt fyrir áhrifum efna 3 vikum eftir að notkun hefur verið hætt, sem segir okkur að fólk getur auðveldlega fallið í gamlar venjur 3 vikum eftir að hafa hætt og að það tekur lengur en 3 vikur að venja sig af fíkniefnum.
Klíníkin - hvað er gert
Skimun t.d við innlögn vegna hættu á fráhvörfum og óráði.
- Spyrja um áfengis- og lyfjanotkun (svefnlyf, róandi lyf, sterk verkjalyf)
- Áfengi, drekkuru - já, hversu oft - helgar, hversu mikið? Ef óljóst svar fara þá vel yfir mörk - meira en 4 léttvínsflöskur? Nei, aldrei meira en belju –> hætta á óráði
Hvert er hættulegasta fráhvarfseinkenni áfengisfíknar?
Delerium Tremens
- Lífshættulegt ástand
- Getur endað í grand-mal krampa
- Líkist geðrofi
Lyfjameðferð með klóradíazepoxíð
- hvað gerir það lyf?
- Slær á ótta, kvíða og spennu.
- hefur einnig róandi, krampastillandi og nokkur vöðvaslakandi áhrif.
- Algengast að gefið við kvíða en það er líka gefið við taugaveiklun, spennu og óróa, fráhvarfseinkennum drykkjusýki og kvíðatengdum svefntruflunum.
Hvaða lyfjameðferð er algengust í niðurtröppun áfengisfíknar?
Klórdíazeponoxíð (Risolid)
Hvaða lyfjaflokki tilheyrir klórdíazepoxíð og á hvaða viðtaka verkar það?
Tilheyrir benzodiazepin lyfjum.
Eykur hamlandi áhrif GABA (eykur GABA virkni, GABA agonisti)