Frásog og dreifing Flashcards
Hvað er frásog (absorption)?
- lyf frásogast frá skömmtunarstað yfir í blóð
Hvað gerist í frásogi?
- Fyrst þarf lyfið að fara yfir himnur frá frásogstað yfir í blóðbraut
- Svo frá blóðbraut yfir í frumu þar sem verkun fer fram
- Eðli sameindarinnar ræður því hversu torfarin leiðin er og hversu stórt hlutfall kemst á endastöð
Himnur eru?
Misgegndræpar!
Flutningur yfir himnur er annaðhvort?
Flæði beint í gegnum fitulagið (algengast f. lyf)
- frásogshraði = gegndræpi x stærð yfirb. x styrkfallandi
- Háð fituleysanleika og jónun lyfsins
- Óvirkur flutningur
Flutningur með himnupróteinum
- Virkur flutningur
- Getur mettast
- Samkeppni við önnur efni eða lífefni
- Getur verið gegn styrkfallanda
Hver er munurinn á veikri sýru og basa?
Jónuð form lyfjanna flytjast illa yfir himnur en ójónuð vel, A- safnast því fyrir þar sem pH er hátt og BH+ safnast við lágt pH (súrt umhverfi)
Hvað er pKa?
pKa er það sýrustig þar sem það er jafn mikið af hlaðna og óhlaðna forminu, ph = pKa
Frásogsstaðir eru í:
Meltingarvegi:
- um maga/smáþarma (oral, enteral)
- undir tungu (sublingual)
- í endaþarm (rectal)
Yfir önnur þekjulög
- á húð, í leg, í augu, í nef
Um lungu (inhalation)
Innsprautun
- í eða undir húð (intradermal, subcutaneous)
- í vöðva (intramuscular)
- Í heila og mænuvökva (intrathecal)
- (í æð (intravenous))
Hvaða frásogsstaður er mest notaður og af hverju?
- Frásog um maga/smáþarma
> mest notuð vegna þess að hún er þægilegust fyrir sjúklinginn
> langversta aðferðin til að taka lyf út frá lyfjahvarfasjónarmiði
> frásog lítið fyrr en í smáþörmum, tekur tíma að fá áhrif
> allt til lifrar – ,,first pass” áhrif
> Sum lyf eyðileggjast t.d. insulín og adrenalín
Hvaða þættir eru það sem ákvarða hraða frásogs í meltingarfærum?
- leysni úr lyfjaformi (vatnsleysanleiki) t.d. hvaða salt og kornastærð
- flutningur með flæði eða flutningsferjum
- magatæmingarhraði
- blóðflæði í þarmaslímhúð
- Niðurbrot, umbrot eða oxun í meltingarfærum
- önnur efni í meltingarvegi
Hvaða líffæri er efnaskiptamiðstöð og verndar okkur gegn framandi efnum?
Lifrin
Hvað frásogum við frá insúlíni?
Amínósýrur
Möguleikar lyfja sameinda eftir inntöku
- Skiljast út með saur
- Eyðileggjast eða umbreytast t.d. í meltingarvegi eða þarmavegg
- Frásogast inn í portæðakerfið
- Umbreytast í lifur ,,first pass”
- Dreifast um líkamann
(Algengt að um 75% lyfs hafi frásogaft á 1-3 klst)
Aðrir frásogsstaðir sem hafa engin eða lítil „first pass“ áhrif
Undir tungu: hratt frásog, takmarkaður skammtur, bragð
- Sprengitöflur (nítróglýcerín)
Í endaþarm: óáreiðanlegir skammtar, mikill einstaklingsmunur, notað ef meðvitundarleysi/ógleði er til staðar, börn
- Mörg lyf (ógleðilyf, verkjalyf o.fl.)
Frásog um lungu:
Um lungu:
- hröð staðbundin áhrif
- hröð upptaka í almenna blóðrás
- stórt yfirborð og mikið blóðflæði
- þægilegt, en fá lyf til á innúðaformi (utan lungnalyf með staðbundna verkun), möguleiki fyrir lítil peptíð
Hvaða þekjulög hafa staðbundin áhrif en frásogast einnig í almenna blóðrás?
Húð, leggöng, augu og nef