Milliverkanir lyfja Flashcards
Hvað er aukaverkun?
Aukaverkun lyfs er sérhver verkun önnur en sú sem sóst er eftir hverju sinni, þegar lyfið er notað í venjulegum skömmtum
Hvað er hjáverkun?
Hjáverkun er venjulega notað yfir aukaverkanir og eiturverkanir vegna ofskömmtunar eða rangrar notkunar lyfs
Hvað er alvarleg aukaverkun?
Alvarleg aukaverkun leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, veldur fötlun, fjarveru frá vinnu, fæðingargalla, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist
Hvað er óvænt aukaverkun?
Óvænt aukaverkun - allar óvæntar aukaverkanir sem grunur leikur á að tengist lyfinu, bæði alvarlegar og ekki, og ekki eru skráðar í samantekt á eiginleikum lyfs (SPC)
Ákveðin líffæri eru oft sérlega útsett fyrir aukaverkunum t.d.?
- Líffærakerfi með hraða myndun fruma
> Dæmi: húð, blóðkerfið og slímhúð meltingarvegar - Líffæri sem hafa áhrif á umbrot og/eða útskilnað lyfja
> Dæmi: nýru og lifur
Áhættuþættir aukaverkana lyfja:
- Aldur
> Einkum börn eða aldraðir - Fjöllyfjameðferð
- Kyn
- Erfðir
>Erfðabreytileikar í umbrotsensímum í lifur (CYP450 ensímið) - Undirliggjandi sjúkdómar
> t.d. Nýrna- og lifrarvandamál
Hvað er lyfjagát?
- Söfnun og mat á upplýsingum um aukaverkanir
- Rannsóknir á tíðni, orsökum og afleiðingum aukaverkana
- Mat á hlutfalli ávinnings og áhættu
- Eykur öryggi
Gera aukaverkanatilkynningar gagn?
- Öflugasta og oft eina aðferðin til að finna sjaldgæfar aukaverkanir
- Gera heilbrigðisstarfsfólk meðvitaðra um aukaverkanir lyfja en það leiðir til aukins öryggis í lyfjanotkun
Hvað eru skammtabundnar aukaverkanir?
- Tengjast oftast aðalverkunarmáta lyfsins
> Dæmi 1: Betablokkar sækja í betaadrenvirk viðtæki í hjarta, æðum, lungum og víðar. - Aukaverkun getur verið í marklíffæri (hjarta - hægsláttur)
- Aukaverkun getur verið í öðru líffæri (t.d. lungu - berkjusamdráttur)
> Dæmi 2: Blæðing vegna blóðþynningarlyfsins warfarins
Hvað eru kjarnaskemmdir?
- Aukaverkanir háðar tíma
- Áhrif lengi að koma fram (ár eða áratugi)
- Mestar líkur þegar frumuskiptingar eru í gangi
- Sérstök aðgæsla
> Fóstur
> Kynfrumur - Krabbameinsvaldar (carcinogens)
> Lyf eða önnur efni sem geta valdið krabbameini
Hvernig verða fósturskemmdir?
- Eiturverkanir af völdum lyfja eða umbrotsefna
- Myndun fósturskemmda (teratogenesis)
> Umbrot lyfja hægara í fóstrum
> Líffæramyndun/vefjaþroskun er mjög næm fyrir truflun á mikilvægum boðferlum
> Dæmi: K-vítamín ferlar mikilvægir fyrir brjósk-og beinmyndun - > Warfarin - Mikil aðgætni í lyfjagjöf þungaðra kvenna
> Minna en 1% af öllum fæðingagöllum
Fósturskemmdir
Mismunandi skeið fósturþroska
–Blastocyst (fyrstu 2 vikurnar):
*T.d. krabbameinslyf
–Organogenesis (2-12. vika):
*Lyf geta valdið vansköpun
*Viðkvæmasta stig fósturskeiðs hvað varðar fósturskemmdir
–Histogenesis (12-40. vika):
*Myndun á ýmsum vefjum
*T.d. alkóhól, hormónalyf
Flokkun lyfja eftir hættu á fósturskemmdum
- A flokkur: lyf sem valda ekki fósturskemmdum
- B flokkur
- C flokkur
- D flokkur: lyf sem valda fósturskemmdum
Lyf af D-flokki sem valda fósturskemmdum
Warfarín:
- Minnkaður vöxtur, gallar á útlimum, augum og miðtaugakerfi
Kinidín:
- Heyrnarleysi, vansköpun útlima
ACE-blokkar:
- Lítið blóðmagn, nýrnabilun
Anabolískir sterar:
- Millikyn
Tetracyclín:
- Lélegur glerungur, skertur beinvöxtur
Amínóglýkosíð:
- Skemmdir á 8. heilataug
Lyfjagjöf á meðgöngu
- Lyf er gefið eingöngu af brýnni þörf og ef það er talið hættulaust
- Móðirin er veik og þarf á lyfinu að halda jafnvel þótt það geti skaðað barnið
- Hvort er sjúkdómurinn eða lyfjagjöfin hættulegri barninu?
> Dæmi: Flogaveiki, astmi