Náttúruefni Flashcards
Hvað er náttúruefni?
- Náttúruefni eru efni sem unnin eru úr jurtum, þröungum, dýrum, steinefnum eða söltum
Í hvað eru náttúruefni notuð?
- Þau eru notuð til sjálfslækninga, forvarna gegn sjúkdómum og til að bæta útlit og eru ekki lyfseðilsskyld
Hvað vörur flokkast sem náttúruefni?
- Náttúrulyf
- Náttúruvörur
- Fæðubótarefni
Hver er helsti munurinn á náttúruefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum?
- Lyfseðilsskyld lyf: Sýnt hefur verið fram á með vönduðum rannsóknum að lyfið hafi ákveðna verkun
- Náttúruefni: Sjaldnast hefur verið sýnt fram á gagnsemi með óyggjandi hætti
Hvað er sameiginlegt með náttúrulyfjum og lyfseðilsskyldum lyfjum (L-lyf)?
Gæði framleiðslunnar eru tryggð (GMP staðlar)
Hver er þá munurinn á L-lyfi/náttúrulyfi og náttúruvörum/fæðubótarefnum?
Fæðubótarefni og náttúruvörur eru flokkaðar sem matvæli og eiga að uppfylla staðla þar um (þ.e. gæði framleiðslu er ekki tryggð)
Hverjar eru helstu kröfur sem gerðar eru til náttúrulyfja?
- Þau þrufa að standast jafn strangar kröfur um hráefnis-, framleiðslu og gæðaeftirlit og lyfseðilsskyld lyf (GMP, SmPC og fylgiseðill)
- Þau eru oftast extröt en ekki hrein efnasambönd (þ.e. eitt eð fleiri virk efni)
- Notkun byggist á staðfestingu á klínísku notagildi eða langri reynslu, jafnvel hefð
- Kröfur um þekkinu á verkun, aukaverkunum og þannig háttar eru þó langt frá kröfum sem gerðar eru til L-lyfja
- Það má merkja/auglýsa ábemdingar náttúrulyfja og hægt er að fá skráningu á lyfinu í sérlyfjaskrá (kostar þá að viðhalda skráningunni)
Hvernig eru náttúruvörur og fæðubótarefni frábrugðin náttúrulyfjum?
- Engar gæðakröfur gerðar til framleiðslu
- Virk/eitruð innihaldsefni eru ekki öll þekkt því í plöntum eru flóknar blöndur ýmissa efna, jafnvel blandað saman mismunandi plöntum
- Ekki er heimilt að merkja/auglýsa ábendingar
Hvernig getur munur á innihaldsefnum af sömu tegund verið breytilgur eftir lotunúmerum varnanna?
Það getur verið munur milli innihaldsefna af sömu tegund ef t.d. plöntunni er safnað á mismunandi stöðum, á mismunandi tíma árs, fer eftir hvort rót, blóm, fræjum, blöð eða stönglum er safnað, munur á geymslu og framleiðsluferlum
Hvað þarf að passa við neyslu á náttúruvörum og fæðubótarefnum?
- Það er engin trygging fyrir innihaldi, hvort umrætt efni sé í vörunni yfirleitt né styrk efna
- Einnig getur verið mengun á þungmálmum (Hg, Pb, Cd, arsen), skordýraeitri og sýklum
- Mistök við söfnun villtra jurta (t.d. ef tvær plöntur eru mjög líkar í útliti). Dæmi um villtar jurtir eru figitalis, A. belladonna, eitraðir pýrrólar
- Viljandi blandað við önnur lyf án þess að það sé tekið fram (t.d. sterar, stinningarefni, megrunarlyf og örvandi lyf)
- Þetta allt hefur stundum valdið verulegu heilsutjóni
Hvernig virka aukaverkanir náttúrulyfja?
- Það eru ekki gerðar kröfur um niðurstöður rannsókna um verkanir, auka- og milliverkanir
- Efnin geta því bæði valdið vægum og alvarlegum aukaverkunum
- Þeir sem neyta náttúruefna ættu að fá óháðar upplýsingar um verkun þeirra
- Náttúruefnin geta milliverkað við lyf og haft áhrif á lyfjameðferið við alvarlegum sjúkdómum
- Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að neyta náttúruefna nema í samráði við lækni
Eru náttúruefni í lagi?
- Sum gera gagn
- Gæði flestra fæðubótarefni eru í lagi en þar eru nokkrir svartir sauðir innanum
- Oft er lofað meiru en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum
- Þau hafa líka aukaverkanir, sumar alvarlegar
- Sum innihalda varasamar jurtir sem við vitum lítið um
Hvað einkennir jurtalyfið Lyngonia (Sortulyngslaufsútdráttur/Florealis)?
- Notað við vægri þvagfærasýkingum hjá konum
- Hefur ákveðna sérstöðu vegna þess hve lengi það hefur verið notað og ekki þarf að leggja fram niðurstöður rannsókna á öryggi og ekki þarf að gera klínískar lyfjarannsóknir
- Í ljósi notkunar og reynslu yfir langann tíma megi gera ráð fyrir tilætlaðri verkun
- Til að geta fallið undir þessa flokkun þarf að leggja fyrir notkun í amk 30 ár og þar af minnst 15 ár innan Evrópska efnahagssvæðisins
Hvaða náttúruefni hafa markaðsleyfi á Íslandi?
- Jóhannesarjurt/St. Johns wort (Modigen)
- Trönuber/cranbarry (Vitabutin)
- Ginkgó (Ginkgo Biloba Max/Futura Ginkgo Bioloba)
- Valeriana/Garðarbrúða (Drogens Baldrian)
- Passiflora (Phytocalm)
- Psyllium fræ (Husk)
- Mjólkursýrugerlar (Vivag)
Í hvað er Jóhannesarjurt notuð?
Hún er ætluð við vægu þunglyndi (inniheldur efni með SSRI verkun)
Vandamál varðandi milliverkanir við ýmiskonar lyf, eykur virkni CYP3A4 í þörmum og lifur