Náttúruefni Flashcards

1
Q

Hvað er náttúruefni?

A
  • Náttúruefni eru efni sem unnin eru úr jurtum, þröungum, dýrum, steinefnum eða söltum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Í hvað eru náttúruefni notuð?

A
  • Þau eru notuð til sjálfslækninga, forvarna gegn sjúkdómum og til að bæta útlit og eru ekki lyfseðilsskyld
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað vörur flokkast sem náttúruefni?

A
  • Náttúrulyf
  • Náttúruvörur
  • Fæðubótarefni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver er helsti munurinn á náttúruefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum?

A
  • Lyfseðilsskyld lyf: Sýnt hefur verið fram á með vönduðum rannsóknum að lyfið hafi ákveðna verkun
  • Náttúruefni: Sjaldnast hefur verið sýnt fram á gagnsemi með óyggjandi hætti
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er sameiginlegt með náttúrulyfjum og lyfseðilsskyldum lyfjum (L-lyf)?

A

Gæði framleiðslunnar eru tryggð (GMP staðlar)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver er þá munurinn á L-lyfi/náttúrulyfi og náttúruvörum/fæðubótarefnum?

A

Fæðubótarefni og náttúruvörur eru flokkaðar sem matvæli og eiga að uppfylla staðla þar um (þ.e. gæði framleiðslu er ekki tryggð)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hverjar eru helstu kröfur sem gerðar eru til náttúrulyfja?

A
  • Þau þrufa að standast jafn strangar kröfur um hráefnis-, framleiðslu og gæðaeftirlit og lyfseðilsskyld lyf (GMP, SmPC og fylgiseðill)
  • Þau eru oftast extröt en ekki hrein efnasambönd (þ.e. eitt eð fleiri virk efni)
  • Notkun byggist á staðfestingu á klínísku notagildi eða langri reynslu, jafnvel hefð
  • Kröfur um þekkinu á verkun, aukaverkunum og þannig háttar eru þó langt frá kröfum sem gerðar eru til L-lyfja
  • Það má merkja/auglýsa ábemdingar náttúrulyfja og hægt er að fá skráningu á lyfinu í sérlyfjaskrá (kostar þá að viðhalda skráningunni)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig eru náttúruvörur og fæðubótarefni frábrugðin náttúrulyfjum?

A
  • Engar gæðakröfur gerðar til framleiðslu
  • Virk/eitruð innihaldsefni eru ekki öll þekkt því í plöntum eru flóknar blöndur ýmissa efna, jafnvel blandað saman mismunandi plöntum
  • Ekki er heimilt að merkja/auglýsa ábendingar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig getur munur á innihaldsefnum af sömu tegund verið breytilgur eftir lotunúmerum varnanna?

A

Það getur verið munur milli innihaldsefna af sömu tegund ef t.d. plöntunni er safnað á mismunandi stöðum, á mismunandi tíma árs, fer eftir hvort rót, blóm, fræjum, blöð eða stönglum er safnað, munur á geymslu og framleiðsluferlum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað þarf að passa við neyslu á náttúruvörum og fæðubótarefnum?

A
  • Það er engin trygging fyrir innihaldi, hvort umrætt efni sé í vörunni yfirleitt né styrk efna
  • Einnig getur verið mengun á þungmálmum (Hg, Pb, Cd, arsen), skordýraeitri og sýklum
  • Mistök við söfnun villtra jurta (t.d. ef tvær plöntur eru mjög líkar í útliti). Dæmi um villtar jurtir eru figitalis, A. belladonna, eitraðir pýrrólar
  • Viljandi blandað við önnur lyf án þess að það sé tekið fram (t.d. sterar, stinningarefni, megrunarlyf og örvandi lyf)
  • Þetta allt hefur stundum valdið verulegu heilsutjóni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig virka aukaverkanir náttúrulyfja?

A
  • Það eru ekki gerðar kröfur um niðurstöður rannsókna um verkanir, auka- og milliverkanir
  • Efnin geta því bæði valdið vægum og alvarlegum aukaverkunum
  • Þeir sem neyta náttúruefna ættu að fá óháðar upplýsingar um verkun þeirra
  • Náttúruefnin geta milliverkað við lyf og haft áhrif á lyfjameðferið við alvarlegum sjúkdómum
  • Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að neyta náttúruefna nema í samráði við lækni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Eru náttúruefni í lagi?

A
  • Sum gera gagn
  • Gæði flestra fæðubótarefni eru í lagi en þar eru nokkrir svartir sauðir innanum
  • Oft er lofað meiru en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum
  • Þau hafa líka aukaverkanir, sumar alvarlegar
  • Sum innihalda varasamar jurtir sem við vitum lítið um
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað einkennir jurtalyfið Lyngonia (Sortulyngslaufsútdráttur/Florealis)?

A
  • Notað við vægri þvagfærasýkingum hjá konum
  • Hefur ákveðna sérstöðu vegna þess hve lengi það hefur verið notað og ekki þarf að leggja fram niðurstöður rannsókna á öryggi og ekki þarf að gera klínískar lyfjarannsóknir
  • Í ljósi notkunar og reynslu yfir langann tíma megi gera ráð fyrir tilætlaðri verkun
  • Til að geta fallið undir þessa flokkun þarf að leggja fyrir notkun í amk 30 ár og þar af minnst 15 ár innan Evrópska efnahagssvæðisins
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvaða náttúruefni hafa markaðsleyfi á Íslandi?

A
  • Jóhannesarjurt/St. Johns wort (Modigen)
  • Trönuber/cranbarry (Vitabutin)
  • Ginkgó (Ginkgo Biloba Max/Futura Ginkgo Bioloba)
  • Valeriana/Garðarbrúða (Drogens Baldrian)
  • Passiflora (Phytocalm)
  • Psyllium fræ (Husk)
  • Mjólkursýrugerlar (Vivag)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Í hvað er Jóhannesarjurt notuð?

A

Hún er ætluð við vægu þunglyndi (inniheldur efni með SSRI verkun)
Vandamál varðandi milliverkanir við ýmiskonar lyf, eykur virkni CYP3A4 í þörmum og lifur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir Garðarbrúðu?

A
  • Órói
  • svefnerfiðleikar
17
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir Passifloru?

A
  • Svefnerfiðleikar
  • Spenna og órói sem tengjast álagi
18
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir trönuberjum?

A
  • Fyrirbyggja þvagfærasýkingum
19
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir Ginkgó?

A
  • Langvarandi minnisleysi, einbeitingaskort og þreytu hjá eldra fólki
  • Langvarandi svima, suð fyrir eyrum og höfuðverkur hjá eldra fólki
  • Hand- og fótakuldi
  • Verkir í fótleggjum við gang sem má rekja til slæmrar blóðrásar
20
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir Psyllium fræ?

A
  • Þrálát hægðatregða (til að lina hægðir)
  • Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja t.d. við iðrabólgu
21
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir mjólkursýrugerlum?

A

Til að koma í veg fyrir og meðhöndla væga útferð og kláða vegna ójafnvægis í eðlilegri bakteríuflóru í leggöngum

22
Q

Hverjar eru ábendingar fyrir Lyngonia?

A

Til meðferðar við einkennum vægrar, endurtekinnar sýkingar í neðri hluta þvagfæra hjá konum

23
Q

Andoxunarefni

A
  • Vinsæl, mikið auglýst og eiga að bæta og fyrirbyggja sjúkdóma
  • Hefur ekki verið sýnt fram á það að andoxunarefni gagnist heilbrigðum
24
Q

Curcumin í turmeriki

A
  • Hefur náð miklum vinsældum upp á síðkastið, vísað í ævigamla hefð frá Indlandi og Kína
  • Það hefur bólgueyðandi áhrif
  • Verndar hjarta- og æðakerfið (Þekkti fyrir að styrkja hjartað en það getur lækkað bæði blóðþrýsting og kólesteról. Það örvar einnig lélegt blóðflæði og dregur úr gyllinæð og æðahnútum)
  • Það styrkir taugakerfið og heilastarfsemi
    *Það er allra meina bót fyrir ónæmiskerfið
  • Gott fyrir konur
  • Það getur minnkað líkur á krabbameini
  • Viðheldur ljóma og náttúrulegri útgeislun húðarinnar. Einnig er ævigömul hefð fyrir því að nota túmerik til að græða sár og draga úr exemi og sóríasis. Einnig þekkt fyrir að draga úr bólum og öramyndum af völdum þeirra
25
Q

Grænt te (lauf)

A
  • Hugsanlegt gagn á kynfæravörtur (þokkalega staðfest)
  • Hugsanlegt gagn á krabbamein (vísbendingar en óstaðfest)
  • Hugsanlegt gagn á hjarta- og æðasjúkdóma (vísbendingar en óstaðfest)
  • Hugsanlegt gagn á liðagigt (misvísandi niðurstöður)
  • Hugsanlegt gagn á yfirþyngd (margvíslegar niðurstöður)
  • Hugsanlegar hættur eru útdráttur (extract) af grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur hafa verið teknar af markaði í Evrópu af þessari ástæðu (CUUR, Exolise)
26
Q

Engifer (jarðstönglar)

A
  • Einu sinni engiferdryggur auglýstur sem átti að lækna, bæta og fyrirbyggja mörg mein
  • Engifer er notað sem krydd en þá í lágum skömmtum
  • Hefur vel staðfesta verkun á ógleði og uppköst við vissar aðstæður
  • Aðrar verkanir óstaðfestar og óvissar
27
Q

Jurtaöstrogen (t.d. soya o.fl.)

A
  • Auglýst við tíðarhvarfseinkennum, hafa einhverskonar östrógenverkun, ekki meinlaus frekar en önnur östrógen
  • Jurtaöstrógen er í raun bara estrógen hormón sem ætti ekki að taka í háum skömmtum
28
Q

Koffein (kaffi, te, súkkulaði)

A
  • Mest notað af öllum náttúruefnum
  • Hefur örvandi áhrif á heilann
  • Óljósar afleiðingar með fósturskemmdir og hækkaðann blóðþrýsting
  • Truflun á svefni, hvatvísi og árásargirni
  • Hvorki hollt né stórhættulegt
  • Ofdrykkja orkudrykkja hjá unglingum þó mikið áhyggjuefni
29
Q

Ginseng (rætur)

A
  • Til nokkrar tegundir, Panax algengast
  • Örvandi fyrir heilann
  • Fósturskemmdir staðfestar í rottum
  • Hækkaður blóðþrýstingur hjá sumum
  • Sennilega tiltölulega meinlaust að öllu samanlögðu
30
Q

Hvítlaukur

A
  • Hefur viss jákvæð áhrif á blóðfitur, blóðþrýsting og samloðun blóðflagna
  • Getur valdið ofnæmi
  • Talinn hollur og tiltölulega meinlaus
31
Q

Sólhattur

A

*Á að hafa almennt hressandi áhrif m.a. á ónæmiskerfið (ósannað)
* Lifrarskemmdir eru þekktar (um 30 ný tulfelli í Evrópu eru í skoðun, oftast eftir langvarandi notkun (>6 vikur))

32
Q

Hver er afstaða almennings til náttúruefna?

A
  • Allir vita að lyf hafa aukaverkanir en margir halda að náttúruefni séu meinlaus og laus við aukaverkanir (náttúrulegt = hættulaust)
  • Vísað í langa hefð og sögu
  • Frasar eins og talið hafa góð áhrif á…, sýnt jákvæð áhrif á…, gott fyrir…, forvörn…
  • Reynslusögur - frægt fólk - oft vegna skorts á sönnunum (klínískum rannsóknum)
33
Q

Hvernig er almenn neysla náttúruefna?

A
  • Almenningur eyðir ca jöfnum fjárhæðum í óhefðbundnar lækningar og lyfseðilsskyld lyf
  • 10-30% nota óhefðbundnar lækningar
  • Þáttur náttúruefna í óhefðbundnum lækningum er mismikill eftir löndum
  • Góðar rannsóknir á þessu skortir
  • Ábyrgðin er því fyrst og síðast í höndum hvers og eins varðandi sjálfskömmtun náttúruvara sem ekki eru skráð náttúrulyf
34
Q

Hvaða hópur notar óhefðbundnar lækningar sem mest?

A

Krabbameinssjúklingar

35
Q

Hvernig getum við sem heilbrigðisstarfsmenn frætt almenning um notkun náttúruefna?

A

Vera gagnrýnin á upplýsingar og fræða almenning um þær, velja “gæðavörur”, ef lofað er miklu er ólíklegt að það standist skoðun

36
Q

Íslensk náttúruefni

A
  • Lýsi
  • Benecta
  • Penzím
  • SagaPro, AstraCardio o.fl. (SagaNatura)
  • Coldzyme
  • Flóra - Iceherbs