Lungnalyf Flashcards
Hver er meingerð astma?
- Bólga í stórum loftvegum (berkjum)
- Margskonar frumur koma við sögu
- Margvísleg boðefni
- Sjúkdómseinkenni: mæði, teppa, surg í lungum, hósti (oft næturhósti) og uppgangur (slím)
- Einkenni misslæm frá einum tíma til annars – “köst”
Kjarnaeinkenni í lungum eru
- Bólga í loftvegum sem veldur
- Ofurnæmni í berkjum sem á móti veldur
- Endurteknum þrengingum í berkjum
Orsakir kasta geta verið tengdar: ofnæmi, vírussýking, áreynsla, mengun, kalt loft
Hver er skilgreiningin á Langvinnri lungnateppu?
- Chronic obstructive pulmonary disease (COPD): langvinn lungnateppa (LLT)
- Emphysema: lungnaþemba: varanlegar skemmdir sem leiða til stækkunar á loftvegum distalt við terminal bronchioles.
- Langvinn berkjubólga: króniskur bronkitis
Hvað er spiroemetria/lungnamælingar?
- FVC (forced volume vital capacity ) er allt það magn lofts (lítrar) sem hægt er að anda frá sér með þvingun eftir fulla innöndun.
- FEV1 (forced expiratory volume in 1 second ) er það magn lofts sem hægt er að blása frá sér á fyrstu sekúndunni eftir fulla innöndun.
- FEV1/FVC hlutfallið ætti að vera u.þ.b. 70–80% í heilbrigðum einstaklingum (lækkar með aldri).
Hvernig er lyfjameðferð við astma?
- Einkennameðferð
- Bólgueyðandi meðferð
- Notuð innúðalyf sem berast beint á verkunarstað og hafa minni almennar aukaverkanir
Dæmi:
- inhaler úði
- diskus
- turbuhaler
- ellipta tæki
- nebuliser loftúði
Einkenna meðferð - Astma
Berkjuvíkkandi lyf
- Stuttverkandi b-adrenvirk lyf
> verka fljótt, innan mínútna
> verka stutt í 4-6 klst
> eru til að nota eftir þörfum og fyrir áreynslu
> fyrsta lyf í bráðu astmakasti
> vinna á margvíslegum áreitum (kuldi, kettir…)
> vinna ekki á bólguferli
Hvað gera stuttverkandi B-adrenvirk lyf?
- Verka örvandi á b-adrenvirk viðtæki á sléttum vöðvafrumum í berkjuveggjum sem eru af b-2 gerð
- Valda slökun á sléttum vöðvum í berkjuvegg og þar með berkjuvíkkun
- Slá á einkenni, ekki bólgusvörun
Hverjar eru aukaverkanir B-virkra lyfja?
- Hjartsláttur
- Skjálfti
- Erting í hálsi og koki: sameiginlegt innúðalyfjum
Dæmi um B-adrenvirk lyf?
- Terbútalín
- Bricanyl Turbuhaler
- Salbútamól
> Ventolin
Hvað gera langverkandi B-adrenvirk lyf?
- Langverkandi (12 klst)
- heldur lengur að virka (upp í 20-30 mín)
- næturastmi
- fyrirbyggjandi við áreynsluastma
Hvað gera innöndunarsterar?
- Draga úr bólgusvörun
- Vinna á mörgum stigum bólguferlisins
- Hafa áhrif á margar frumugerðir
- Eru til að fyrirbyggja sjúkdóminn
- Hafa ekki bráð áhrif
- Tekur 2-4 vikur að hafa áhrif
Hverjar eru aukaverkanir innöndunarstera?
- Sveppasýking (candida) í munni (5-10%)
- Hæsi (30%)
- Hósti og ertingur í hálsi
- Munn og kokskolun eftir lyfjagjöf dregur úr aukaverkunum
- Háir skammtar: almennar aukaverkanir stera
Meðferð við langvinna lungnateppu inniheldur?
- andkólínvirk lyf
- betaadrenvirk lyf
- innúðastera
Hvað gera andkólínvirk lyf?
- berkjuvíkkandi
- draga úr vöðvavirkni í berkjum
- virkni eykst eftir því sem teppan eykst
- keppir við acetylcholine um að bindast viðtækjum á sléttum vöðvafrumum á múskarín þrjá viðtakann (M3)
Hverjar eru aukaverkanir andkólínvirkra lyfja?
- munnþurrkur
- erting í hálsi
- hósti
- höfuðverkur
Slímlosandi lyf gagnast mest þeim…
… sem hafa slímuppgang