Ávana- og fíkniefni Flashcards
Hvaða efni flokkast undir ávana- og fíkniefni?
- Kannabis (THS)
- Amfetamín
- Metamfetamín
- MDMA
- Kókaín
- Ópíöt
- Benzodíazepine
Lyfjahvörf Tetrahýdrókannabínóls (THS)
- Frásog
- Aðgengi
- Umbrot
- Dreifing
- Útskilnaður
Frásog:
- hraðast frá lungum
- hægt og ófullkomið frá meltingarvegi
Aðgengi:
- Allt að 50% við reykingar
- 5-10% við inntöku
Umbrot
- í lifur, 20-30 þekkt umbrotsefni
Dreifing
- safnast í fituvef. Vd: 5-13 l/kg
Útskilnaður
- 65% með saur, afgangur með þvagi.
- T1/2: 20-36 klst (Beta-fasi)
Verkun THC
Verkar á sérhæfða G-prótíntengda viðtaka, CB1 (aðallega MTK) og CB2 (ónæmiskerfi).
- ekki mikil þolmyndun
- önnur verkun: aukin hjartsláttartíðni, lækkar augnþrýsting, víkkar berkjur
- Verkun á ónæmiskerfið: bæling
Hvernig verkar THC á MTK?
- Almenn slæving á MTK
- Vellíðan, víma, slökun, syfja
- Dregur úr samhæfingu hreyfinga
- Minnistruflanir
- Víxlskynjanir, ofskynjanir, ofsóknarkennd vegna stórra skammta
- Aukin matarlyst, væg verkjadeyfing, dregur úr ógleð
Hvað gera svokallaðir Endocannabinoids (t.d anandamide) ?
Taldir deyfa sársauka og kvíða
Hver gætu verið síðkomin varanleg áhrif vegna kannabis?
Niðurstöður rannsókna staðfesta að kannabis eykur hættu á geðrofum (psychosis), sérstaklega í ungum neytendum
Hvert er mest notaða ólöglega efnið hér á landi?
Kannabis
THC sýra í þvagi - greining?
- Greinist í 2-3 daga eftir einstök skipti
- Greinist í 7-10 daga eftir reglulega notkun
- Greinist í mánuð eftir langvarandi mikla notkun
Hvað eru örvandi efni og hvernig virka þau á MTK?
Amfetamín efni (amfetamín, metamfetamín, MDMA, MDA (methylfenidat(ADHD)) og kókaín.
- auka framboð á noradrenalíni, dópamín og serótóníni í MTK.
- þrátt fyrir mismunandi verkunarhátt eru áhrif þeirra svipuð
Hvað var Amfetamín notað fyrst sem?
Var í upphafi notað sem megrunarlyf, þunglyndislyf og til þess að draga úr þreytu
Amfetamín í náttúrunni
Finnst í náttúrunni sem alkalóíð í Acacia berlandieri og Acacia rigidula
Hvað er kókaín ?
Kókaín er plöntubasi, sem unninn er úr blöðum kókaplöntunnar (Erythroxylon coca).
Kókaplantan er runni eða lágvaxið tré, sem vex víða í S-Ameríku. Mikið af ólöglegri framleiðslu kókaíns kemur frá Bólivíu
Hvernig virkar Kókaín á líkamann?
Kókaín hefur staðdeyfiverkun og var notað sem staðdeyfilyf þar til önnur betri lyf komu á markað t.d lidocaine
Hvernig eru lyfjahvörf Amfetamíns?
- Frásogast greiðlega frá meltingarvegi, aðgengi er gott
- T 1/2: 7-34 klst, háð sýrustigi
- Vd: 6 1/kg
Hvernig eru lyfjahvörf Kókaíns?
- Aðgengi eftir inntöku er lélegt vegna 1.umferðar áhrifa.
- Frásogast greiðlega frá munnholi og nefslímhúð
- T 1/2: 0,8 +/- 0,2 klst
- Vd: 2,0 1/kg
Hver eru áhrif amfetamíns á framboð boðefna í MTK ?
- Örvar losun boðefna úr taugaendum
- í litlum skömmtum aðeins noradrenalín
- í nokkru stærri skömmtum bæði noradrenalín og dópamín
- í enn stærri skömmtum noradrenalín, dópamín og serótónín
- Blokkar endurupptöku sömu boðefna í taugaenda (skammtaháð í sömu röð og losun boðefnanna)
- Hamlar verkun mónóamínoxídasa (MAO)
Hver eru áhrif kókaíns á framboð boðefna í MTK?
- Hindrar endurupptöku noradrenalíns, dópamíns og serótóníns í taugaenda með því að blokka boðefnaferjurnar:
- í litlum skömmtum aðeins ferjur noradrenalíns
- í nokkru stærri skömmtum bæði ferjur noradrenalíns og dópamíns
- í enn stærri skömmtum ferjur noradrenalíns, dópamíns og serótóníns
- við langvarandi neyslu veldur það einnig aukinni losun noradrenalíni, dópamíni og serótóníni
Hver er verkun amfetamíns og kókaíns í litlum skömmtum?
- Eykur vökuvitund, vellíðan og sjálfsöryggi
- auknar hreyfingar og málgleði
- dregur úr hungurtilfinningu og svefnþörf
Hver er verkun amfetamíns og kókaíns í stærri skömmtum og við langvarandi neyslu?
- Rangskynjanir, ranghugmyndir, ofsóknarkennd
- Síendurteknar, tilgangslausar hreyfingar (stereotypic behavior)
- Geðklofalíkt ástand (psychosis)
Ýmsar eiturverkanir örvandi efna
- MTK
- óróleiki, svefnleysi, kvíði
- æsingur, árásarhneigð, geðrofslíkt ástand (stórir skammtar)
- Krampar, hækkaður líkamshiti (við stóra skammta)
Ýmsar eiturverkanir örvandi efna
- ÚTK, hjarta- og æðakerfi
- höfuðverkur
- hækkaður bþ, hraðsláttur (tachycardia)
- svitaköst, munnþurrkur, kviðverkir
- blæðingar í heila vegna bólgu og dreps í heilaslagæðum
Ýmsar eiturverkanir örvandi efna
- áhrif á fóstur
- aukin hætta á fósturláti eða fæðingu fyrir tímann
- blæðingar í heila
- nýrnaskemmdir
Hvernig virkar Designer Drug (MDMA) á líkamann?
- Örvar myndun á serótóníni, noradrenalíni og dópamíni og er hemill á endurupptöku
- veldur sælutilfinningu, en líka lystarleysi, eirðaleysi, tanngnístri ofl
- Brátt vökvatap, hækkun líkamshita (serotonin syndrome), hækkaður bþ og hjartsláttur
- Langtímaáhrif óviss, en heilaskemmdir í stórnotendum
Hver er helmingunartími MDMA?
6-8 klst (styttri helmingunartími en amfetamín)
Önnur ávana- og fíkniefni á Íslandi
Ópíöt:
- notkun að aukast, mest morfín, tramadól og oxycódín. Heróín mjög sjaldgæft. Koma fyrir í 84% af dauðsföllum vegna ofskömmtunar í Evrópu.
LSD:
- Serotonin agonisti, ofskynjunarlyf.
- aldrei náð fótfestu hér en kemur öðru hvoru á markað.
- Líka meskalín og psilocybin
Cathinones:
- nýmynduð efni skyld Khat, örvandi t.d mephedrone, koma örsjaldan hingað en algeng í Evrópu
Hvað er Synthetic cannabinoids (spice) ?
- Talið vera 100x virkara en THC
- Neysla tengd fangelsum og ungu fólki á Íslandi, oft flutt inn í einstaklings-skömmtum.
- Ca. 200 mism efni, blandað í tóbak, te og gras.
- Mjög algeng í Evrópu.
- Miklu hættulegri en kannabis.
- Heimapróf oftast gagnslaus