Berklalyf Flashcards
Hvað eru berklar?
- Smitsjúkdómur og er skaðvaldurinn sýrufasti stafurinn Mycobacterium tuberculosis (MTB)
- Berklar ná til allra landa og allra aldurshópa
- Meirihluti berklasýkinga (90%) eru í fullorðnum (>14 ára) og tvöfalt fleiri karlar eru sýktir af berklum en konur
- Algengi berkla er mjög misjafnt eftir löndum
Hvar eru berklar á listanum yfir algengustu dánarorsakir?
10unda algengasta dánarorsök á heimsvísu
Hvar er berklasýking algengust í líkama?
í lungum en getur náð til annarra líffæra líka
Hvernig smitast berklar?
Með loftúða og dropasmiti
Hverjar eru 3 mögulegar útkomur eftir útsetningu fyrir berklum?
- Ekkert smit
- Berklasmit og virkir berklar (berklasýking), oftast í lungum
- Berklasmit og leyndir berklar
Hver er sérstaða berkla?
þeir skipta sér hægar en dæmigerðar bakteriur.
Ysta lag frumunnar vaxkennt, þykkt og hindrar aðgang lyfja að virknisetum
Hver eru einkenni berkla?
hiti, nætursviti og bólgueinkenni
Hver eru 4 aðal berklalyfin?
RIPE
- Rifampin
- Isoniazid
- Pyrazinamide
- Ethambutol
Fyrir hvaða lyfi eru lyfjaónmæir berklar með ónæmi fyrir?
Rifampin resistant (RR-TB)
Fyrir hvaða lyfjum eru fjölónæmir berklar ónæmir fyrir?
bæði fyrir Rifampin og Isoniazid
í hvaða löndum er tæplega helmingur lyfjaónæmra berkla?
Indlandi, Kína og Rússlandi
Afhverju á ekki að gefa bara 1 berklalyf í einu?
Ónæmi. Nú gefin 4 berklalyf í einu, svo 2 til að koma í veg fyrir að berklabakterían verði ónæm í meðferð
Hvert er markmið lyfjameðferðar í virkri berklasýkingu?
Lækna sýkingu og hindra frekari útbreiðslu. Gert með fjöllyfjameðferð og fer fjöldi lyfja eftir lyfjanæmi berkla.
Lyfjanæmir berklar:
- 4 aðal lyfin í 2 mánuði (RIPE)
- 2 lyf í 4 mánuði í viðbót (Rifampine og Isoniazid)
Lyfjaónæmir berklar: breytileg meðfeðr og meðferðarlengd
Hvert er markmið lyfjameðferðar í leyndum berklum?
Að koma í veg fyrir virka sýkingu síðar á lífsleiðinni
- 1-2 lyf í 3-9 mánuði
- Algengt að nota isoniazid í 9mán, Rifampin í 4mán eða Isoniazid og Rifampin í 3mán
Hvenær er árangur berklalyfjameðferðar sem bestur?
þegar um lyfjanæma berkla er að ræða (82%) en þegar um lyfjaónæmi er að ræða (55%)