Veirulyf Flashcards
Hver er birtingarmynd inflúensu?
- skyndilegur hiti, höfuð- og vöðvaverkir ásamt þreytu
- einkenni frá efri öndunarfærum s.s þurr hósti, hálssærindi
- einkenni geta einnig verið væg og ódæmigerð
Hver er meðgöngutími frá smiti til einkenna?
1- 4 dagar
Hverjir eru fylgikvillar inflúensu?
- Lungnabólga (bæði veiru- og bakteríulungnabólga)
- Bólga í innri líffærum
- Hjartavöðvi eða gollurhús (myocarditis / pericarditis)
- Heilavefur
- Bólgur í vöðvum
Hvaða einstaklingar eru í aukinni áhættu á fylgikvillum inflúensu?
- Börn < 5 ára (sérstaklega < 2 ára)
- Fullorðnir > 65 ára
- óléttar konur og 2 vikur eftir barnsburð
- íbúar hjúkrunaheimila
- einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma (t.d astmi, Copd, hjartasjúkdómar ofl)
Hvenær er gagnsemi veirulyfja sem mest?
þegar meðferð er hafin SNEMMA (<24 klst frá upphafi einkenni) og lítil sem engin ef meðferð hafin eftir 48klst
- styttir veikindi um 0,5-3 daga
- dregur hugsanlega úr alvarleika veikinda
- fækkar mögulega fylgikvillum
- óvíst með áhrif á dánartíðni
Hvenær á að meðhöndla inflúensu með lyfjum?
Meðferð er ráðlögð í eftirfarandi tilfellum:
- Veikindi sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús
- alvarlegur sjúkdómur sem er versnandi
- einstaklingum í aukinni áhættu á fylgikvillum
- þungaðar konur allt 2 vikum eftir barnsburð
Hverjir eru meðferðarmöguleikarnir (lyf)?
Lyf sem hamla neuraminidasa (veiruensími)
- Oseltamivir (Tamiflu)
- Zanamivir (Relenza)
Hvað gerir neuraminidasi (veiruensím)?
Neuraminidasi á veirunni klýfur nýjar veirur frá viðtökum á frumunni sem framleiddi þær
Hvað gerir Neuraminidasi hemill?
Ný veira losnar ekki frá sýktri frumu.
- Hindrar að nýmynduð veira losni frá sýktri frumu framleiðslu
Oseltamivir ( Tamiflu)
- Verkar á
- frásog
- lyfjaform
- aukaverkanir
- varúð
- skammtur
- meðferðarlengd
- Verkar á: inflúensu A og B
- Frásog: Mjög gott
- Lyfjaform: hylki / mixtúra
- Aukaverkanir: Meltingarónot
- Varúð: Nýrnasjúkdómar (minnka þarf skammta ef nýrnastarfsemi er skert)
- skammtur: 75mg 2x á dag
- Meðferðarlengd: 5 dagar (íhuga má að lengja meðferð hjá einstaklingum sem eru alvarlega veikir og/eða ónæmisbældir, sérstaklega ef endurtekið veirupróf er jákvætt)
Zanamivir (Relenza)
- Verkar á
- frásog
- lyfjaform
- aukaverkanir
- varúð
- skammtur
- meðferðarlengd
- Verkar á: Inflúensu A og B
- frásog: takmarkað
- lyfjaform: innúði
- aukaverkanir: engar?
- varúð: öndunarfærasjúkdómar (getur valdið berkjuþrengingum í einstaklingum með astma og copd)
- skammtur
- meðferðarlengd
Veirulyf til varnar gegn inflúensu
- Koma ekki í stað árlegrar bólusetningu
- Eru notuð í einstaklingum í aukinni áhættu á fylgikvillum ef líklegt er að þeir hafi orðið fyrir smiti
- Búa með eða annast einstakling með staðfest eða líklega inflúensu
- Líklegt aðhafa komist í nána snertingu við úða frá einstakling með staðfesta eða líklega inflúensu (t.d nánar samræður
Hversu lengi skal nota lyf í forvarnarskyni?
- Óbólusettir einstaklingar útsettir fyrir sjúkdómi: gefa bóluefni og svo lyf í forvarnarskyni í 10 daga
- Sjúkdómsfaraldur á hjúkrunarheimili / stofnun: 2 vikur frá upphafi veikinda þess sem síðast veiktist
Hverju ver bólusetning okkur frá?
Ver gegn sýkingunni sjálfri og afleiðingum hennar
- bólusettir með áhættu fyrir hjarta og æððatengdum afleiðingum fá síður hjarta og æðatengda atburði eins og hjartadrep, slag, hjartabilun ofl
- sýkingar geta aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum
Herpes veirur
- Hvaða sjúkdómum valda þeir í mönnum?
- Herpes simplex veira (HSV) 1 og 2 - t.d frunsa, kynfærasár, heilahimnubólga, heilabólga
- Varizella zoster veira (VZV) - t.d hlaupabóla, ristilútbrot, heilahimnubólga
- Epstein Barr veira (EBV) - td Mononucleosis
- Cytomegaloveira (CMV) - t.d augnbotnasýking, ristilbólgur, lungnabólga
Frumsýking ‘‘lytic’’ og leynd sýking ‘‘latent’’
Þær valda allar leyndum sýkingum (latent)
- frumsýking er ‘‘lytic’’ (drepur hýsil frumu) en skiptir svo yfir í ‘‘latent’’ ham og veldur leyndri (latent) sýkingu
- seinna á lífsleið getur orðið ‘‘uppvakning’’ á leyndri sýkingu
Veirulyf
Acyclovir og acyclovir-lík lyf
- Acyclovir
- Valacyclovir
- Famciclovir
Hver er verkunarháttur veirulyfja?
- Núkleósíð analógar (eftirlíkingar) sem þarf að virkja (fosforílera) á´ður en þau geta keppt við önnur núkleósíð og þar með hindrað myndun veiru DNA
- Fyrsta skrefið í virkjun er fosforílering (ACV- monofosfat) miðluð af VEIRU ensími (thymidine kinase) og því er lyfið aðeins virkt í sýktum frumum
- Seinna skref í virkjun er frekari fósforílering (ACV-trifosfat) miðluð af hýsil frumu ensímum.
Hverjir eru ókostir og kostir veirulyfsins Acyclovir
Ókostir:
- frásog er EKKI gott (10-20%) og þarf að gefalyfið oft (upp í 5x/dag)
- útskilið um nýru og getur fallið út (‘‘kristallast’’) og valdið nýrnaskaða
- þarf að ‘‘vökva’’ sjúkling ríkulega meðan á meðferð í æð stendur
Kostir:
- Fjölmörg lyfjaform (um munn, augndropar og húðsmyrsli t.d). og hægt að gefa í æð og því notað við alvarlegum sýkingum af völdum herpes-simplex og varicella zoster.
- ódýrt
Kostir Valacyclovir (forlyf / ‘‘pro-drug’’)
- Er forlyf (valine verið bætt við acyclovir) sem er umbreytt í acyclovir eftir frásog
- Frásogast mun betur (55%)og hægt að gefa 2-3x á dag (eftir ábendingu og alvarleika sýkingar)
- þolist almennt vel
- hægt að ná háum stykr í blóði en í alvarlegustu sýkingunum ÞARF að nota Acyclovir í æð
- Helsti ókostur er að lyfið er dýrt
Notkun Acyclovir og Valacyclovir
- Meðhöndlun virkra sýkinga
- HSV-heilabólga - gefið í æð í háum skömmtum (Acyclovir)
- VZV-ristilútbrot - gefið um munn ef ónæmiskerfi í lagi (Valacyclovir)
- VZV-ristilútbrot - gefið í æð ef ónæmisbæling eða dreifður sjúkdómur (fleiri en einn húðgeiri)
- Fyrirbyggjandi meðferð
- ónæmisbældir einstaklingar (sjúklingar í hættu á uppvakningu (t.d ónæmisbælandi lyf). Gefið í ákv tíma meðan ónæmisbæling er sem mest))
- tíðar uppvakningar (kynfærasýking af völdum HSV)
Almenn atriði um Eyðniveiruna (HIV)
Retro-veirur
- umbreyta RNA erfðaefni yfir í DNA (óvenjulegt!) með svokölluðum bakrita (Verese transcriptase)
- DNA afriti er síðan skotið inn í genamengi hýsilfrumunnar
- veiru DNA er þýtt yfir í bæði (nýtt genamengis RNA (genome RNA) og miðlandi (messenger RNA) til proteinmyndunar)
- 2 óvirk fjölprótein eru mynduð sem proteinkljúfur veirunnar sníðir niður í virk: starfræn protein og stoð protein (functional og structural)
Hverjir eru 6 aðal lyfjaflokkarnir fyrir HIV?
- Bakritahemlar af flokki núkleótíða (NRTIs)*
- Bakritahemlar af flokki ekki-núkleótíða (NNRTIs)*
- Hemlar á innlimum veiruerfðaefnis inni erfðamengi hýsils (INSTIs)*
- Protein kljúfs hemlar (PIs)
- CCR5-viðtaka hemlar (EI)
- Samruna hemlar (FIs)
- öll helstu lyfin koma úr þessum megin lyfjaflokkum
Hvað eru Nnucleotide / kirni?
Byggingareiningar DNA/RNA
- Nucleoside = niturbasi + deoxyribósi /ribósi
Hverjir eru niturbasarnir?
- Adenín
- Glúanín
- Cýtósín
- Týmín (DNA) / Úrasíl (RNA)
Hver er munrinn á Nucleoside og Nucleotide ?
Nucleoside er eins og nucleotide nema án fosfat hópsins
Hver er verkunarháttur Bakrithemlanna NRTI og NNRTI ?
Stöðva lengingu á veiruerfðaefni miðlaðri af bakrita (reverse-transcriptase)
- NRTI: eru núkleósíð eftirhermur (analogs) sem setjast í virkniset bakrita og keppa við önnur núkleosíð við myndun veiru DNA
- NNRTI: bindast utan virknisets og breyta lögun bakrita sem verður óvirkur
Hver eru aðal lyfin úr NRTI flokknum?
- Lamivudine
- Abacavir
- Tenoforvir
- Emtricitabine
Hver eru aðal lyfin úr NNRTI flokknum ?
- Efavirenz
Hver eru aðal lyfin í PI flokknum ?
- Darunavir
Hver eru aðal lyfin í INSTI flokknum ?
- Dolutegravir
- BIctegravir
Hvernig virkar lyfjameðferðin við HIV (eyðniveiru) ?
Meðferð gegn virkri sýkingu
- Nánast alltaf samsett meðferð með 3 lyfjum
- Grunnur allra lyfjasamsetninga eru 2 bakritahemlar (NRTI)
- Algengast er að þriðja lyfið sé innlimunar hemill (INSTI)
- Aðrar samsetningar undir sérstökum kringumstæðum
- Ævilöng meðferð
Algengar lyfjasamsetningar eru fáanlegar í EINNI töflu sem er tekin EINU sinni á dag
hvernig virkar varnarmeðferð EFTIR útsetningu HIV?
- Hefðbundin meðferð (3 lyf) í 28 daga
(stunguslys, önnur óhöpp, kynferðislegt ofbeldi)
Hvernig virkar varnarmeðferð FYRIR útsetningu ?
- Ein tafla með 2 bakritahemlum (NRTI)
- annaðhvort eru lyfin tekin daglega eða tímabundið í kringum áhættuhegðun
(áhættusöm kynhegðun hjá samkynheigðum karlmönnum)