Veirulyf Flashcards
Hver er birtingarmynd inflúensu?
- skyndilegur hiti, höfuð- og vöðvaverkir ásamt þreytu
- einkenni frá efri öndunarfærum s.s þurr hósti, hálssærindi
- einkenni geta einnig verið væg og ódæmigerð
Hver er meðgöngutími frá smiti til einkenna?
1- 4 dagar
Hverjir eru fylgikvillar inflúensu?
- Lungnabólga (bæði veiru- og bakteríulungnabólga)
- Bólga í innri líffærum
- Hjartavöðvi eða gollurhús (myocarditis / pericarditis)
- Heilavefur
- Bólgur í vöðvum
Hvaða einstaklingar eru í aukinni áhættu á fylgikvillum inflúensu?
- Börn < 5 ára (sérstaklega < 2 ára)
- Fullorðnir > 65 ára
- óléttar konur og 2 vikur eftir barnsburð
- íbúar hjúkrunaheimila
- einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma (t.d astmi, Copd, hjartasjúkdómar ofl)
Hvenær er gagnsemi veirulyfja sem mest?
þegar meðferð er hafin SNEMMA (<24 klst frá upphafi einkenni) og lítil sem engin ef meðferð hafin eftir 48klst
- styttir veikindi um 0,5-3 daga
- dregur hugsanlega úr alvarleika veikinda
- fækkar mögulega fylgikvillum
- óvíst með áhrif á dánartíðni
Hvenær á að meðhöndla inflúensu með lyfjum?
Meðferð er ráðlögð í eftirfarandi tilfellum:
- Veikindi sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús
- alvarlegur sjúkdómur sem er versnandi
- einstaklingum í aukinni áhættu á fylgikvillum
- þungaðar konur allt 2 vikum eftir barnsburð
Hverjir eru meðferðarmöguleikarnir (lyf)?
Lyf sem hamla neuraminidasa (veiruensími)
- Oseltamivir (Tamiflu)
- Zanamivir (Relenza)
Hvað gerir neuraminidasi (veiruensím)?
Neuraminidasi á veirunni klýfur nýjar veirur frá viðtökum á frumunni sem framleiddi þær
Hvað gerir Neuraminidasi hemill?
Ný veira losnar ekki frá sýktri frumu.
- Hindrar að nýmynduð veira losni frá sýktri frumu framleiðslu
Oseltamivir ( Tamiflu)
- Verkar á
- frásog
- lyfjaform
- aukaverkanir
- varúð
- skammtur
- meðferðarlengd
- Verkar á: inflúensu A og B
- Frásog: Mjög gott
- Lyfjaform: hylki / mixtúra
- Aukaverkanir: Meltingarónot
- Varúð: Nýrnasjúkdómar (minnka þarf skammta ef nýrnastarfsemi er skert)
- skammtur: 75mg 2x á dag
- Meðferðarlengd: 5 dagar (íhuga má að lengja meðferð hjá einstaklingum sem eru alvarlega veikir og/eða ónæmisbældir, sérstaklega ef endurtekið veirupróf er jákvætt)
Zanamivir (Relenza)
- Verkar á
- frásog
- lyfjaform
- aukaverkanir
- varúð
- skammtur
- meðferðarlengd
- Verkar á: Inflúensu A og B
- frásog: takmarkað
- lyfjaform: innúði
- aukaverkanir: engar?
- varúð: öndunarfærasjúkdómar (getur valdið berkjuþrengingum í einstaklingum með astma og copd)
- skammtur
- meðferðarlengd
Veirulyf til varnar gegn inflúensu
- Koma ekki í stað árlegrar bólusetningu
- Eru notuð í einstaklingum í aukinni áhættu á fylgikvillum ef líklegt er að þeir hafi orðið fyrir smiti
- Búa með eða annast einstakling með staðfest eða líklega inflúensu
- Líklegt aðhafa komist í nána snertingu við úða frá einstakling með staðfesta eða líklega inflúensu (t.d nánar samræður
Hversu lengi skal nota lyf í forvarnarskyni?
- Óbólusettir einstaklingar útsettir fyrir sjúkdómi: gefa bóluefni og svo lyf í forvarnarskyni í 10 daga
- Sjúkdómsfaraldur á hjúkrunarheimili / stofnun: 2 vikur frá upphafi veikinda þess sem síðast veiktist
Hverju ver bólusetning okkur frá?
Ver gegn sýkingunni sjálfri og afleiðingum hennar
- bólusettir með áhættu fyrir hjarta og æððatengdum afleiðingum fá síður hjarta og æðatengda atburði eins og hjartadrep, slag, hjartabilun ofl
- sýkingar geta aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum
Herpes veirur
- Hvaða sjúkdómum valda þeir í mönnum?
- Herpes simplex veira (HSV) 1 og 2 - t.d frunsa, kynfærasár, heilahimnubólga, heilabólga
- Varizella zoster veira (VZV) - t.d hlaupabóla, ristilútbrot, heilahimnubólga
- Epstein Barr veira (EBV) - td Mononucleosis
- Cytomegaloveira (CMV) - t.d augnbotnasýking, ristilbólgur, lungnabólga