Lyfjafræði Flashcards
- Hver af eftirtöldum fullyrðingum er rétt varðandi antagonista?
a. Er lyf sem sest á viðtaka og örvar hann
b. Er lyf sem binst viðtaka og sendir boð inn í frumuna
c. Er lyf sem binst viðtaka og hindrar hann frá því að bindast öðru efni
d. Er lyf sem hefur neikvæð áhrif á sjúkdóma
c. Er lyf sem binst viðtaka og hindrar hann frá því að bindast öðru efni
- Hvað af eftirfarandi geta verið viðtakar fyrir lyf?
a. Jónagöng, taugamót og boðefni
b. Ensím, burðarsameindir og taugamót
c. Burðarsameindir, jónagöng og boðefni
d. Ensím, burðarsameindir og jónagöng
d. Ensím, burðarsameindir og jónagöng
- Hvert er algengasta ofnæmisviðbrögð við lyfjagjöf?
a. Húðbreytingar
b. Beinmergsbæling
c. Ógleði
d. Öndunarerfiðleikar
a. Húðbreytingar
- Hvað er krossofnæmi?
a. Þegar þú færð tvær tegundir af ofnæmisviðbrögðum á sama tíma
b. Annað nafn yfir sýklalyfjaofnæmi
c. Ofnæmi fyrir efnum sem eru skyld að sameindagerð
d. Ofnæmi fyrir tveimur mismunandi lyfjum sem einstaklingur tekur á sama tíma
c. Ofnæmi fyrir efnum sem eru skyld að sameindagerð
- Meðferð háþrýstings, eitt rétt svar.
a. Meðhöndlun hefst við 170/90
b. Almennt gildir að markmið meðferðar sé að ná blóðþrýsting undir 140/90
c. Ekki er þörf á lífsstílsbreytingum sem hluta af meðferð
d. Háþrýstingur hefur oftast mikil einkenni með sér í för
b. Almennt gildir að markmið meðferðar sé að ná blóðþrýsting undir 140/90
- Háþrýstilyf, eitt rangt svar
a. ACE hemlar og ARB lyf hafa svipaða virkni (með því að hafa áhrif á ensímið angiotensin converting enzyme) Hafa óbein áhrif
b. Aukaverkanir beta blokka eru flestar beintengdar verkun þeirra
c. Beta blokkar geta verið sérhæfðir og virka þá bara á beta2 viðtaka
d. Oft er notað fleiri en eitt lyf í meðferð, t.d. þvagræsilyf og ACE hemill
c. Beta blokkar geta verið sérhæfðir og virka þá bara á beta2 viðtaka
- Blóð heila þröskuldur, ein röng staðhæfing
a. Aukinn fituleysanleiki lyfja eykur líkur þeirra á að komast yfir BBB
b. Einungis stórar sameindir komast yfir BBB með óvirkum flutningi
c. Lyf eru gjarnan flutt yfir BBB með flutningspróteinum
d. BBB getur bilað við streitu
b. Einungis stórar sameindir komast yfir BBB með óvirkum flutningi
- Hvert er aðal örvandi boðefnið í MTK?
a. Glútamat
b. GABA
c. Dópamín
d. Adrenalín
a. Glútamat
- Viðtakar í miðtaugakerfi, ein rétt staðhæfing.
a. Jónatrópískir viðtakar eru hægari en G prótein viðtakar og binsast t.d. GABA og glútamat
b. Jónatrópískir viðtakar eru hraðari en G prótein viðtakar og bindast t.d. serótónín og dópamíni
c. G prótein viðtakar eru hraðari en jónatrópískir viðtakar og bindast t.d. GABA og glútamat
d. G prótein viðtakar eru hægari en jónatrópískir viðtakar og bindast t.d. serótónín og dópamín
d. G prótein viðtakar eru hægari en jónatrópískir viðtakar og bindast t.d. serótónín og dópamín
- Sársaukataugar, ein röng staðhæfing
a. Eru af tveim gerðum, A-delta sem eru mýelínslíðraðar og C sem eru án mýelíns
b. Substance P er peptíð sem taugar losa er þær verða fyrir skaða og það ertir síðan sársaukataugar
c. Sársaukataugar eru allar mýelínslíðraðar því boð um sársauka verða að berast hratt
d. C taugar flytja boð hægar en A-delta taugar
c. Sársaukataugar eru allar mýelínslíðraðar því boð um sársauka verða að berast hratt
- Hvar í kerfinu virka Opíóðar sem verkjalyf?
a. Þeir hamla flutningi um sársaukaboð innan MTK
b. Þeir virka staðbundið á verki í ÚTK
c. Þeir blokka taugaboðefni á þeim stað sem áverki er
d. Þeir verka hamlandi á prostaglandín myndun á þeim stað sem áverki er
a. Þeir hamla flutningi um sársaukaboð innan MTK
- Hvert af eftirfarandi útskýrir verkunarhátt bensó-lyfja?
a. Þau eru antagónistar sem hindra virkni taugaboðefna eins og glútamat og noradrenalín
b. Þau eru antagónistar sem setjast á GABA viðtaka og hindra GABA áhrif í líkama
c. Lyfin koma á töfluformi og hafa öll óvenju langan verkunartíma
d. Lyfið hefur ekki sjálfa virknina, heldur hvetur það líkama til að auka virkni GABA sem miðlar róandi og svefnáhrifum
d. Lyfið hefur ekki sjálfa virknina, heldur hvetur það líkama til að auka virkni GABA sem miðlar róandi og svefnáhrifum
- Z-lyfin (svefnlyf), ein röng staðhæfing
a. Eru notuð við tímabundnu svefnleysi
b. Hafa stuttan verkunartíma og virðast ekki trufla svefnstigin
c. Ráðlögð til notkunar vegna langtíma svefnleysi hjá öldruðum
d. Eru þolmyndandi og geta leitt til fíknar
c. Ráðlögð til notkunar vegna langtíma svefnleysi hjá öldruðum
- Hverjir eru 4 helstu flokkar Beta-lactam lyfja?
a. Monobactam, Penicillín, Vancomycin og Tetracycline
b. Tetracycline, Vancomycin, Penicillín og Cephalosporin
c. Penicillín, Cephalosporin, Carbapenem og Monobactam
d. Vancomycin, Tetracyclin, Vephalosporin og Carbapenem
c. Penicillín, Cephalosporin, Carbapenem og Monobactam
- Hvert af eftirfarandi er ekki rétt varðandi Beta-laktamasa
a. Tegund af ónæmi sem bakteríur geta myndað gegn Beta-laktamlyfjum
b. Penisillínasi er ekki beta-laktamasi
c. Karbapenemasi er sterkasti beta-laktamasinn
d. Beta-laktamasi er ensím sem gerir beta-laktam sýklalyf óvirk
b. Penisillínasi er ekki beta-laktamasi
- Sýklalyf sem hafa áhrif á kjarnsýru baktería má ekki gefa samhliða járni, magnesíum, kalki eða fjölvítamíni, vegna þess að:
a. Það gæti valdið hættulega mikilli ógleði hjá sjúklingi
b. Sýrustig í maga hækkar við inntöku þessara vítamína og sýklalyfið gæti skemmst
c. Þessi vítamín ýta undir frásog sýklalyfsins og það yrði of mikið.
d. Lyfið binst við jákvæðar jónir og myndi frásog því minnka.
d. Lyfið binst við jákvæðar jónir og myndi frásog því minnka.
- Á hvaða fasa lyfjaprófana er hópurinn orðinn 300-5000 manns og lokamat er lagt á virkni lyfs?
a. Fasa 1
b. Fasa 2
c. Fasa 3
d. Fasa 4
c. Fasa 3
- Hvert er algengasta form flutnings lyfja yfir himnur?
a. Flæði í gegnum fitulag (óvirkur)
b. Virkur flutningur með burðarpróteinum
c. Flutningur með himnupróteinum
d. Ekkert form er algengara en annað
a. Flæði í gegnum fitulag (óvirkur)
- Hvað af eftirfarandi er rétt varðandi veikar sýrur og veika basa?
a. Veikir basar eru hlaðnir basísku þvagi
b. Veikir basar eru hlaðnir í súru þvagi
c. Veikar sýrur safnast fyrir þar sem pH er lágt
d. Veikir basar safnast fyrir þar sem pH er hátt
b. Veikir basar eru hlaðnir í súru þvagi
- Um dreifingu lyfja er eftirfarandi rétt:
a. Eftir því sem lyf dreifast meira, því styttri er helmingunartíminn
b. Reiknað dreifirúmmál er nákvæmt og segir til um raunverulegt dreifirúmmál
c. Ef einstaklingur hefur mikinn fituvef þá dreifast fitusækin lyf vel með blóði hans
d. Reiknað dreifirúmmál getur hjálpað til að ákvarða skammtastærðir
d. Reiknað dreifirúmmál getur hjálpað til að ákvarða skammtastærðir
- Adrenvirk lyf, ein röng staðhæfing
a. Hafa mörg blandaða alfa og beta verkun
b. Noradrenalín hefur sterka alfa og beta verkun og er kjörlyf við ofnæmislosti
c. Geta verið sérhæfð og verkað á eina tegund viðtaka
d. Eru virk efni sem tengjast viðtökum og virkja þá
b. Noradrenalín hefur sterka alfa og beta verkun og er kjörlyf við ofnæmislosti
- Hver er virkni beta-blokka?
a. Þeir valda minnkaðri hjartsláttartíðni, slökun í sléttum vöðvafrumum æða og minnka þannig útfall hjarta og lækka blóðþrýsting.
b. Þeir auka hjartsláttartíðni en minnka samdráttarkraft hjarta og stuðla þannig að betri nýtingu súrefnis
c. Þeir stuðla að samdrætti í sléttum æðum, betri virkni hjartavöðva og hækka þannig blóðþrýsting
a. Þeir valda minnkaðri hjartsláttartíðni, slökun í sléttum vöðvafrumum æða og minnka þannig útfall hjarta og lækka blóðþrýsting.
- Hvaða tvo lyfjaflokka þekkist að nota við gláku?
a. And-kólínvirk lyf og Adrenvirk lyf
b. Kólínvirk lyf og And-adrenvirk lyf
c. And-adrenvirk lyf og And-kólínvirk lyf
d. Kólínvirk lyf og Adrenvirk lyf
b. Kólínvirk lyf og And-adrenvirk lyf
- Hverjar eru ábendingar Statínlyfja?
a. Hækkun á blóðfitu, kransæðasjúkdómur, arfbundin blóðfituhækkun
b. Hjartaöng, kransæðasjúkdómur, lágur blóðþrýstingur
c. Lækkun á blóðfitu, lágur blóðþrýstingur, minnkaður samdráttarkraftur hjarta
d. Mikil hækkun á HDL (high density lipoprotein), atrial fibrillation, hár blóðþrýstingur
a. Hækkun á blóðfitu, kransæðasjúkdómur, arfbundin blóðfituhækkun
- Hvernig virka hraðverkandi nítröt (sprengitöflur)?
a. Þrengja kransæðar svo blóð renni greiðar til hjarta
b. Auka hjartsláttartíðni svo meira súrefni berist til útlima
c. Stuðla að æðasamdrætti og hækka blóðþrýsting
d. Víkka kransæðar og auka þannig súrefnisframboð til hjartavöðva
d. Víkka kransæðar og auka þannig súrefnisframboð til hjartavöðva