Lyfjaform Flashcards
Hvað er lyfjaform?
Lyfjaform er sá búningur sem lyfinu er komið í til þess að tryggja að það komi að tilætluðum notum
Í hvað skiptist lyfjaform?
- Lyfjaefni (virkt efni)
- Hjálparefni (hafa enga líffræðilega verkun, geta haft áhrif á frásog og verkunarlengd)
Hvers vegna er mismunandi lyfjaform?
- Vegna hagsmuna sjúklings:
> þægileg og örugg í notkun (t.d lyf til inntöku vs stungulyf)
> Stjórna hraða eða lengd verkunar (t.d lyf á forðalyfjaformi) - Vegna lyfsins:
> aukið geymsluþol (lyfið þolir illa ljós, raka eða súrefni) > Aukinn stöðugleiki (lyfið er óstöðugt í meltingarveg)
Hvað er sólarhringsverkun og nefndu dæmi um lyf sem hafa þannig verkun
Styrkur lyfs þarf að vera stöðugur yfir sólarhringinn
- dæmi: sýklalyf og getnaðarvarnalyf
Hvað er Dægursveiflulyfjafræði?
þ.e Hvenær sólarhrings er best að gefatiltekið lyf til að fá besta verkun og minnst af aukaverkunum
- dæmi: bólgueyðandi sterar, svefnlyf, örvandi lyf
Hver eru hlutverk hjálparefna?
- Koma lyfi í hentugt form
- auka stöðugleika
- hafa áhrif á bragð eða útlit
- auðvelda framleiðslu
Hverjar eru helstu ástæður fyrir takmörkuðu geymsluþoli lyfja?
- Lyfið hverfur / gufar upp úr lyfjafrominu
- Vatnsrof
- Oxun
- Ísómerísering
- Áverkun ljóss
- Breytingar á tæknilegum eiginleikum
Hvaða töflur (e. tablets) eru til inntöku og kyngingar?
En töflur sem er ekki kyngt?
Inntaka og kynging:
- venjulegar töflur (óhúðaðar)
- Húðaðar
- forðatöflur
- lausnartöflur
- tuggutöflur
- (pillur)
Ekki kyngt:
- munnsogstöflur
- tungurótartöflur
Húðun taflna, hverjar eru tegundirnar?
- Læra vel !
- Venjuleg húð sem leysist í maga
- Filmuhúðaðar töflur
- sýruheldin húð
Hver er tilgangur með að húða töflur?
*Læra vel!
- Verja lyf
- Vernda sjúkling (fela bragð eða vernd fyrir staðbundnum áhrifum)
- Bæta útlit taflna
- Auðvelda kyngingu
Forðatöflur
- hvar lsona þær ?
- hverjir eru kostir og gallar?
*Læra vel!
Lyfið losnar hægt og rólega í meltingarvegi
Kostir:
- jafnara frásog
- minni sveiflur í styrk lyfsins í blóði
- getur dregið úr aukaverkunum
- getur bætt meðferðarheldni
Ókostir:
- lyfjaverkun hverfur seinna
- gerir eitranir erfiðari í meðferð
- Dýrar í framleiðslu
Hver er tilgangur munnlausnartaflna (munnsogstöflur og tungurótartöflur)
- Að fá fram skjóta verkun
> t.d nítróglyserín, triptanlyf - Að vernda lyfið fyrir niðurbroti
> t.d Asenapine (first pass effect)
Hver er ástæða þess að ekki má mylja eða losa Forðatöflur og forðahylki?
Meira en einn skammtur af lyfinu losnar í einu. Getur valdið eitrun
dæmi um lyf:
- Verapamil
- Carbamazepin
- Metýlfenidat
- Venlafaxine
Hver er ástæða þess að ekki má mylja eða losa sýruþolnar töflur og hylki?
Sýruheld húð verndar lyfið frá súru umhverfi magans eða sjúkl frá ertandi áhrifum í maga
dæmi um lyf:
- Diclofenac
- Omeprazolum
- Naproxen E
Hver er ástæða þess að ekki má mylja eða losa hormónalyf og sterar og krabbameinslyf?
Hættuleg lyf. Varasöm fyrir þann sem mylur og nánasta umhverfi hans
Dæmi um lyf:
- Tamoxifen
- Cyclophosphamide
- Methotrexate