Róandi lyf og svefnlyf Flashcards
Lyf sem hvetja GABA viðtaka
þessi lyf verka með því að auka GABA-virkni sem eykur bremsuna á glútamat kerfið.
Eru að örva (agonistar) á Gaba-viðtaka.
Glútamat og GABA virka gegn hvort öðru
Hvaða áhrif hafa róandi og svefnlyf á GABA virkni í heila?
Mörg róandi lyf og svefnlyf hafa hvetjandi áhrif á GABA virkni í heilanum og miðla þannig hamlandi róandi og svefn áhrifum.
Bensólyf og skyld lyf eins og Z-svefnlyfin eru því bæði með sækni og virkni á GABA viðtakann.
Niðurstaðan er aukin hömlun á glútamatkerfið. Til einföldunar væg til miðlungs hömlun róandi og krampastillandi, mikil hömlun - svefnáhrif.
Dæmi um lyf, sem auka áhrif á GABA-modulators
- Benzódíazepin-sambönd - róandi og kvíðastillandi, svefnframkallandi, vöðvaslakandi og krampastillandi
- Barbitúrsýrur, notkun að mestu hætt vegna lyfjaeitrana nema fenemal í undantekningartilfellum við flogaveiki
- Svæfingarlyf
- Alkóhól eykur GABA virkni
- Svefnlyf, oft köllluð Z-lyfin, styttri helmingunartími, betri svefngæði en af langverkandi lyfjunum en ávanabindandi engu að síður. Mest notuðu lyf á Íslandi og tvöfalt hærri en á norðurlöndunum
Hverjar eru algengustu aukaverkanir?
- sljóleiki
- syfja
- svimi
- óstöðgleiki
- drafandi tal
- minnistruflanir
- þolmyndun er aukaverkun sem aftur ýtir undir ávanabindingu og svo fíkn. Nota ætti þessi lyf því í lægstu mögulegum skömmtum og hafa meðferð eins stutta og hægt er
Glútamatkenningin í fíkn?
Glútamat upphefur áhrif vímugjafa - ofvirkni í glútamatkerfinu. Stækkuð mandla
Almennt um kvíðastillandi lyf
- oft kölluð ‘‘róandi lyf’’
- mikið notuð lyf við ýmis konar kvíðavandamálum
- stundum notuð óþarflega mikið og lengi og sum þessara lyfja geta leitt til fíknivandamála
- æskilegt að þessi lyf séu aðeins notuð við mikil og alvarleg kvíðaeinkenni og í sem stystan tíma (< 3 vikur)
- nokkrir ólíkir lyfjaflokkar teljast til kvíðastillandi lyfja
Hvaða lyf eru notuð við kvíða?
Kvíðastillandi lyf:
- Benzodíazepín (t.d díazepam, oxazepam)
- Buspirone
Önnur lyf með kvíðastillandi verkun:
- Mörg þunglyndislyf (SSRI SNRI ofl)
- Sum geðklofalyf (einnig kölluð geðrofslyf)
- Sum eldri ofnæmislyf (t.d Phenergan)
- Beta-blokkarar (T.d própranólól, atenólól)
- Sum flogaveikilyf (pregabaline = Lyrica)
Hvað eru Benzódíazepín?
- Flokkur lyfja sem hafa sérhæfða verkun á GABA viðtaka í MTK
- Lyfin bindast sérstökum benzódíazepín-viðtökum á GABA viðtakanum, sem leiðir til aukinnar virkni GABA
- Hafa einnig óbein áhrif á serótónín og noradrenalín viðtæki
- skiptast í stuttverkandi og langverkandi
Hvaða lyf flokkast undir stuttverkandi Benzódíazepín og hversu lengi verka þau?
Verka skemur en 12 klst
- Lorazepam (Ativan)
- Oxazepam (Sobril)
- Alprazolam (Tafil)
Hvaða lyf flokkast undir langverkandi Benzódíazepín og hversu lengi verka þau?
Verka lengur en 24 klst
- Díazepam (Stesolid, Valíum)
- Clonazepam (Rivotril)
- Chlordíazepoxide ( Líbríum, RIsolid) Fyrsta lyfið
- Nítrazepam (Dalmadorm) = svefnlyf
Hver er klínísk verkun Benzódíazepín?
- Róandi og kvíðastillandi
- Svefnframkallandi
- Vöðvaslakandi
- Krampastillandi
- Hindrar alvarleg fráhvarfseinkenni eftir langvinna áfengisneyslu (krampar, delirium tremens)
ATH: ef langvinn notkun er stöðvuð skyndilega getur það valdið alvarlegu benzódíazepínfráhvarfi
Hverjar eru ábendingar Benzódíazepín ?
- Kvíði - ávallt miða við að meðferðin sé tímabundin
- Róandi pre-medication fyrir skurðaðgerðir eða rannsóknir eins og maga- og ristilspeglanir
- Gefið í æð til að stöðva alvarlega krampa
- vöðvaslakandi hjá fólki sem þjáist af slæmum vöðvaspösmum eða tímabundinni mikilli vöðvaspennu
Hverjar eru aukaverkanir Benzódíazepín?
- Sljóleiki og syfja (VARÚÐ: stjórn ökutækja)
- Svimi, óstöðugleiki o drafandi tal
- minnistruflanir, skert námsgeta
- pirringur, hömluleysi, aggression (Sjaldgæft)
- öndunarbæling (í ofskömmtum eða ef með öðrum slævandi efnum eins og áfengi) LÍFSHÆTTULEGT
- BÞ-fall (sjaldgæft)
- ofnæmi fyrir lyfjunum er sjaldgæft
þol og fráhvörf Benzódíazepín?
Þol = Hærri skammta þarf til að fá fram klíníska verkun
- þol myndast ekki ef lyfin eru tekin í stutan tíma (1-3 vikur)
Fráhvarfshætta eykst eftir því sem lyfið er notað lengur (50% einstaklinga sem taka lyf í 6 mánuði eða lengur)
- fráhvörf byrja 2-3 dögum eftir að stuttverkandi lyfjum er hætt en 7 dögum eftir að langverkandi lyfjum er hætt
Hver eru fráhvarfseinkenni Benzódíazepín
- Hratt vaxandi spenna og kvíði
- svefnleysi
- skjálfti
- vöðvakippir
- aukin næmni fyrir skynáreitum (ljós, hljóð ofl)
- óráð
- krampar