Segavarna- og sykursýkislyf Flashcards
Blóðstorknun - lyf
Blóðflöguhamlandi lyf og blóðþynnandi lyf hafa áhrif á blóðstorknun.
Blóðflöguhamlandi lyf hamla virkni blóðflaga og blóðþynnandi lyf hamla storkuprotein og thrombin
Blóðþynnandi lyf
Einungis í stungulyfjaformi
- Heparin (og nýrri thrombin hindrar)
í töfluformi
- Warfarin og skyld lyf
Hver eru áhrif Heparíns á blóðstorkukerfið?
Heparín hindrar ensímin XIIa, XIa, IXa, Xa og IIa (thrombin) sem umbreytir fibrinogen í fibrin.
Minna fibrin = minni blóðstorka
Áhrif Warfarins á blóðstorkukerfið
Warfarin hefur hæga verkun á proteinin VIIa, IX, X, II (prothrombin) sem eru öll fyrr í fibrinmyndunarferlinu.
Það dregur einnig úr verkun K-vítamíns í líkamanum sem hengir gamma-carboxylhóp á glutamic sýru afleiður (Sem hafa hlutverk í myndun fibrins)
Warfarín - Coumadin (Kóvar)
- Hlutverk
- Form
- Tími sem það tekur að fá fulla verkun
- Hverju þarf að fylgjast með?
- Hindrar verkun K-vítamíns í líkamanum (hindrar K-vítamín ensýmið)
- Gefið í töfluformi
- Tekur 4-7 daga að fá fulla verkun
- þarf að fylgjast með verkun þess með blóðprufur, mæla INR
Hvað er INR?
Notuð til að mæla virkni Warfarin, ef gefið í of miklu magni => rottueitur
sjúklingar þurfa að mæta reglulega í blóðprufu
Afhverju er K-vítamín nauðsynlegt?
Nauðsynlegt til að búa til storkuþætti II, VII, IX og X (svokölluð gamma (g carboxylering)).
Afhverju tekur nokkra daga að fá fulla verkun af Warfarin?
Warfarin hefur engin áhrif á myndun nýrra storkuþátta en engin áhrif á storkuþætti sem eru í blóði þegar lyfjagjöf hefst.
þetta veldur því að það tekur nokkra daga að fá fulla verkun
Hvernig snýr maður við verkun á Warfarin?
Gefa K-vítamín
Heparín (Létt Heparín)
- Form
- verkunartími
- Einungis til sem stungulyf
- Verkun kemur strax fram
Hvernig er verkun Heparíns mæld?
Með blóðprófi sem kallast aPTT (einungis notað fyrir heparín)
- Létt Heparín er hægt að gefa án þess að þurfa að fylgjast með verkun í blóðprufum
Hvernig snýr maður við verkun Heparíns?
með Prótamíni
Hver er aðal munurinn á Heparíni og Warfarin?
- Heparín (oftast létt-heparin) eru notuð í bráðameðferð
- Warfarin er notað í langtímameðferð
Hvenær eru blóðþynnandi meðferðir notaðar?
Djúpvenusegar:
- Meðferð við djúpvenusega eða pulmonary embolus. létt heparín/ warfarin (ath hugsanlegt hlutverk nýrra sérhæfðra hemla)
- Fyrirbyggjandi myndun djúpvenusega (t.d perioperatively) - létt heparín
Gáttatif eða gervilokur:
- fyrirbyggjandi myndun sega til að fyrirbyggja embolus (heilablóðfall) (ath hugsanlegt hlutverk nýrra sérhæfðra hemla)
Hindra brátt hjartadrep í sjúkl með óstabíla anginu
Hver er mikilvægasta aukaverkun með blóðþynnandi meðferð?
Blæðingar
- sérstaklega er hætta á blæðingum ef notuð eru blóðþynnandi og blóðflöguhemlandi lyf saman eða ef skammtar eru ekki réttir (t.d með warfarin)