9 og 10: Meinmyndun, súnur, dauðhreinsun Flashcards
Hvað er colonisation?
Bólfesta/gistilíf örveru sem getur verið skaðlaus, valdið sýkingu (ef aðstæður leyfa) eða gert gagn.
Hvað er sýklun?
Þegar sýkill sem líklegur er til að valda sýkingu, tekur sér bólfestu.
Hvað er infection?
S’yking. Vefjaskaði verður, þótt sjúklingur geti verið einkennalaus.
Hvað er pathogenicity?
Hæfileiki til að valda sýkingu.
Hvað er virulens?
Meinvirkni, þ.e. hæfileiki til að valda skaða.
Örverur skiptast í 3 flokka hvað varðar pathogenicity.
Nonpathogen, tækifærissýkla (t.d. sveppi) og primary pathogen (t.d. malaría).
Hvaða hlutverk hefur líkamsflóran?
Í upptöku fæðuefna, sérhæfingu slímhúða, örvun ónæmiskerfisins o.fl. Samsetning flórunnar breytist með mataræði, innkirtlastarfsemi, búsetu, lyfjum o.fl.
Sjúkdómur er afleiðing hvaða þátta?
Meinvirkni, ónæmiskerfis og ástands hýsils (ónæmisbæling, uppskurður o.s.frv.)
Hver er munur á klínískum sjúkdómi og einkennum?
Klíníkin er eitthvað sem sést og/eða sjúklingur finnur fyrr. Einkenni eru eitthvað sem sjúklingur getur sagt frá. Signs/tákn eru hins vegar eitthvað sem læknir getur séð.
Hvernig verður beint smit?
Frá mönnum/umhverfi þar sem smitefni lifir og fjölgar sér (t.d. með snertingu, kossum, kynmökum, dropasmiti, dýrabiti, jarðvegi).
Hvernig verður óbeint smit?
Með hlutum og líkamsvefjum sem BERA smit (smitefnið þarf ekki að fjölga sér í/á hlutnum). Einnig með vektorum (t.d. liðfætlum) eða með lofti (t.d. miltisbrandsgró).
Hvernig koma sýklar sér fyrir í vefjum?
Með hreyanleika sínum, efnatogi (chemotaxis) og viðloðun. Svo mynda þeir ensím, toxín, sýrur og lofttegundir.
Hvernig verjast sýklarnir ónæmiskerfinu?
Með því að hylja sig hýsilprótínum, skjóli inni í hýsilfrumum, skipta út mótefnavökvum sínum og örva myndun ónæmisbælandi efna í hýsli.
Hverjar eru fyrstu varnir líkamans, sem hindra inngöngu?
Húð með hornlagi, fitusýrum o.fl.
Slímhúðir með slímmyndun, bifhárum, lysozyme, magasýrum og galli.
Hverjar eru aðrar varnir líkamans - náttúrulegt, ósérhæft ónæmi? (innate immunity)
Ósérhæfða ónæmiskerfið er “vélbyssa” sem skýtur á hvað sem fyrir verður. T.d. boðefni (cýtókín, kemókín, interferón), complement og ýmsar frumur (NKK drápsfrumur, neutrofilar og gleypifrumur).
Hverjar eru þriðju varnir líkamans - áunnið ónæmi, sérhæft?
Eins og músagildra - sérhannað fyrir músina. Ósérhæfða, náttúrulega ónæmiskerfið sendir merki til sérhæfða kerfisins sem þekkir antigen og bregst sértækt við hverju og einu þeirra. T og B frumur. T fækkar í HIV - tækifærissýkingum fjölgar.
Hvernig getur ónæmiskerfið verið skaðlegt?
TNFalfa út í blóð - alvarleg sepsis einkenni, stundum lost og dauði. Mótefni gegn bakteríu antigenum sem líkjast mannaprótínum, geta valdið vefjaskemmdum. Súperantigen geta leitt til ósértækrar Tfrumu virkjunar, sem leiðir til boðefnastorms og losts (t.d. TSS úr S. aureus).
Hvað er cystic fibrosis og hvað getur fylgt henni?
Það er óeðlileg bifháraþekja og henni getur fylgt bólfesta Staph aureus og P. aeruginosa. Fleiri dæmi um varnabresti eru blöðrulömun, æðaleggur og ónæmisbæling.
Hvaða bakteríur seyta exótoxínum?
Oftast Gram neikvæðar en gram jákvæðar geta það þó líka.
Exótoxín…
…þeim er seytt úr bakt. eða losna við bakteríudauða. Eru prótín, flest en ekki öll eyðileggjast við hitun. Hafa staðbundin eða útbreidd áhrif - oft mjög öflug. Mótefni mótvirka en oft of seint. Ýmis sérhæfð verkun - t.d. S. aureus með frumuhimnuskemmdir, A-B toxín með innanfrumuverkun (barnaveiki, t.d.) eða superantigen sem virka á yfirborði hýsilfrumu.