39: Hjartaþelsbólga, beina- og liðsýkingar Flashcards
Hvernig er langvinn vs. akút sjúkdómsmynd?
Langvinn er yfirleitt vegna tiltölulega meinlausra sýkla sem sýkja skaddaðar lokur. T.d. viridans streptokokkar. Mors án Rx en erfitt að greina, meðhöndla og koma í veg fyrir.
Akút er vegna virulent baktería, bæði skaddaðar og heilbrigðar lokur. T.d. S. aureus.
Hvar er hjartaþelsbólgan oftast staðsett ef hún er bacterial?
Oftast á hjartalokum en einnig við hjartagalla á öðrum stöðum. Gervilokur sérlega útsettar. Getur verið milli slegla. Oft af völdum baktería en getur verið sveppa.
Meinmyndunarferli hjartaþelsbólgu.
Fyrst er oftast skaddað hjarta eða æðaþel í hjarta. Storkumyndun og viðloðun blóðflagna - bakteríur eða sveppir fara svo út í blóð reglulega (td. við tannburstun - VIRIDANS, tannúrdrátt, fæðingu, hálskirtlatöku) og bindast við skaddað hjartaþel. Bólfesta í fíbrín/blóðflöguþekju, stækkun thrombus og fjölgun baktería - lokuhrúður myndast. Samspil fibronectins, fibrins, blóðflagna og bakteríu.
Whatup með sprautufíkla og bacterial endocarditis?
Bakteríunum er “sprautað inn” í bláæðakerfið, bláæðablóð kemur fyrst við í hægri helmingi hjartans og þar er þá hætta á endocarditis, oftast S. aureus.
Algengustu tvær ættkvíslirnar fyrir endocarditis eru…
…Streptókokkar og Staphylokokkar - muna eftir CNS í sambandi við endocarditis.
Hvaða streptokokkar eru líklegastir til að valda endocarditis?
Viridans (úr munni), enterokokkar og aðrir.
Hvernig er hjartaþelsbólga greind?
Með sögu, skoðun og rannsóknum. Sýklagreining mjög mikilvæg upp á næmi og svörun lyfja að gera. Meðferðin er löng og þarf að virka! Hlusta eftir óhljóðum í hjarta, gera hjartaómun/vélindaómun. Rækta nokkrum sinnum blóð ef fólk er ekki mjög veikt áður en sýklalyfjagjöf er hafin. Best að taka 3 blóðræktanasett, 10 mL í hverja kolbu.
Hvaðan koma endocarditis sýkingar tengdar æðaleggjum og hvaða sýklar eru það helst?
Koma venjulega úr húðflóru. CNS, S. aureus (Staphylokokkar eru á öllum aðskotahlutum!) og Corynebacterium jeikeium.
Rx fyrir hjartaþelsbólgu.
Sýklalyf. Lengd meðferðar misjöfn, oftast 2 sýklalyf fyrstu 2 vikurnar og stundum þarf að fjarlægja lokuhrúður/gervilokur með aðgerð. Meðferð oftast 4-6 vikur.
Röntgenmyndir…
…greina ekki beinsýkingar nema þær séu orðnar 10 til 14 daga gamlar. Röntgenmynd þó alltaf tekin til að útiloka brot/tumora í beinum sem geta presenterað með líkum hætti.
Beina- og liðasýkingar eru algengastar…
…í börnum. Oftast tilkomnar vegna blóðsmits en einnig út frá sárum og ígerðum. Alvarlegar sýkingar - ófullnægjandi Rx getur leitt til örkumlunar. (og styttri beina…)
Hver eru einkenni beinbólgu?
Verkur og eymsli yfir sýkingarstað, oft samfara hita. Staðbundin einkenni geta verið lítil fyrst. Algengast í femur og tibiu.
Hverjir eru helstu sýkingarvaldar í beinbólgu/osteomyelitis eftir aldurshópum?
Nýburar - S. aureus, beta hemolytiskir streptokokkar gr B, Gram neg stafir (t.d. E.coli eða Klebsiella) o.fl.
Eldri börn - S. aureus, K. kingae, S. pyogenes (H. influenzae).
Fullorðnir: S. aureus.
Greining beinasýkinga og Rx.
Alltaf að taka blóðræktun þó ræktist bara í 40% tilfella. MRI besta greiningartækið - bjúgur sést strax í kringum bein. Beinaskann notað ef ekki hægt að átta sig á staðsetningu sýkingar. Sprautusýni frá ígerðarstað - grams og ræktun. Rx með langtíma sýklalyfjameðferð.
Hver eru einkenni liðsýkinga?
Liður/liðir bólgna, verða heitir, rauðir og aumir. Liðhol fyllist af greftri og erfitt að hreyfa lið vegna verks. Vanalega bara einn liður í einu. Ath. að liðir geta bólgnað eftir sumar sýkingar án þess að um liðsýkingu sé að ræða (reactive arthritis).