16: Litlir G neikv. stafir Flashcards
Í hvaða þrjár ættkvíslir skiptist Pasteurellaceae?
Haemophilus (H. influenzae, H. ducreyi, H. aphrophilus)
Actinobacillus (A. actinomycetemcomitans)
Pasteurella (P. multocida)
Hver eru helstu einkenni Haemophilus?
Gram neikvæðir, litlir, óhreyfanlegir stafir. Valbundnar loftfælur, þurfa viðbótar vaxtarþætti (Haematin X þátt og/eða nikótínamíð adenín dínúkleótíð NAD V þátt).
Hvar eru heimkynni Haemophilus?
Á slímhúðum manna og dýra - hann þolir illa þurrk og kulda.
Haemophilus influenzae…
…er bara á slímhúðum manna, meira á börnum en fullorðnum. Þarf bæði X og V þætti, margir hafa fjölsykruhjúp. 6 hjúpgerðir/antigengerðir til, a-f. b er mest virulent og er úr polyribosil ribitol phosphate. Hann ver bakteríuna gegn átfrumum, mótefni gegn hjúp eru verndandi. Sýkingar algengastar 2mán. til 2ára.
Hvaða sýkingum valda hjúpmyndandi H. infl?
Sýklasótt, liðsýkingar, heilahimnubólga, beinasýking, húðnetjubólga, lungnabólga, bráð barkaloksbólga.
Hvaða sýkingum valda ekki hjúpmyndandi H. infl?
Efri loftvegasýkingar, lungnabólga, versunarköst í krónískum bronkítis. Bráð miðeyrnabólga, augnslímhimnubólga, kinnholusýkingar/sinusitis, lungnabólga, sýklasótt.
H. infl. hjúpgerð b veldur…
…heilahimnubólgu, bráðri barkaloksbólgu, húðnetjubólgu (cellulitis) og bráðri liðbólgu.
Rx og forvarnir fyrir H. infl.
Rx. er ampisillín/amoxýcillín ef ekki beta laktamasamyndandi. (sem 10-20% eru). Bólusetningar með fimmgildu bóluefni við 3, 5 og 12 mánaða aldur.
H. parainfluenzae, H. paraphrophilus, H. haemolyticus og H. parahaemolyticus eru…
…hluti eðlilegu efri loftvegaflórunnar. Þeir geta valdið endocarditis og sýkingum ef skertar varnir.
H. ducreyi er aðalorsök…
…chancroid eða ulcus molle sem er endemískur kynsjúkdómur í hitabeltinu. Sár á penis/labia, sársaukalaus en með vessandi eitlastækkunum í nárum.
Hver eru helstu einkenni Pasteurella?
Lítill, óhreyfanlegur Gram neikvæður stafur. Finnst í örveruflóru efri loftvega og meltingarfæra margra dýra.
Pasteurella multocida…
…finnst í munnkoki sumra katta og hunda. Getur valdið slæmum sárasýkingum og mjúkvefjasýkingum eftir bit/ef dýrin sleikja opin sár. Getur valdið lungnabólgu og blóðsýkingum. Rx. pensillín.
Helstu einkenni Actinobacillus.
Litlir Gram neikvæðir stafir. Mikilvægasta tegundin er A. actinomycetemcomitans.
Actinobacillus actinomycetemcomitans
Finnst í munnkoki manna og dýra. Vex á blóðæti, ekki á MacConkey. Veldur periodontitis, endocarditis og sýkingum eftir bit.
Hver eru helstu einkenni Bordetella?
Litlir loftháðir Gram neikvæðir coccobacilli. 7 tegundir en 3 valda helst sýkingum í mönnum.
Hvaða 3 tegundir Bordetella valda helst sýkingum í mönnum?
B. pertussis og B. parapertussis valda kíghósta.
B. bronchiseptica veldur aðallega öndunarfærasýkingum og helst í dýrum.
Bordetella pertussis…
…vex hægt, gerir kröfur til ætis. Vill helst lyfjakolsagar eða Bordet-Gengou. Lifir sníkjulífi og berst með úðasmiti. Yfirborðssýking og non-invasive. Meinvirkni einkum tengd pertussis toxíni, adenylate cyclasa, barkafrumueitri, pertactini og filamentous haemagglutinini.
Kíghósti…
…orsakast af B. pertussis og B. parapertussis. Mjög smítandi. Meðg.tími 1-2 vikur. Kvefstig 1-2 vikur. Hóstastig 2-4 vikur. Endurbati 2-4 vikur. Greint með PCR á nefkoksstroki. Acellular bóluefni hafa nú tekið við af heilum bakteríum.
Hver eru helstu einkenni Brucella?
Lítill, loftháður, Gram neikvæður stafur. Stakir, í pörum eða keðju. Hafa ekki hjúp, eru óhreyfanlegir og mynda ekki spora. Er innanfrumusýkill í RE kerfinu. Súna, berst ekki manna á milli. Sýkir spendýr.
Hverju veldur Brucella og hvaða tegundir eru það?
B. abortus frá nautgripum B. melitensis frá geitum og kindum B. suis frá svínum B. canis frá hundum valda allir brucellosis/öldusótt, undulant fever.
Hver eru einkenni, smitleiðir og greining Brucellosis?
Akut: höfuðverkur, beinverkir, hár hiti og mikill slappleiki.
Subakut - vægari einkenni
Langvinn - óljós og væg einkenni
Sýkingin er súna, smitast með dropasmiti, snertismiti í húð og með sýktum matvælum. Greind með blóðræktunum og mótefnamælingum.
Francisella tularensis…
…er mjög lítill Gram neikvæður loftháður coccobacillus, oft innanfrumusýkill. Með hjúp, óhreyfanlegur. Veldur Tularemiu í mönnum og dýrum. SMitast með beinni snertingu, smituðu vatni eða biti moskítófluga eða ticks. Getur smitast aerosol - sýklahernaður. Hættuleg á rannsóknastofum, group 3. Líklega ekki landlæg hér.