11 og 12: Staphylococcus I og II Flashcards
Hvar býr Staphylococcus spp? Hver er tegundafjöldinn?
Á líkamsyfirborði manna og dýra. Á slímhúðum og slímhúðaropum, líka. 40 tegundir og 20 undirtegundir!
Hver er sýkingarhæfasta tegundin?
S. aureus - er algengur sýkingarvaldur í húð og fleiri líffærum.
Kóagúlasa neikvæðir staphylococcar…
…eru allir aðrir en Staph aureus. Minni meinvirkni en eru tækifærissýklar.
Þrjú dæmi um kóagúlasa neg. staph?
S. epidermidis, lugdunensis og saphrophyticus.
Staph aureus hefur sérstaka sækni í…
…nasir, kok og húðfellingar. Allir stafýlókokkar sækja meira í rök en þurr svæði.
Sækni S. epidermidis…
alls staðar á húð
Sækni S. Saprophyticus…
loðir auðveldlega við urogenital frumur
Sækni S. haemolyticus…
sækir í svæði með apocrine kirtla, þ.e. holhönd, nára og perineum.
Sækni S. capitis…
aðallega á höfði. Surprise!
Hafa allir Staph aureus?
Nei, 20% hafa hann aldrei. 10 til 20 alltaf, 60% bera hann öðru hvoru.
Hvað þolir Staph aureus?
Er harðgerður og þolir vel þurrk og salt þrátt fyrir að mynda EKKI spora. Lifir lengi á dauðum yfirborðum - kjörinn fyrir spítalasýkingar!
Drepst við 65°C í 30 mín. og með algengum sótthreinsiefnum.
Hversu hratt vaxa Staphylococcar og helstu einkenni?
Vaxa á styttri tíma en sólarhring. Með 02. Við 6,5 til 50°C. Gulnar með tímanum. Hemólýsa á blóðagar. Gram jákvæðir klasakokkar.
Staffar og katalasar og kóagúlasar -
Þeir eru katalasa jákvæðir.
Staph aureus er kóagúlasa jákvæður en aðrir staffar ekki.(döh! Heita kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar!)
Hvernig er hjúpmálum og frumuvegg háttað í stöffum?
Hafa hjúp, slím og teichoic sýrur í vegg.
Hvaða ensím framleiða staffar?
Hyaluronidasa, fibrinolysin (leysir upp fibrin storku, öfugt við kóagúlasann) og lipasa (vatnsrof fitu) og kóagúlasa (staph aureus).
Hvernig lyfjaónæmi hafa staffar gjarnan?
Fyrir mörgum sýklalyfjum. Einna helst beta-laktam lyfjum, t.d. pensilíni, vegna mecA gens sem skráir fyrir breyttu PBP (ensím sem sér um krosstengingu peptidoglycans) sem binst EKKI beta laktam lyfjum. Auk þess MÓSA.
Hverjir eru sérstakir meinvirkniþættir Staph aureus?
Hafa prótín A í frumuvegg (dulargervi fyrir phagocytosu), hafa kóagúlasa og mynda exótoxín (eitur), sem geta t.d. verið frumurjúfandi (hemolysin), valdið húðflögnun og meltingarvegseitur (enterotoxin, sem þola suðu!!).