30: Sveppir - yfirlit Flashcards
Hvernig er frumuvegg/frumuhimnu sveppa háttað?
Sveppir hafa stífan frumuvegg úr fjölsykrum og fjölpeptíðum, þar á meðal fjölsykrunum glucan, mannan og kítín. Frumuhimna er innan við frumuvegginn og í henni er ergosterol í stað kólesteróls.
Hvernig virka echinocandin lyf?
Þau hindra glucan myndun. Dæmi eru caspofungin, anidulafungin og micafungin. Notuð við djúpum sveppasýkingum.
Hvaða sveppalyf virka á ergósteról í frumuhimnunni?
Polyene lyfin amphotericin B og nystatin, einnig azole lyfin fluconazole, itraconazole, voriconazole og posaconazole. Einnig allylamine lyfið terbinafine.
Sveppum má skipta í 3 útlitsgerðir:
Gersveppi, þráðsveppi og tvíbreytisveppi.
Gersveppir einkennast af…
…gersveppafrumum, gervisveppaþráðum (eru í raun keðjur af aflöngum gersveppafrumum) og grönnum sveppaþráðum með skiptum á milli þráðafrumna. Sumir gersveppir mynda öll þrjú formin, aðrir bara eitt.
Dæmi: Candida, Malassezia og Cryptococcus.
Einkenni þráðsveppa eru…
Mynda bæði granna þræði MEÐ skiptum og breiða þræði án skipta. Hver tegund myndar bara aðra gerðina. Einnig framleiða þeir ýmis gró. Skiptast í tvennt - myglusveppir sem nærast á lífrænum leifum í náttúru og húðsveppir sem næra sig á keratíni manna og dýra.
Dæmi: Aspergillus, Mucor.
Einkenni tvíbreytisveppa eru…
…að geta bæði myndað granna þræði og gersveppa frumur eða grókúlur eftir því á hvaða æti og við hvaða hitastig þeir eru ræktaðir.
Dæmi um húðsveppi: Trichophyton, Microsporon, Epidermophyton.
Dæmi um tvíbreytisveppi: Histoplasma og Coccidioides.
Hvaða sveppir eru einu sveppirnir sem hægt er að tegundagreina með vefjabitarannsókn/vefjameinarannsókn?
Tvíbreytisveppir, því gersveppa-og grókúluform þeirra í mannslíkamanum er mjög einkennandi. Fyrir gersveppi og þráðsveppi er ekki annað hægt að sjá en hvort um er að ræða gersveppi, granna þráðsveppi eða breiða þráðsveppi.
4 skref við svepparannsóknir.
Smásjárskoðun, sáning á æti, ræktun við kjörhitastig, greining.
Hvernig má gera hornvef gagnsæjan?
Með KOH.
Þráðsveppir í líkamanum mynda bara…
…sveppaþræði, gildir um myglusveppi og húðsveppi (en gró líka í rækt).
Tvíbreytisveppir í líkamanum mynda bara…
…gersveppafrumur/sérstakar grókúlur (en þræði og alls konar sjitt í rækt).
Dæmi um tvö sveppaæti.
Sabouraud fyrir alla sveppi, Mycobiotic æti fyrir húðsveppi. Ræktað er í 3-28 daga. PCR er lítið notað, aðallega ræktun og smásjárskoðun.
Hverjar eru 3 smitleiðir sveppa?
Úr eigin flóru (t.d. Candida albicans), úr umhverfinu (oftast öndunarsmit, t.d. jarðvegi, vatni o.fl., myglusveppurinn Aspergillus) og frá sýktum mönnum og dýrum (t.d. húðsveppir, sýkjumst í hornvef, ýmist beint eða óbeint).
Hvaða sveppir smitast úr húðflóru yfir í meltingarveg og kynfæri?
Candida albicans, C. glabrata og fleiri Candidur, stundum lítið meinvaldandi gersveppir eins og Trichosporon, Rhodotorula, Saccharomyces.