14: Coryneform og Listeria Flashcards
Hvar finnast Coryneform bakteríur?
Algengar bakteríur sem finnast helst á húð og í öndunar-, meltingar-, þvag- og kynfærum.
Hver er skilgreining á Coryneform bakteríumÐ
Coryneform er safnheiti yfir bakteríur sem eru Gram jákvæðir, katalasa jákvæðir stafir, mynda EKKI spora, hafa óreglulega lögun og raða sér á sérstakan hátt. (óvísindaleg skilgreining)
Nefndu fimm Coryneform bakteríur sem eru þekktir sýkingavaldar.
C. diphtheriae C. ulcerans C. jeikeium C. urealyticum Arcanobacterium (C.) haemolyticum DUJUH!
Á hvað minna Coryneform (diphtheriae, sérstaklega) hvað lögun og uppröðun snertir?
Kínverskt letur!
Hefur C. diphtheriae hjúp, er hún loftháð og hverju veldur hún?
C. diphtheriae hefur ekki hjúp,
er valbundin loftFÆLAog veldur barnaveiki.
HÚN SÉST BARA Í MÖNNUM.
Hvernig smitast barnaveiki?
Öndunarfærasmit - með dropasmiti og snertingu.
Hver eru einkenni barnaveiki?
Staðbundin OG útbreidd einkenni. Yfirborðssýking í hálsi með bólgu, himnu og hita en eiturverkanir um allan líkamann. Hvítar, þykkar leðurlíkar skánir (á öndunarfærum…).
Meðgöngutími er 2-6 dagar.
Ath. þó að einnig hefur nontoxigenic C. diphtheria sýkingum verið lýst!
Af hverju orsakast meinmyndun barnaveiki?
Aha! Funny you should ask.
Meinmyndun er aðall. vegna exótoxíns C. diphtheria. Exótoxínið er fjölpeptíð í A og B hlutum sem hemur prótínmyndun. Genið tox er hluti af veiru sem er lysogenic bakteríufagi - VEIRAN ER SKAÐVALDURINN!
Hvernig er barnaveiki greind klínískt?
Örðugt því sjúkdómurinn hefur ekki þekkst hérlendis síðan 1953.
Tilkynna strax og einangra sjúkling. Biðja um séræti og sérræktun (grásvartar þyrpingar tellurít + Grampós stafir kínverskt letur í smásjá). Lífefnahvarfspróf nauðsynl. sem og ákvörðun toxínframleiðslu (útfelling í agar, Elek´s próf eða PCR).
Hvar var barnaveikifaraldur árið 1990 og hversu margir létust?
Í Rússlandi og breiddist til gömlu Sovétríkjanna. 150.000 tilfelli og 5000 dauðsföll. Bólusetning dró mjög úr faraldrinum.
Hverjar eru helstu varnir gegn barnaveiki?
BÓLUSETNING!
Fyrst vorið 1935. Notað óvirkt toxín (toxoid).
3, 5 og 12 mán og svo 4 og 14 ára.
Annað bóluefni til fyrir fullorðna (vægara).
Nefndu þrjár Coryneform bakteríur (fyrir utan C. diphtheriae) sem herja á háls og húð.
Arcanobacterium haemolyticum,
C. ulcerans
C. minutissimum.
Hverju veldur Arcanobacterium haemolyticum?
Getur orsakað hálsbólgu en einnig húðsýkingar o.fl.
Hverju veldur C. ulcerans og hvað er spes við hana?
Júgurbólgu og getur farið í menn - SÚNA
Myndar sama eiturefni og C. diphtheriae!
Hverju veldur C. minutissimum?
Finnst helst í erythrasma sem er húðsýking í holhönd, nára og táfitjum og líkist sveppasýkingu. Ekki er þó víst að þessi padda sé sýkingavaldurinn en þetta má greina með kóralrauðri flúrskímu undir Wood´s lampa. Rautt húðsvæði með flögnun +/- kláða.
Nefndu tvær Coryneform bakteríur sem leggjast á þvagfæri og innri líffæri.
C. jeikeium
C. urealyticum.
Hverju veldur C. jeikeium?
Spítalasýkingum vegna sýklalyfja, ónæmisbælingar, aðskotahluta (æðaleggja, gerviliða, hjartaloka o.s.frv.) og húðrofs.
Er ónæm f. mörgum sýklalyfjum.
Veldur oft djúpum sýkingum.
Hverju veldur C. urealyticum?
Loðir vel við þvagfæraþekju og veldur endurteknum, langvinnum þvagfærasýkingum í eldra fólki með veikar varnir og þvagleggi/þvagfæraaðgerðir. Bólgin blöðruslímhúð með kristallaútfellingum.
MUNA: ef áhættuþættir+HBK+kristallar+enginn vöxtur í þvagi - því hún ræktast hægt.
Hver eru helstu einkenni Listeriu?
Stuttir, Gram jákvæðir stafir.
Valbundnar loftFÆLUR, hreyfanlegir! Velta um sjálfa sig :)
Mynda EKKI spora.
Hversu margar tegundir af Listeriu finnast og hver er meinvaldandi í mönnum?
6 tegundir, algengar í náttúrunni en bara ein meinvaldandi í mönnum, L. monocytogenes.
Hvers vegna er Listeria svona hættuleg?
Getur m.a. valdið sýkingum og fósturláti þungaðra kvenna. Ræðst sérstaklega á fólk með ónæmisbresti.
Hvernig er hreyfanleikapróf fyrir L. monocytogenes framkvæmt?
Bakteríugróðri er stungið ofan í agar, hreyfanlegar bakteríur mynda “regnhlífarlíkan” gróður nálægt yfirborði (éta sig ofan í agarinn).
Hvaðan kemur L. monocytogenes?
Oft óljós uppruni sýkinga, en líklega oftast frá matvælum (tíðni á Vesturlöndum fer vaxandi). 1-5% heilbrigðra eru berar (saur).
Algeng í ostum, aðallega mjúkum. Hefur þó fundist í flestu, m.a. fiski.
Hvað þolir L. monocytogenes?
Getur vaxið við lágt hitastig, t.d. í kæliskáp!
Þolir einnig tiltölulega vel hita og talið að hún lifi af gerilsneyðingu að einhverju leyti.
Sýkingarhæfni L. monocytogenes og helstu flokkar matvæla? Hver er mesta áhættan?
Sýkingarhæfni mismunandi eftir stofnum úr matvælum. Flestir flokkar matvæla, t.d. hrátt kjöt og fiskur, skelfiskur, mjólk, mjúkir ostar, kryddaðar pylsur, grænmeti.
Mestar líkur á smiti við neyslu tilbúinna matvæla sem geymast í kæli.
Hvernig smitast L. monocytogenes?
Úr mat í mann.
Ekki manna á milli nema úr móður í fóstur.
Hvaða matvæli skyldu óléttar konur forðast?
Grafinn, kaldreyktan og hráan fisk.
Ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir.
Mjúka osta og paté (í útlöndum).
Helstu sjúkdómsmyndir listeriosis.
Blóðsýking og heila/heilahimnubólga. Iðrasýking sem getur leitt til blóð- eða MTK sýkinga.
Í þunguðum konum: +/- hrollur, bakverkir, höfuðverkur, hálssærindi. Blóðsýking og fylgjusýking. Fósturlát/nýburadauði í fimmtungi tilfella. Lifandi fæddir hafa oft sýkingu.
Hvaða hætta er búin nýburum með listeriosis?
Geta haft granulomatosis infantiseptica (útbreidd smákýli og granulomum, mest í lifur og milta).
Early vs. late onset - late smitast við/eftir fæðingu um vagina - einkenni 2 vikum seinna og oft heilahimnubólga.
L. monocytogenes sýkir helst…
…nýbura og fólk yfir sextugu, oft með skertar varnir.
Sjúkdómsmynd í öðrum en nýburum.
Listera er innanfrumusýkill og frumubundna ónæmiskerfið mikilvægt - því aðallega sjúklingar með ónæmisbælingu. Heila- og heilahimnubólga og/eða blóðsýking.
Iðrasýkingar: meðgöngutími 6 klst. til 10 dagar. Einkennist af hita, niðurgangi, ógleði, höfuðverk og beinverkjum.