14: Coryneform og Listeria Flashcards
Hvar finnast Coryneform bakteríur?
Algengar bakteríur sem finnast helst á húð og í öndunar-, meltingar-, þvag- og kynfærum.
Hver er skilgreining á Coryneform bakteríumÐ
Coryneform er safnheiti yfir bakteríur sem eru Gram jákvæðir, katalasa jákvæðir stafir, mynda EKKI spora, hafa óreglulega lögun og raða sér á sérstakan hátt. (óvísindaleg skilgreining)
Nefndu fimm Coryneform bakteríur sem eru þekktir sýkingavaldar.
C. diphtheriae C. ulcerans C. jeikeium C. urealyticum Arcanobacterium (C.) haemolyticum DUJUH!
Á hvað minna Coryneform (diphtheriae, sérstaklega) hvað lögun og uppröðun snertir?
Kínverskt letur!
Hefur C. diphtheriae hjúp, er hún loftháð og hverju veldur hún?
C. diphtheriae hefur ekki hjúp,
er valbundin loftFÆLAog veldur barnaveiki.
HÚN SÉST BARA Í MÖNNUM.
Hvernig smitast barnaveiki?
Öndunarfærasmit - með dropasmiti og snertingu.
Hver eru einkenni barnaveiki?
Staðbundin OG útbreidd einkenni. Yfirborðssýking í hálsi með bólgu, himnu og hita en eiturverkanir um allan líkamann. Hvítar, þykkar leðurlíkar skánir (á öndunarfærum…).
Meðgöngutími er 2-6 dagar.
Ath. þó að einnig hefur nontoxigenic C. diphtheria sýkingum verið lýst!
Af hverju orsakast meinmyndun barnaveiki?
Aha! Funny you should ask.
Meinmyndun er aðall. vegna exótoxíns C. diphtheria. Exótoxínið er fjölpeptíð í A og B hlutum sem hemur prótínmyndun. Genið tox er hluti af veiru sem er lysogenic bakteríufagi - VEIRAN ER SKAÐVALDURINN!
Hvernig er barnaveiki greind klínískt?
Örðugt því sjúkdómurinn hefur ekki þekkst hérlendis síðan 1953.
Tilkynna strax og einangra sjúkling. Biðja um séræti og sérræktun (grásvartar þyrpingar tellurít + Grampós stafir kínverskt letur í smásjá). Lífefnahvarfspróf nauðsynl. sem og ákvörðun toxínframleiðslu (útfelling í agar, Elek´s próf eða PCR).
Hvar var barnaveikifaraldur árið 1990 og hversu margir létust?
Í Rússlandi og breiddist til gömlu Sovétríkjanna. 150.000 tilfelli og 5000 dauðsföll. Bólusetning dró mjög úr faraldrinum.
Hverjar eru helstu varnir gegn barnaveiki?
BÓLUSETNING!
Fyrst vorið 1935. Notað óvirkt toxín (toxoid).
3, 5 og 12 mán og svo 4 og 14 ára.
Annað bóluefni til fyrir fullorðna (vægara).
Nefndu þrjár Coryneform bakteríur (fyrir utan C. diphtheriae) sem herja á háls og húð.
Arcanobacterium haemolyticum,
C. ulcerans
C. minutissimum.
Hverju veldur Arcanobacterium haemolyticum?
Getur orsakað hálsbólgu en einnig húðsýkingar o.fl.
Hverju veldur C. ulcerans og hvað er spes við hana?
Júgurbólgu og getur farið í menn - SÚNA
Myndar sama eiturefni og C. diphtheriae!
Hverju veldur C. minutissimum?
Finnst helst í erythrasma sem er húðsýking í holhönd, nára og táfitjum og líkist sveppasýkingu. Ekki er þó víst að þessi padda sé sýkingavaldurinn en þetta má greina með kóralrauðri flúrskímu undir Wood´s lampa. Rautt húðsvæði með flögnun +/- kláða.