15: Campylobacter, Helicobacter og Vibrio. Flashcards
Hver eru helstu einkenni Campylobacter?
Campylobacter eru litlir, grannir Gramneikvæðir stafir. Vandlátir á æti og vaxa hægt, vilja lækkaða súrefnisþéttni en mikinn raka. Oxidasa jákvæðir.
Nefndu 3 tegundir Campylobacter.
C. jejuni/coli
C. upsaliensis
C. fetus
Hver eru sjúkdómseinkenni C. jejuni/coli?
Hiti, kviðverkir og niðurgangur, meðgöngutími 1-3 dagar. Varir í 7 til 10 d. Getur valdið Gullain-Barre syndrome og liðverkjum. Algengari orsök niðurgangs í nágrannalöndum okkar en Salmonella!
Hver eru sjúkdómseinkenni C. upsaliensis?
Niðurgangur og sýklasótt.
Hver eru sjúkdómseinkenni C. fetus?
Sýklasótt og niðurgangur í ónæmisbældum og ungum börnum.
Hvernig skal taka og meðhöndla saursýni?
Hafa sýnið ferskt (hemm hemm…) og senda innan 2 klst. ef ekki í æti. Annars nota flutningsæti. Geyma í kæli ef geymsla er óumflýjanleg.Taka þarf 3 sýni til að útiloka sýkingu. Ef grunur um sýklasótt, taka blóðræktun. Skila þremur neikvæðum saurprufum áður en snúið er til vinnu við matvæli.
Hver er meðferð iðrasýkinga?
Almennt ekki sýklalyfjameðferð, nema við sýklasótt og slæman colitis. Stuðningsmeðferð er vökvagjöf, oftast um munn.
Hver eru helstu einkenni Helicobacter pylori?
Gram neikvæður, spírillaga stafur. Um 2,9 mikrom. að lengd, með 4-6 pólar flagellur. Vex illa á venjulegum ætum, tekur 48-72 tíma við 37°C og vill séræti t.d. Skirrowsæti, minnkaða súrefnisþéttni og mikinn raka. Myndar mikinn ureasa. Fannst fyrst 1893 en ekki viðurkennt sem sjúkdómsvaldur fyrr en 1981.
Hver er sjúkdómsgangur hjá Helicobacter pylori?
Meðgöngutími er um 1 vika. Um helmingur sjúklinga fær magaóþægindi, ógleði og uppköst, hinn helmingurinn er einkennalaus. Ef ónæmiskerfið vinnur ekki á bakteríunni hafa sjúklingar áfram væg óþægindi og sýruþurrð (achlorhydria) sem varað getur í 3-12 mánuði. Í stað polymorphnuclear leucocyta koma lymphocytar og plasmafrumur (chronic active gastritis). TBC
Og eftir chronic active gastritis í Helicobacter sýkingu…
…þegar ónæmi vex, minnkar bólga í corpus og sýrumyndun verður eðlileg (bólga þá mest í antrum og pylorus, veikir slímhúð og sár geta myndast í maga og duodenum). Eftir að bakterían býr um sig, losnar líkaminn sjaldnast við hana sjálfur. Getur hugsanlega leitt til magakrabba.
Hvernig er Helicobacter pylori greindur?
Hann má greina með Ureasa blástursprófi, blóðvatnsprófi, antigenatesti í saur og biopsiu (ræktun, histologia, ureasapróf).
Hvað gerir ureasi?
Hvatar það að urea klofni í ammonia og carbon dioxide.
Hver er Rx. fyrir Helicobacter pylori?
Sýruhemjandi meðferð ásamt sýklalyfjum (oftast fleiri en ein tegund úr mism. lyfjaflokkum).
2 aðrar tegundir Helicobacter og hverju þær valda.
H. cinaedi og H. fennelliae. Valda báðar iðrasýkingum og sýklasótt.
Hver eru helstu einkenni Vibrio?
Gram neikvæðir stafir í sjó og ferskvatni.
Hverjar eru 4 helstu tegundir Vibrio?
V. cholerae
V. parahemolyticus
V. vulnificus
V. alginolyticus
Vibrio cholerae…
…er boginn gram neikvæður stafur með eina svipu. Finnst í vatni, krabbadýrum og öðrum skeldýrum. Sá sem veldur kóleru er group-1 eða O group 139, myndar toxín.
Kólera veldur…
…vatnskenndum niðurgangi eða engum einkennum. Smitast oftast með menguðu vatni. Börn og ferðamenn eru mest útsett. Svæsin kólera getur leitt til mikils vökva- og salttaps á skömmum tíma, lágs blóðþrýstings og sjokk ástands. Toxínið sem veldur kóleru er A-B toxínið choleragen. Greining byggist á saurræktun (valæti - thiosulfate-citrate-bile salt agar).
Hver er Rx fyrir Vibrio cholerae?
Meðferð: vökvagjöf. Sýklalyfjagjöf getur flýtt fyrir bata. Fyrirbyggjandi: huga að öryggi vatns og matar.
Hvar finnst Vibrio parahaemolyticus og hverju veldur hann?
Finnst í fisk og skeldýrum. Veldur vatnskenndum niðurgangi, uppköstum og kviðverkjum í ca. 2 sólarhringa eftir neyslu. Gengur yfir á nokkrum dögum. Algengt í Japan - sushi og hrár skelfiskur?
Hvar finnst Vibrio vulnificus og hverju veldur hann?
Finnst við strendur Mexíkó flóa og við suðaustur og suðvestur strönd USA. Fjölgar á sumrin og finnst þá í skelfisk, t.d. ostrum. Mjög virulent og allt upp í 50% mortalitet hjá t.d. ónæmisbældum (veldur þá blóðsýkingu). Hjá heilbrigðum oftast sárasýkingar, necrotiserandi fascitis og stundum blóðsýkingar í kjölfarið. EKKI BORÐA OSTRUR HRÁAR!