48: Þvagfærasýkingar Flashcards
Hvað er acute pyelonephritis?
Þvagfærasýking sem borist hefur til nýrna. Verkur í síðu og/eða bankeymsli yfir nýrum, hiti og oft blöðrubólgueinkenni líka.
Hvað er cystitis?
Blöðrubólga, særindi við þvaglát, aukin tíðni þvagláta, bráð þvaglátsþörf, stundum suprapubic verkir og blóðmiga.
Hvaða þvagfærasýkingar teljast einfaldar/uncomplicated?
Eiginlega bara sýkingar í heilbrigðum konum, því ef karlar fá þvagfærasýkingu þá telst hún complicated. Þeir fá vanalega “bara” sýkingu í nýrun.
Hvað er complicated þvagfærasýking?
Sýking í þvagfærum með óeðlilegri starfsemi eða byggingu (t.d. þvagleggir, nýrnaskjóðuleggir, nýrnasteinar) en einnig sýkingar í körlum, ófrískum konum, börnum og inniliggjandi sjúklingum.
Hvað er urosepsis?
Þvagfærasýking með hita hærri en 38 eða lægri en 36, púls hærri en 90, öndunartíðni hærri en 20, hvítkorn meira en 12000 eða undir 4000, lækkuð súrefnismettun. Ath. er syndrome - öll atriðin þurfa að vera til staðar.
Hvað er intrarenal abscess?
Sýking með graftarmyndun í nýra. Getur verið afleiðing pyelonephritis.
Hvað er perinephric abscess?
Það þegar bakteríur frá nýrnavef eða blóði sýkja vef í kringum nýra.
Hvað er prostatitis?
Blöðruhálskirtilsbólga. Henni fylgja suprapubis blöðrubólgueinkenni.
Hvernig komast bakteríur í þvagblöðru/nýru?
Ýmist upp í þvagblöðru frá þvagrás (t.d. við þvagleggs innsetningu. Breytingar í bakteríuflóru vagina eftir tíðahvörf, lactobacillus fækkar og coliform fjölgar. Ef fjölgun verður í þvagblöðru, geta bakt. borist upp til nýrna - bakflæði). Hin leiðin er með blóði til nýrna (Candida og S. aureus, síður Gram neg). Þvagið fer þá sýkt niður.
Hvaða bakteríur eru algengastar í þvagfærasýkingum?
E. coli langalgengust, ákveðnar O, K og H serotýpur sækja í þvagblöðru, aðrar í nýru.
Aðrar algengar: Proteus mirabilis, Klebsiella pneumoniae, Pseudomonas aeruginosa, Enterobacteria sp., Enterococcar, S. saphrophyticus og Gr. B streptococcar.
Enn aðrar: S. aureus (ath. blóðsýkingu!), Aerococcus, Corynebacterium urealyticum. Candida albicans.
Mótefnamyndanir í þvagfærasýkingum…
Blöðrubólga veldur ekki mótefnamyndun í blóði.
Pyelonephritis veldur bæði IgG og IgA myndun í blóði.
Dæmi um áhættuþætti fyrir þvagfærasýkingum.
Allur stasi á þvagi (þungun, blöðruhálskirtils, lömun sem leiðir til ófullkominnar tæmingar o.s.frv.). Nýrnasteinar - geta líka myndast vegna Proteus sýkinga. Sykursýki, bakflæði þvags.
Vesico-ureter reflux…
…er bakflæði þvags úr þvagblöðru upp í nýru og finnst hjá mörgum börnum með þvagfærasýkingar. Lagast oft með aldrinum (algengt að sphincter vöðvar séu óþroskaðir langt fram eftir).
Hver eru einkenni þvagfærasýkinga fyrir hina ýmsu aldurshópa?
Börn: Ósértæk einkenni hjá nýburum og yngstu, hiti, óróleiki, vanþrif, uppköst, minnkuð lyst og drykkja.
Eldri börn: Sviði við þvaglát, tíð þvaglát, verkir í maga/síðu.
Fullorðnir: sviði, verkir við þaglát, tíð þvaglát, verkir um neðanverðan kvið. Blóð í þvagi, gruggugt þvag.
Gamalt fólk: Oft engin einkenni eða óljós, hiti, kviðverkir og rugl.
Staphylococcus saphrophyticus…
…er algeng baktería í þvagfærasýkingum ungra kynvirkra kvenna.
Hvaða bakteríur fara að verða líklegri sýkingavaldar í þvagfærasýkingum ef endurteknar sýkingar eða ef undirliggjandi líffræðilegir gallar?
Proteus, Pseudomonas, Klebsiella, Enterobacter, Enterococcar, Staphylococcar. Candida albicans hjá þeim sem hafa þvagleggi.
Dx fyrir þvagfærasýkingar.
Klínísk greining, þvagstix, smásjárskoðun og ræktun miðbunuþvags. Ungar, hitalausar konur má oft greina bara klínískt.
Hverjar eru mismunandi tegundir þvagsýna?
Pokaþvag, miðbunuþvag, þvagleggsþvag beint (best), þvagleggsþvag með ástungu á legg, þvagleggsþvag úr poka. Þvag frá uronephrostomiu (oft mjög mengað en notað ef sjúklingur hefur farið í aðgerð og er jafnvel ekki með þvagrás) og ástunga á þvagblöðru (ætti að vera 100% sterilt).
Neikvætt þvagstix…
…getur ekki útilokað sýkingu. Senda þvag í ræktun ef sjúklingur hefur einkenni. Mælir t.d. leucocyte esterase og nitrite.
Ef hvít blóðkorn sjást í þvagi…
…er líklega um þvagfærasýkingu að ræða en þó ekki pottþétt.
Hve margar bakteríur þurfa að sjást í rækt til að greining fáist?
Áður var miðað við fleiri en 100.000 en nú fleiri en 1000 ef sjúklingur er með einkenni. Fer þó eftir sjúklingi, sýnatökuaðferð og fjölda tegunda. 1000 bakteríur eru 1 þyrping.
Ef bakflæði þvags er til staðar hjá barni…
…er hætta á nýrnaskemmdum með nýrnabilun og háum blóðþrýstingi síðast á ævinni ef endurteknar sýkingar verða.
Þungaðar konur…
…hafa einkennalausa bakteríumiga í 2-10% tilvika. 20-40% þeirra fá pyelonephritis, sem er tengd við fyrirburafæðingar. Þvagræktun er því tekin við fyrstu meðgönguskoðun og aftur á 3ja trimestri. Meðhöndlað, jafnvel án einkenna.
Hvenær má meðhöndla einkennalausa bakteríumigu?
Hjá þunguðum konum og ungum börnum ef þau hafa nýrnabakflæði.
Hvenær þarf að meðhöndla sveppasýkingar í þvagi?
Vanalega nóg að fjarlægja legginn. Annars meðhöndla nýbura, sykursjúka og þá sem hafa hindrun á þvagrás. Einnig ef fyrirhuguð er þvagfæraskurðaðgerð.
Hvað veldur renal/perirenal abscess?
Vanalega blóðborin en getur verið afleiðing pyelonephritis.
S. aureus, E. coli og anaerobar. Þvag getur verið eðlilegt, sérstaklega í blóðbornum sýkingum. Því greint með ómun, CT eða MRI.
Hvað er emphysematous pyelonephritis?
Loft í nýrnavef. Oftast er nýrað fjarlægð. Há dánartíðni.