48: Þvagfærasýkingar Flashcards

0
Q

Hvað er acute pyelonephritis?

A

Þvagfærasýking sem borist hefur til nýrna. Verkur í síðu og/eða bankeymsli yfir nýrum, hiti og oft blöðrubólgueinkenni líka.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Hvað er cystitis?

A

Blöðrubólga, særindi við þvaglát, aukin tíðni þvagláta, bráð þvaglátsþörf, stundum suprapubic verkir og blóðmiga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvaða þvagfærasýkingar teljast einfaldar/uncomplicated?

A

Eiginlega bara sýkingar í heilbrigðum konum, því ef karlar fá þvagfærasýkingu þá telst hún complicated. Þeir fá vanalega “bara” sýkingu í nýrun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er complicated þvagfærasýking?

A

Sýking í þvagfærum með óeðlilegri starfsemi eða byggingu (t.d. þvagleggir, nýrnaskjóðuleggir, nýrnasteinar) en einnig sýkingar í körlum, ófrískum konum, börnum og inniliggjandi sjúklingum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er urosepsis?

A

Þvagfærasýking með hita hærri en 38 eða lægri en 36, púls hærri en 90, öndunartíðni hærri en 20, hvítkorn meira en 12000 eða undir 4000, lækkuð súrefnismettun. Ath. er syndrome - öll atriðin þurfa að vera til staðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er intrarenal abscess?

A

Sýking með graftarmyndun í nýra. Getur verið afleiðing pyelonephritis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er perinephric abscess?

A

Það þegar bakteríur frá nýrnavef eða blóði sýkja vef í kringum nýra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er prostatitis?

A

Blöðruhálskirtilsbólga. Henni fylgja suprapubis blöðrubólgueinkenni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig komast bakteríur í þvagblöðru/nýru?

A

Ýmist upp í þvagblöðru frá þvagrás (t.d. við þvagleggs innsetningu. Breytingar í bakteríuflóru vagina eftir tíðahvörf, lactobacillus fækkar og coliform fjölgar. Ef fjölgun verður í þvagblöðru, geta bakt. borist upp til nýrna - bakflæði). Hin leiðin er með blóði til nýrna (Candida og S. aureus, síður Gram neg). Þvagið fer þá sýkt niður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvaða bakteríur eru algengastar í þvagfærasýkingum?

A

E. coli langalgengust, ákveðnar O, K og H serotýpur sækja í þvagblöðru, aðrar í nýru.
Aðrar algengar: Proteus mirabilis, Klebsiella pneumoniae, Pseudomonas aeruginosa, Enterobacteria sp., Enterococcar, S. saphrophyticus og Gr. B streptococcar.
Enn aðrar: S. aureus (ath. blóðsýkingu!), Aerococcus, Corynebacterium urealyticum. Candida albicans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Mótefnamyndanir í þvagfærasýkingum…

A

Blöðrubólga veldur ekki mótefnamyndun í blóði.

Pyelonephritis veldur bæði IgG og IgA myndun í blóði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Dæmi um áhættuþætti fyrir þvagfærasýkingum.

A

Allur stasi á þvagi (þungun, blöðruhálskirtils, lömun sem leiðir til ófullkominnar tæmingar o.s.frv.). Nýrnasteinar - geta líka myndast vegna Proteus sýkinga. Sykursýki, bakflæði þvags.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Vesico-ureter reflux…

A

…er bakflæði þvags úr þvagblöðru upp í nýru og finnst hjá mörgum börnum með þvagfærasýkingar. Lagast oft með aldrinum (algengt að sphincter vöðvar séu óþroskaðir langt fram eftir).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hver eru einkenni þvagfærasýkinga fyrir hina ýmsu aldurshópa?

A

Börn: Ósértæk einkenni hjá nýburum og yngstu, hiti, óróleiki, vanþrif, uppköst, minnkuð lyst og drykkja.
Eldri börn: Sviði við þvaglát, tíð þvaglát, verkir í maga/síðu.
Fullorðnir: sviði, verkir við þaglát, tíð þvaglát, verkir um neðanverðan kvið. Blóð í þvagi, gruggugt þvag.
Gamalt fólk: Oft engin einkenni eða óljós, hiti, kviðverkir og rugl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Staphylococcus saphrophyticus…

A

…er algeng baktería í þvagfærasýkingum ungra kynvirkra kvenna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða bakteríur fara að verða líklegri sýkingavaldar í þvagfærasýkingum ef endurteknar sýkingar eða ef undirliggjandi líffræðilegir gallar?

A

Proteus, Pseudomonas, Klebsiella, Enterobacter, Enterococcar, Staphylococcar. Candida albicans hjá þeim sem hafa þvagleggi.

16
Q

Dx fyrir þvagfærasýkingar.

A

Klínísk greining, þvagstix, smásjárskoðun og ræktun miðbunuþvags. Ungar, hitalausar konur má oft greina bara klínískt.

17
Q

Hverjar eru mismunandi tegundir þvagsýna?

A

Pokaþvag, miðbunuþvag, þvagleggsþvag beint (best), þvagleggsþvag með ástungu á legg, þvagleggsþvag úr poka. Þvag frá uronephrostomiu (oft mjög mengað en notað ef sjúklingur hefur farið í aðgerð og er jafnvel ekki með þvagrás) og ástunga á þvagblöðru (ætti að vera 100% sterilt).

18
Q

Neikvætt þvagstix…

A

…getur ekki útilokað sýkingu. Senda þvag í ræktun ef sjúklingur hefur einkenni. Mælir t.d. leucocyte esterase og nitrite.

19
Q

Ef hvít blóðkorn sjást í þvagi…

A

…er líklega um þvagfærasýkingu að ræða en þó ekki pottþétt.

20
Q

Hve margar bakteríur þurfa að sjást í rækt til að greining fáist?

A

Áður var miðað við fleiri en 100.000 en nú fleiri en 1000 ef sjúklingur er með einkenni. Fer þó eftir sjúklingi, sýnatökuaðferð og fjölda tegunda. 1000 bakteríur eru 1 þyrping.

21
Q

Ef bakflæði þvags er til staðar hjá barni…

A

…er hætta á nýrnaskemmdum með nýrnabilun og háum blóðþrýstingi síðast á ævinni ef endurteknar sýkingar verða.

22
Q

Þungaðar konur…

A

…hafa einkennalausa bakteríumiga í 2-10% tilvika. 20-40% þeirra fá pyelonephritis, sem er tengd við fyrirburafæðingar. Þvagræktun er því tekin við fyrstu meðgönguskoðun og aftur á 3ja trimestri. Meðhöndlað, jafnvel án einkenna.

23
Q

Hvenær má meðhöndla einkennalausa bakteríumigu?

A

Hjá þunguðum konum og ungum börnum ef þau hafa nýrnabakflæði.

24
Q

Hvenær þarf að meðhöndla sveppasýkingar í þvagi?

A

Vanalega nóg að fjarlægja legginn. Annars meðhöndla nýbura, sykursjúka og þá sem hafa hindrun á þvagrás. Einnig ef fyrirhuguð er þvagfæraskurðaðgerð.

25
Q

Hvað veldur renal/perirenal abscess?

A

Vanalega blóðborin en getur verið afleiðing pyelonephritis.
S. aureus, E. coli og anaerobar. Þvag getur verið eðlilegt, sérstaklega í blóðbornum sýkingum. Því greint með ómun, CT eða MRI.

26
Q

Hvað er emphysematous pyelonephritis?

A

Loft í nýrnavef. Oftast er nýrað fjarlægð. Há dánartíðni.