23: Legionella og Brucella Flashcards
Hvað heitir hermannaveikin sem kom upp í Fíladelfíu 1976?
Legionnaires disease.
Hver eru helstu einkenni Legionellu?
Legionella er Gram neikvæður stafur en litast illa og sést því illa í smásjá. Loftháð, vex við 20-42°C. Þarf séræti með járnjónum og cystini og langan tíma.
Nefndu 5 tegundir Legionellu, hver þeirra veldur 70-90% sýkinga?
L. pneumophila - veldur 70-90% sýkinga L. longbeachae L. bozemanii L. dumoffii L. gormanii
Hvar lifir Legionella?
Flestar tegundir finnst víða í röku umhverfi, t.d. inni í umhverfisamöbum en líka fríar. Ár, vötn, strandsjór, kæliturnar og loftræstikerfi, vatnshitarar, drykkjarvatn, nuddpottar, sturtuhausar og kranastútar, úða- og rakatæki.
Hvernig smitast Legionella?
Með úðasmiti, kemst í öndunarfæri með úða úr menguðu vatni. Aldrei frá manni til manns. Ath. forðabúr, mögnun og dreifing til að sýking verði.
Legionella er hvernig sýkill?
Hún er innanfrumusýkill og frumubundna ónæmið er mikilvægt. Sumir ónæmisbældir geta því verið í hættu.
Hvaða sýkingum veldur Legionellan?
Legionnaire’s sjúkdómi og Pontiac fever. Einkennalausar sýkingar eru algengar. Faraldrar á sjúkrahúsum, smit þá frá umhverfi en ekki starfsfólki/sjúklingum.
Hvernig er Legionnaire’s sjúkdómur greindur?
Sýni: Góður hráki, barkasog, berkjuskol. Ræktað á séræti. PCR. Antigen fyrir L. pneumophila í þvagi. Mótefnagreining er lítið notuð.
Hvað er mælt í þvagi fyrir Legionellu?
Antigen fyrir L. pneumophilu serogroup 1 í þvagi - þetta er “presumptive” greining fyrir Hermannaveiki af hennar völdum. Líka rækta öndunarfærasýni eða PCR.
Hverjar eru forvarnir fyrir Legionellu?
Koma í veg fyrir hagstæðar aðstæður fyrir fjölgun (kyrrstaða vatns, hitastig mili 20 og 45°C. Þetta skyldi athuga við byggingu sjúkrahúsa!
Hver eru helstu einkenni Brucellu?
Lítill loftháður Gram neikvæður stafur, myndar ekki spora. Er súna, smit beint/óbeint frá dýrum.
Hvernig smitast Brucella?
Með snertingu, innöndun eða fæðu. Er súna og smitast ekki milli manna. Meðgöngutími er 2-4 vikur. Innanfrumusýkill í RE kerfi og sýking útbreidd í líkamanum.
Hvaða sýkingu veldur Brucella?
Brucellosis (öldusótt, undulant fever).
Hvaða 4 tegundir Brucellu valda brucellosis í mönnum?
B. abortus úr nautgripum
B. melitensis frá geitum og kindum
B. suis frá svínum
B. canis frá hundum (sjaldgæft).
Hver eru einkenni Brucellosis?
Ýmist bráð eða hægfara og mismikil milli sjúklinga. Höfuðverkur, beinverkir, hár hiti, slappleiki. Meltingareinkenni, geð-og taugaeinkenni, hjartaþelsbólga (dánarorsök) og staðbundin einkenni t.d. frá hrygg og liðum. Getur orðið langvinnt þrátt fyrir sýklayf.