50: Matareitrun og niðurgangur Flashcards
Hvað er átt við með iðrasýkingum/gastroenteritis?
Sýkingar í smáþörmum/ristli, oft með eiturmyndun sem hefur þá áhrif á sjúkdómsmyndina.
Hvað er átt við með matareitrun?
Eitur með fæðu (S. aureus, B. cereus, C. botulinum) eða eitur myndað í görn (ETEC, B. cereus, C. perfringens)
Hver er meinmyndun sýkils í iðrapestum?
Toxínmyndun (t.d. uppköst, MTK áhrif S. aureus), vökvalosun í kóleru, frumuskemmdir/bólga í Shigellu.
Viðloðun við frumur GI og innrás í þær.
Annað - hreyfanleiki, chemotaxis, mucinase, eyðilegging upptökufrumna í slímhúð o.fl.
Hver er þáttur hýsils í iðrapestum?
Losun boðefna og bólguviðbrögð sem valda niðugangi. T.d. í Cryptosporidium, sem er noninvasive og non toxigenic. Engin góð lyf til við honum.
Hver eru einkenni iðrasýkinga, tilkomin vegna samspils sýkils og hýsils?
Smáþarmar - ójafnvægi í vökvaflæði yfir slímhúð (toxín í görn eða sýklar sem eru lítið ífarandi, t.d. Giardia og Cryptosporidium).
Ileum og ristill - bólga eða frumuskemmdir. Ífarandi sýkingar gegnum heila slímhúð til RE kerfis.
Hversu mikill vökvi er frásogaður í smáþörmum og ristli?
Ristilfrásog er mest ca. 2-3 lítrar á dag en daglegt vökvaflæði yfir slímhúð smáþarma er um 50 L á dag! Þarf lítið til að fá niðurgang.
Hverjar eru algengustu hópsýkingar/eitranir með drykkjarvatni í USA?
Giardia (langalgengust), Shigella, Hep A, Noroveirur, Campylo, Crypto, salmonella, EHEC.
Hverjar eru algengustu fæðubornar hópsýkingar/eitranir í USA?
Salmonella, S. aureus, Campylo, Noroveirur.
Hvaða faraldur kom hérlendis 1999/2000 úr smituðu kjúklingakjöti?
Campylobacter faraldur. Fór hratt niður aftur þegar farið var að taka sýni úr eldishópum og það kjöt fryst sem greindist með Campylobacter.
Hvaða faraldrar hafa komið upp hérlendis?
Campylobacter 1999 og Salmonella enteritidis og S. typihmurium. Nóróveirur vegna neysluvatns 2004.
Hvaða hópsýkingar hafa komið upp hérlendis?
Bakteríueitranir, bakteríusýkingar og veirusýkingar (í fækkandi fjölda í þessari röð). Nokkrar litlar Giardia hópsýkingar síðustu 10 ár, einkum tengdar leikskólabörnum. Ath. að hérlendis er Cryptosporidium jafnalgengt og Salmonella - nú komin í rútínuleit á sýklafræðideild.
Hvernig eru sýklarannsóknir í iðrasýkingum fyrir bakteríur?
Ræktun - Campylo, Shigella, Salmonella, Yersinia, V. cholerae.
Toxín í saur - C. difficile með ELISA.
PCR - verotoxín úr EHEC, C. difficile toxín o.fl.
Hvernig er leitað að sníkjudýrum í saur?
Það er þéttað og svo smásjárskoðað. Sum sníkjudýr fljóta/synda út ef sýnið er látið í vatn.
Hvað er athugað í saursýnum?
Útlit, blóð og slím. Hvítkorn í suar - lactoferrin próf (myndað af neutrofílum). Leitað að bakteríum, sníkjudýrum, veirum og C. difficile toxíni eftir því sem við á. Muna að taka góða sögu, með t.d. lyfjum, ferðalögum, sjúkrahúslegu o.s.frv. mataræði…
Sýklalyf/sjúkrahús, hiti og vatnskenndur niðurgangur…
…C. difficile.