46: Skyndigreiningar í sýklafræði Flashcards
Hvernig er smásjárskoðun beitt í skyndigreiningum?
Grams litun (sérstaklega þar sem ekki er nein eðlileg flóra), Ziehl-Neelsen litun, Auramine litun í útfjólubláu ljósi (fyrir sýrufastar bakteríur, t.d. mycobacterium og Nocardia). ZN er tímafrekari. Einnig litun með flúrskinsmerktum mótefnum, skoðað með útfjólubláu ljósi. Vökvi í þéttu bleki (leitað að hjúp, t.d. Cryptococcus neoformans) og dökkgrunns smásjárskoðun fyrir leit að Treponema pallidum.
Hvað flokkast sem skyndigreining?
Greining á sýkli sem tekur minna en 4 klst. Gert fyrir alvarlegar sýkingar, sýklalyfjaval og sýkingavarnir.
Fyrir hvað er leit að mótefnavökum notuð í skyndigreiningum?
Mænuvökva: S. pneumoniae, H. influenzae, N. meningitidis, str. gr. B, Cryptococcus neoformans.
Þvag: S. pneumoniae og Legionella pneumophila.
Hálsstrok: S. pyogenes
Saursýni: A og B toxin frá Clostridium difficile.
Legganga- og leghálsstrok: Str. gr. B og Chlamydia trachomatis.
Hvaða aðferðum er beitt við leit að mótefnavökum í skyndigreiningum?
Latex kekkjun og co-agglutination. ELISA.
Til hvers er ImmunCardSTAT HpSA notað?
Greinir Hp antigen, þ.e. magabólgur. Gert beint af hægðum, ekki t.d. af ræktunarpinnum. Bæði nytsamlegt til greiningar og eftirfylgni með tillits til árangurs meðferðar.
Hósti er…
…viral einkenni þegar kemur að hálsbólgum og því skyldi ekki taka hálsstrok, sérstaklega ekki úr börnum sem hafa 30% beratíðni S. pyogenes (grúppu A).
Hvernig erfðaefnisgreiningar eru gerðar í skyndigreiningum?
Kjarnsýruþreifarar, PCR og Real time PCR.