25: Örsmáar bakteríur Flashcards
Hverju veldur Chlamydia?
Trachoma (ath.) og kynsjúkdómi (kynfæri og augu).
Hverju veldur Chlamydophila?
Lungnabólgum.
Hverju veldur Rickettsia?
Útbrotasótt og útbrotataugaveiki.
Hverju veldur Coxiella?
Q fever.
Hverju veldur Mycoplasma?
Lungnabólgum og fleiru.
Hversu harðgerar eru örsmáar bakteríur?
Chlamydia og Chlamydophila eru nauðbundnir innanfrumusýklar sem deyja fljótt utan frumna (undantekning: Chlamydophila psittaci!). Litast illa í Grams. Coxiella er einnig harðger utan líkamans.
Hvort er Mycoplasma utan- eða innanfrumusýkill?
Mycoplasma er utanfrumusýkill.
Hverju veldur Chlamydia trachomatis og hvernig smitast hún?
Chlamydia trachomatis veldur kynsjúkdómum, nýburalungnabólgu og augnsýkingum. Bara með náinni snertingu milli manna.
Hverju veldur Chlamydophila pneumoniae og hvernig smitast hún?
Chlamydophila pneumoniae veldur efri og neðri öndunarfærasýkingum (atýpiskri lungnab., kannski hálsbólgu og skútabólgu). Bara menn, smitast með úðasmiti.
Hverju veldur Chlamydophila psittaci og hvernig smitast hún?
Chlamydophila psittaci veldur páfagaukaveiki (fýlasótt…) (margar birtingarmyndir en oft flensulíkt með þurrum hósta), skilst út með saur og þvagi sýktra fugla og smitast með úðasmiti/snertingu. Sjaldgæft að smita milli manna.
Lýstu lífsferli Chlamydiu og Chlamydophilu.
Þær hafa tvö form, Elementary body og Reticulate body. Elementary er utan frumna og er smitandi. Reticulate þrífst bara innan frumna. Elementary smitar frumu, breytast í RB, lysis verður og allt losnar út og EB smita nýjar frumur.
Hvaða frumur sýkir C. trachomatis og af hverju?
Sýkir frumur með réttu viðtakana - þekjufrumur í þvagrás, innri kynfærum kvenna, endaþarmi, öndunarvegum og augnslímu.
Sjúkdómsmynd C. trachomatis í þvag- og kynfærum?
Sýking í slímhúð kynfæra og þvagrás, lymphogranuloma venereum (eitlabólga sem getur leitt til dreps).
Sjúkdómsmynd C. trachomatis í augum?
Conjunctivitis og trachoma (örvefur myndast í augnloki sem beygist inn og augnhárin rispa þá táru og glæru).
Sjúkdómsmynd C. trachomatis í lungum?
Lungnabólga, í nýburum og ónæmisbældum.
Reiter’s syndrome er…
Sjálfsónæmissjúkdómur sem herjar á liði, augu og húð og er oft triggeraður af C. trachomatis.
Hvernig er C. trachomatis greindur?
Tekið þvagsýni, þvagrásarsýni úr körlum en skeiðarstrok úr konum. PCR svo notað til að greina 16S ribosomal RNA sem er sértækt fyrir C. trachomatis.
Hvernig eru C. pneumoniae og C. psittaci greind?
PCR fyrir C. pneumoniae, mótefnaleit meira fyrir C. psittaci.
Hverjir eru hýslar Rickettsiu?
Vektorar bera hana í menn (hringrás) - mítlar, lýs, flær og fleiri liðfætlur. Líklega ekki landlæg hér.
Hverjir eru hýslar Coxiellu?
Spendýr, fuglar o.fl.
Smitast með beinu/óbeinu smiti í menn úr hús-og gæludýrum. Hugsanlega landlægt hérlendis.
R. rickettsii er borinn af og orsakar?
Mítlum (vektor OG aðalgeymsluhýsill), Rocky Mountain Spotted Fever (banvænn í 10-25% tilfella.)
R. akari er borinn af og orsakar?
Maurum, húsamús er aðalgeymsluhýsill. Rickettsialpox. Læknast.
R. prowazekii er borinn af og orsakar?
Fatalús, menn eru geymsluhýslar. Epidemic typhus. Banvænn í 20-30% tilfella, muna Önnu Frank!
R. typhi er borinn af og orsakar?
Rottufló, rottur eru geymsluhýslar. Murine endemic typhus. Læknast.
Einkenni Rickettsia sýkinga.
Hiti, höfuðverkur, útbrot. Stundum MTK einkenni og líffærabilun.
Hvernig eru Rickettsia sýkingar greindar?
Með mótefnamælingu, PCR á húðsýni/serum. Giemsa litun á húðsýni.
Hvernig smitast Coxiella burnetii?
Úr umhverfi (harðger form sem lifa lengi). Kindur, geitur, nautgripir og gæludýr sýkingaruppspretta manna. Fylgjur, þvag og saur þornar á jörðu - öndunarsmit. Líka menguð ógerilsneydd mjólk.
Hver eru einkenni Coxiella sýkinga og hv. eru þær greindar?
Oft einkennalausar. Bráður Q fever (“flensa”, lungnabólga, lifrarbólga) og krónískur Q fever (hjartaþelsbólga). Greint með mótefnamælingu. Ring fibrin granuloma geta sést í lifrarbiopsiu.
Helstu einkenni Mycoplasmataceae.
Minnstu sjálfstætt lifandi örverurnar (0,2-0,3 míkróm!), enginn frumuveggur, óregluleg lögun, litast ekki í Grams og svara ekki betalaktam lyfjum.
Hverjar eru tvær ættkvíslir Mycoplasmataceae?
Mycoplasma og Ureaplasma.
Hvernig eru Mycoplasmataceae ræktaðar?
Á sérætum og þær vaxa hægt. M. pneumoniae er aldrei ræktuð. Aðallega eru þær þó greindar með PCR.
Hvaða sýklalyfjum svara Mycoplasmataceae?
Þær hafa ekki frumuvegg og svara því ekki betalaktam lyfjum. Notað er tetracyclin, macrólíð og quinólón.
Hverju veldur Mycoplasma pneumoniae og hvernig smitast hún?
Hálsbólgu, berkjubólgu, lungnabólgu. Algengust í 5-15 ára og sýkir bara menn. Smitast með dropasmiti.
Hverjar eru skytturnar þrjár af genital Mycoplasmataceae?
M. hominis (í kynfæraflóra 20% kvenna, pyelonephritis, pelvic inflammatory disease og postpartum sýkingar).
M. genitalium (ekki eðlil. flóra, þvagrásarbólga í kk, leg-og leghálsbólga í kvk)
Ureaplasma urealyticum (í kynfæraflóru 45-75% fullorðinna, þvagrásarbólga? prostatebólga og postpartum hiti).