25: Örsmáar bakteríur Flashcards
Hverju veldur Chlamydia?
Trachoma (ath.) og kynsjúkdómi (kynfæri og augu).
Hverju veldur Chlamydophila?
Lungnabólgum.
Hverju veldur Rickettsia?
Útbrotasótt og útbrotataugaveiki.
Hverju veldur Coxiella?
Q fever.
Hverju veldur Mycoplasma?
Lungnabólgum og fleiru.
Hversu harðgerar eru örsmáar bakteríur?
Chlamydia og Chlamydophila eru nauðbundnir innanfrumusýklar sem deyja fljótt utan frumna (undantekning: Chlamydophila psittaci!). Litast illa í Grams. Coxiella er einnig harðger utan líkamans.
Hvort er Mycoplasma utan- eða innanfrumusýkill?
Mycoplasma er utanfrumusýkill.
Hverju veldur Chlamydia trachomatis og hvernig smitast hún?
Chlamydia trachomatis veldur kynsjúkdómum, nýburalungnabólgu og augnsýkingum. Bara með náinni snertingu milli manna.
Hverju veldur Chlamydophila pneumoniae og hvernig smitast hún?
Chlamydophila pneumoniae veldur efri og neðri öndunarfærasýkingum (atýpiskri lungnab., kannski hálsbólgu og skútabólgu). Bara menn, smitast með úðasmiti.
Hverju veldur Chlamydophila psittaci og hvernig smitast hún?
Chlamydophila psittaci veldur páfagaukaveiki (fýlasótt…) (margar birtingarmyndir en oft flensulíkt með þurrum hósta), skilst út með saur og þvagi sýktra fugla og smitast með úðasmiti/snertingu. Sjaldgæft að smita milli manna.
Lýstu lífsferli Chlamydiu og Chlamydophilu.
Þær hafa tvö form, Elementary body og Reticulate body. Elementary er utan frumna og er smitandi. Reticulate þrífst bara innan frumna. Elementary smitar frumu, breytast í RB, lysis verður og allt losnar út og EB smita nýjar frumur.
Hvaða frumur sýkir C. trachomatis og af hverju?
Sýkir frumur með réttu viðtakana - þekjufrumur í þvagrás, innri kynfærum kvenna, endaþarmi, öndunarvegum og augnslímu.
Sjúkdómsmynd C. trachomatis í þvag- og kynfærum?
Sýking í slímhúð kynfæra og þvagrás, lymphogranuloma venereum (eitlabólga sem getur leitt til dreps).
Sjúkdómsmynd C. trachomatis í augum?
Conjunctivitis og trachoma (örvefur myndast í augnloki sem beygist inn og augnhárin rispa þá táru og glæru).
Sjúkdómsmynd C. trachomatis í lungum?
Lungnabólga, í nýburum og ónæmisbældum.