20-22: Streptoc, Pneumoc. viridans og enteroc. Flashcards
Streptococcaceae: Gram pos/neg, ættkvíslir og mikilvægasta ættkvísl.
Streptococcaceae eru Gram jákvæðir kokkar í keðjum. Ættkvíslirnar eru þrjár (genera): Streptococcus, Enterococcus og Lactococcus (ekki meinvaldur). Streptococcus er mikilvægasta kvíslin.
Helstu einkenni Streptococcus?
Gram jákvæðir, katalasa neikvæðir, valbundnar loftfælur.
Hvaða 2 flokkanir gilda um Streptococcus?
1) Flokkaðir eftir hemólýsu í beta hemol. alfa (viridans og pneumokokkar), gamma (enterókokkar).
2) Pyogen streptokokkar, Pneumokokkar, viridans og aðrir.
Hverju valda pyogenes/beta hemolytiskir streptokokkar?
Eru þekktir fyrir að valda ígerðum.
Hvers kyns antigen eru í frumuvegg beta hemolytiskra streptokokka?
Lancefield antigen (sykrur), sem eru “group specific carbohydrates). 20 Lancefield grúppur (A-H og K-V).
Eru beta hemolytiskir streptokokkar meinvaldandi?
Já, sumir valda algengum og alvarlegum sýkingum.
Grúppa A heitir…
S. pyogenes
Grúppa B heitir…
S. agalactiae
Grúppa C heitir…
S. equisimilis, S. equi, S. dysgalactiae, S. zooepidemicus
Grúppa D heitir…
Enterókokkar og S. bovis
(Grúppa F heitir)
S. anginosus eða milleri hópur.
Hvar finnst S. pyogenes helst sem eðlileg flóra?
Hálsi, nefi, leggöngum og anus.
Yfirborð S. pyogenes er þakið…
…flóknum prótín- og sykursameindum sem auðvelda festingu við yfirborð (auðvelda þannig ífarandi vöxt).
Hvað gerir M prótín á S. pyogenes?
M prótín er tengt meinvirkni - hindrar phagocytosis. Mótefni gegn M er því nauðs. til útrýmingar bakteríunnar. Ekki krossónæmi.
Hvað gera F og G prótín á S. pyogenes?
Prótín F binst við fibronectin, prótín G bindur Fc hluta mótefna.
Hver eru virk utanfrumuefni S. pyogenes?
Streptolysin O og S (frumueitur), Streptococcal pyrogenic exotoxin (SPE, 4 gerðir) og “önnur” (Steptokinase, Hyaluronidase, DNAsar og C5a peptidase.
Hvað gera Streptolysin O og S?
Eru frumueitur frá S. pyogenes, O þolir ekki súrefni og er gott antigen upp á mótefnamyndun að gera (ASO test). S er lélegt antigen en veldur hemolysu á blóðagar.
Hvað gerir Streptococcal pyrogenic exotoxin, SPE?
Áður kallað erythrogenic toxin. Veldur útbrotum í skarlatsótt. 4 antigen gerðir, A, B, C og F. Er Superantigen og veldur toxic shock LIKE syndrome.
Hvað eru Superantigen?
Superantigen eru antigen sem valda ósértækri örvun á T frumum, eru polyclonal og mikil losun frumueitra (cytokina).
Í hvað skiptast S. pyogenes sýkingar? (2 yfirflokkar)
Ígerðir og Eftirköst-“non-suppurative”.
Í hvað skiptast ígerðir af völdum S. pyogenes?
Hálsbólgu (pharyngitis, tonsillitis), húð- og sárasýkingar (kossageit, heimakomu, húðnetjubólgu eða cellulitis og necrotising fasciitis), barnsfararsótt, vaginitis og anusbólgu, efri og neðri loftvegasýkingar.
Í hvað skiptast eftirköst “non-suppurative” af völdum S. pyogenes?
Gigtsótt/Rheumatic fever (sirka 3 vikum eftir hálsbólgu) og Glomerulonephritis (10 dögum eftir öndunarfærasýkingu eða 3 vikum eftir húðsýkingu).
Hvernig er S. pyogenes greindur?
Ræktaður - er beta hemol. og bacitrin næmur, antigenpróf á gróðri. Antigen próf, t.d. ELISA og latex próf beint á sýni. Mótefnamælingar (ASO, Anti DNAse B).
HVernig er S. pyogenes meðhöndlaður?
Hann er alltaf næmur fyrir penisillini en hefur vaxandi ónæmi fyrir makrólíðum.
Hver eru helstu einkenni S. agalactiae (Grúppu B Streptokokka?)
Eru beta hemolytiskir, flokki B. Hafa fjölsykrungahjúp og innihalda sialic sýru (er antiphagocytic og antigenisk).
Hvar eru aðalheimkynni S. agalactiae?
S. agalactiae er aðallega í meltingarveginum og í leggöngum/endaþarmi 10-30% kvenna. Getur verið í eðlilegri flóru efri loftvega.
3 tegundir sýkinga S. agalactiae…
Hættulegar nýburasýkingar, sýkingar í konum eftir fæðingu og nýburasýkingar.
Hvar finnast grúppur C og G af beta hemol. og hverju valda þær?
Oft eðlileg flóra efri loftvega en geta valdið hálsbólgu og mjúkvefjasýkingum.
S. milleri er líka kallaður…
…S. anginosus. Myndar litlar þyrpingar og er mögulega beta hemolytiskur. Djúpar ígerðir, ólíkt öðrum viridans streptokokkum.
Hver eru helstu einkenni Streptococcus pneumoniae?
S. pneumoniae er alfa hemol. streptococcus og pneumococcus. Oft rangnefndur lungnabólgubakterían. Oft sem diplococci.
Hver eru heimkynni S. pneumoniae?
S. pneumoniae býr í nefkoki einkum í yngri en 6 ára. Þola illa þurrk og kulda.
Hvað gerir fjölsykrungahjúpur S. pneumoniae?
Gerir pakteríuna pathogen (kemur í veg f. phagocytosis) og hefur antigen eiginlega - yfir 90 hjúpgerðir!
Á hverju byggist meinvirkni S. pneumoniae?
Fjölsykrungahjúpurinn er mikilvægur! Meinvirkni tengist líka Pneumolysini, prótín frumueitri sem hamlar virkni HBK og virkjar komplímentkerfið. Ath. varnir hýsils: bifháraþekju og milta.
Hverja smitar S. pneumoniae og hvernig?
Bara menn, berst aerosol.
Hverjar eru helstu sýkingar af völdum S. pneumoniae?
Algengar: Eyrnabólga, skútabólga og lungnabólga.
Alvarlegar eru heilahimnubólga og lífhimnubólga.
Hvernig er S. pneumoniae greindur?
Með ræktun (alfa hemol., optochin næmi og gallleysanleiki). Smásjárskoðun og mótefnavakagreining (coagulasi, t.d.).
Hver eru helstu vandamál tengd S. pneumoniae?
Penisillinónæmi (tengd PBP - líklega borin til streptokokka frá viridans streptokokka). Oft fjölónæmir stofnar.
Hvernig bóluefni eru til við Pneumokokkum?
23gilt bóluefni úr algengustu hjúpgerðunum, er fjölsykra. T-frumuóháð, vekur ekki minnisfrumur og því lélegt hjá ungum börnum. Nýtt prótíntengt bóluefni Tfrumuháð.
Hver eru helstu einkenni Viridans streptokokka?
Viridans eru alfa hemolytiskir streptokokkar, án eiturefna og meinvirkniþátta.
Hvar finnast Viridans (helst, og þá meinlausir)?
Eru í eðlilegri flóru efri loftvega og meltingarfæra.
Hvar, hverjir og hvernig sýkingum valda Viridans?
Tannskemmdum: Mutans streptokokkar og Lactobacillus (S. mutans og S. sobrinus). Hjartaþelsbólgu í skemmdum lokum og hjartagöllum.
Helstu einkenni Enterokokka?
Þeir eru sérættkvísl! Oftast nonhemol. en geta verið alfa og beta. Geta vaxið í gallsöltum og/eða natríum klóríði. Eru í eðlilegri meltingarflóru.
Hverjar eru 4 helstu tegundir Enterokokka?
E. faecalis
E. faecium
E. avium
E. durans
Lyfjaónæmi Enterokokka?
Þeir eru enn ónæmari fyrir sýklalyfjum en Streptokokkar! (Bæði betalaktamasamyndandi og Glýkópeptíð ónæmir) Algeng spítalasýking. Ampisillín er kjörlyfið en pen. og amínóglýkósíð við hjartaþelsbólgu.
Cephalosporin meðferð er áhættuþáttur fyrir…
…fjölónæmri Enterókokkasýkingu á sjúkrahúsi.