20-22: Streptoc, Pneumoc. viridans og enteroc. Flashcards
Streptococcaceae: Gram pos/neg, ættkvíslir og mikilvægasta ættkvísl.
Streptococcaceae eru Gram jákvæðir kokkar í keðjum. Ættkvíslirnar eru þrjár (genera): Streptococcus, Enterococcus og Lactococcus (ekki meinvaldur). Streptococcus er mikilvægasta kvíslin.
Helstu einkenni Streptococcus?
Gram jákvæðir, katalasa neikvæðir, valbundnar loftfælur.
Hvaða 2 flokkanir gilda um Streptococcus?
1) Flokkaðir eftir hemólýsu í beta hemol. alfa (viridans og pneumokokkar), gamma (enterókokkar).
2) Pyogen streptokokkar, Pneumokokkar, viridans og aðrir.
Hverju valda pyogenes/beta hemolytiskir streptokokkar?
Eru þekktir fyrir að valda ígerðum.
Hvers kyns antigen eru í frumuvegg beta hemolytiskra streptokokka?
Lancefield antigen (sykrur), sem eru “group specific carbohydrates). 20 Lancefield grúppur (A-H og K-V).
Eru beta hemolytiskir streptokokkar meinvaldandi?
Já, sumir valda algengum og alvarlegum sýkingum.
Grúppa A heitir…
S. pyogenes
Grúppa B heitir…
S. agalactiae
Grúppa C heitir…
S. equisimilis, S. equi, S. dysgalactiae, S. zooepidemicus
Grúppa D heitir…
Enterókokkar og S. bovis
(Grúppa F heitir)
S. anginosus eða milleri hópur.
Hvar finnst S. pyogenes helst sem eðlileg flóra?
Hálsi, nefi, leggöngum og anus.
Yfirborð S. pyogenes er þakið…
…flóknum prótín- og sykursameindum sem auðvelda festingu við yfirborð (auðvelda þannig ífarandi vöxt).
Hvað gerir M prótín á S. pyogenes?
M prótín er tengt meinvirkni - hindrar phagocytosis. Mótefni gegn M er því nauðs. til útrýmingar bakteríunnar. Ekki krossónæmi.
Hvað gera F og G prótín á S. pyogenes?
Prótín F binst við fibronectin, prótín G bindur Fc hluta mótefna.
Hver eru virk utanfrumuefni S. pyogenes?
Streptolysin O og S (frumueitur), Streptococcal pyrogenic exotoxin (SPE, 4 gerðir) og “önnur” (Steptokinase, Hyaluronidase, DNAsar og C5a peptidase.
Hvað gera Streptolysin O og S?
Eru frumueitur frá S. pyogenes, O þolir ekki súrefni og er gott antigen upp á mótefnamyndun að gera (ASO test). S er lélegt antigen en veldur hemolysu á blóðagar.
Hvað gerir Streptococcal pyrogenic exotoxin, SPE?
Áður kallað erythrogenic toxin. Veldur útbrotum í skarlatsótt. 4 antigen gerðir, A, B, C og F. Er Superantigen og veldur toxic shock LIKE syndrome.