44: Lungnasýkingar Flashcards
Hvað orsakar bráðan bronkítis?
Nánast alltaf veirur. Einstaka tilfelli af Chlamydophila pneumoniae og Mycoplasma pneumoniae. Ath. að venjuleg sýklalyf virka ekki á mycoplasma sýkingar. Þetta á því ekki að meðhöndla (nema t.d. með tetracyclini ef mycoplasma).
Hverjar eru helstu neðri loftvegasýkingar?
Bronkítis, versnunarköst í króniskum bronkítis, bronkíólítis, lungnabólga og berklar.
Hvað orsakar króniskan bronkítis?
Ekki er um raunverulegar sýkingar að ræða en sýklar gætu þó átt þátt í versnunarköstum og því réttlætanlegt að gefa sýklalyf í versnun. Veirur, H. influenzae, S. pneumoniae og M. pneumoniae. Hægt að bólusetja gegn inflúensu og S. pneumoniae.
Hvað er lungnabólga?
Bólga í lungum (no shit, Sherlock…) samfara hita og hósta. Oft uppgangur samfara hita. Valda flestum dauðsföllum af öllum sýkingum. Flokkast í lungnabólgu utan sjúkrahúsa, spítalalungnabólgu, lb í sj. með skertar varnir og landsvæðistengda lb.
Dæmi um áhættuþætti fyrir lungabólgu.
Öldrun, nýfæddur, ferðalög, alnæmi, lungnateppa, öndunarvél, ónæmisbæling, krónískur bronkítis.
Aspiration pneumonia er algeng hjá…
…alkóhólistum og öðrum sem oft fara í mikla vímu.
Lungnabólgufaraldrar vegna Legionellu á hótelum…
…smitast úr loftræstikerfum. Hún er líka í kranavatni alls staðar, nota sterilt vatn á sjúkrahúsum þegar það á við. Ath. að ekki er hægt að gefa eitt eða tvö sýklalyf sem dekka alla mögulega sýkla - meðhöndla fyrir pneumokokkum fram að greiningu því þeir eru mjög hættulegir.
Hverjir eru helstu sýklar í lungnabólgum utan sjúkrahúsa f. fullorðna?
S. pneumoniae, M. pneumoniae, L. pneumophila, S. aureus og veirur. Ef viðbótaráhættuþættir, þá: H. influenzae, M. catarrhalis og S. aureus.
Hverjir eru helstu sýklar í spítalalungnabólgu?
3ja algengasta spítalasýkingin, hæst tíðni á gjörgæsludeildum. S. pneumoniae, Enterobacteriaceae, S. aureus, H. influenzae, Legionella og P. aeruginosa.
Pneumokokkalungnabólga…
…algengust í ungum börnum og öldruðum. Algeng í mikið veiku fólki, t.d. á gjörgæsludeild. Old man´s friend.
Af hverju eru atypical lungnabólgur atypiskar?
Meiri almenn einkenni, bakteríru sjást ekki í uppgangi, svara ekki venjulegum sýklalyfjum. Útbreiddari breytingar á röntgenmyndum en búast má við. Orsakast af Mycoplasma, Chlamydia og Legionella.
Hvernig er lungnabólga greind?
Einkenni og saga, staðfest með röntgenmynd af lungum.
Mögulegar orsakir lungnabólgu, bakteríur, veirur og sveppir.
Bakteríur: S. pneumoniae, M. pneumoniae, S. aureus, H. influenzae, C. pneumoniae, Enterobacteriaceae, P. aeruginosa, L. pneumophila, M. tuberculosis.
Veirur: Influenza, RSV, Parainfluenza, Adeno.
Sveppir: Candida, Aspergillus, Histoplasma, Coccidioides.
Sníkjudýr: P. carinii.
Hvernig er lungnabólga greind?
Röntgenmynd, muna blóðræktun ef slæm sýking og gæðahrákasýni (muna þó að S. pneumoniae, H. influenzae og M. catarrhalis eru eðlilegur hluti efri loftvegaflóru). Einnig má leita Pneumokokka og Legionellu antigena í þvagi.
Hvernig öndunarfærasýni er hægt að taka?
Hrákasýni, barkasog, barkaástunga, BAL/berkjuskol, lungnaástunga.