1-3: Inngangur, bygging, vöxtur Flashcards
Hver eru stærðarhlutföll dreif- vs. heilkjörnunga?
Heil mun stærri, 10 til 100 mikrometrar í þvermál vs. 0,2 til 2.
Hver eru skilyrði Kochs?
Örvera finnst í öllum tilfellum sjúkdóms, er hægt að einangra úr sýktum og rækta í hreinrækt, og veldur aftur sama sjúkdómi ef tilraunadýr er sýkt með henni.
Plasmíð eru algengari í gram…
…neikvæðum bakteríum.
Stærð ríbósóma í bakteríum?
70S, undireiningar 30S+50S.
Stærð mítókondría baktería?
Trick question! Engar organellur í umfrymi baktería!
Hvað er teichoic acids?
Polysaccharide í frumuveggjum Gram jákvæðra baktería, mögulega viðtaki fyrir bakteríufaga.
Frumuhimna baktería - 3 atriði
Er tvöföld, með engin steról (þó steról í mycoplasma bakteríum sem hafa engan frumuvegg) og þjónar öndunarhlutverki (í stað mítókondría). Auðvitað líka flutningsprótín, ensím og jónapumpur.
NAG og NAM eru…
…sykrur í frumuvegg baktería, krossbundnar af amínósýrum. Úr verður peptidoglycan.
NAG: N-acetylglucosamine
NAM: N-acetylmuramic acid.
Hvort nota bakteríur D eða L form amínósýra í frumuvegg sína og hvers vegna?
Þær nota D formið, því erfiðara er að brjóta niður D. (Skyldi engan undra… xD!)
Peptidoglycan fjölliður eru úr hverju og finnast hvar? Hvaða hlutverki gegnir það fyrirbæri?
Úr amínósýrum og sykrum, og finnast í frumuvegg baktería. Frumuveggurinn er einstakur fyrir bakteríuna (ergo - lyfjaskotmark!), veitir styrk og ákvarðar lögun hennar.
Hver eru helstu hlutverk fimbria vs. flagellum?
Fimbria notar bakterían til að festa sig, flagellum notar hún til sunds.
Munurinn á Gram jákvæðum vs. neikvæðum bakteríum?
Gram jákvæð baktería hefur tvöfalda frumuhimnu og þar fyrir utan frumuvegg úr peptidoglycani, teichoic acid og lipoteichoic acid. Litast blá/fjólublá.
Gram neikvæð baktería hefur allt þetta, en auk þess ytri frumuhimnu FYRIR UTAN peptidoglycan frumuvegginn. Á milli er millifrumuhimnubil. Litast rauð/bleik.
Hvernig eru byggingarleg frávik mycobacteria og mycoplasma?
Mycobactera: Hafa vaxkennt lag úr mýkólic sýru o.fl. utan um peptidoglycan lagið - leiðir til lágrar eðlisþyngdar og þarf því að þeytivinda við meiri hraða en aðrar bakteríur. Hafa sýrufastan vegg.
Mycoplasma: Hafa ekkert peptidoglycan lag og því gagnast sýklalyf fyrir vegginn ekki.
Hvaða ætt “swarmar” yfir agarskálar og hvernig?
Helst Proteus sp. og með flagellu.
Monotrichous
1 flagella
Lophotrichous
brúskur á öðrum endanum