24: Neisseria og Moraxella Flashcards
Hver eru helstu einkenni Neisseriaceae?
Þetta eru Gram neikvæðir, óhreyfanlegir, loftháðir kokkar/coccobacilli.
Í hvaða þrjár ættkvíslir skiptist Neisseriaceae?
Neisseria, Eikenella og Kingella. Ath. að Neisseria og Moracella eru eins í útliti, með svipaða eiginleika og heimkynni (eru diplókokkar, oxidasa jákvæðir og búa í slímhúðum blóðheitra dýra).
Hver er t.d. munurinn á meinvaldandi vs. meinlausum Neisseriae?
MeinVALDANDI eru viðkvæmar og vaxa bara við ákveðnar aðstæður en saklausu tegundirnar eru ekki eins viðkvæmar og vaxa við ýmsar aðstæður.
Nefndu tvær meinvaldandi Neisseriur og tvær saklausar.
Meinvaldandi: N. gonorrhoea og N. meningitidis.
Oftast saklausar: N. pharyngis hópur (t.d. N. sicca og N. subflava) og N. lactamica.
Hvernig er Neisseriae greind?
Hún vex á næringaragar við herbergishita, á valæti, gerjar glúkósa, maltósa og súkrósa og er tributyrin jákvæð. PCR.
Hvar lifir N. gonorrhoea og hverju veldur hún?
Hún lifir sníkjulífi á slímhúðum manna. Er aldrei hluti eðlilegrar flóru. Þolir illa þurrk en hefur pili á yfirborði til að loða við slímhúðirnar. Veldur lekanda 4-6 d. eftir smit.
Mismunandi sýkingarmyndir af völdum N. gonorrhoea.
Karlar - bráð þvagrásarbólga (lekandi), epididymitis.
Konur - Bólga í leghálsi, bráð þvagrásarbólga (lekandi), legslímubólga, eggjaleiðarabólga (og hugsanleg ófrjósemi).
Bæði kyn - sýkingar í rectum, pharynx, liðum, blóði. Conjunctivitis.
Börn - Opthalmia neonatorum og vulvovaginitis.
Hvernig er lekandi greindur?
Smásjá: Gram neikv. diplókokkar inni í HBK. Þetta er næm greining fyrir karla en ekki fyrir legháls kvenna (t.d. líkist Moraxella gonokokkum). PCR á kynfærasýnum og þvagsýnum. Senda fljótt - rækta á valæti - sykrugerjun - kekkjun, mótefni.
Hvar finnst N. meningitidis?
Í nefkoki 2-25% heilbrigðra einstaklinga, sérstaklega unglingum og ungum fullorðnum. Viðkvæm fyrir þurrki og kulda.
Fjölsykrungahjúpur N. meningitidis…
…er á flestum þeirra. Gerir þær meinvirkar, helstu serogrúppur eru A, B og C.
Hverjar eru helstu sýkingar N. meningitidis?
Heilahimnubólga, blóðsýkingar, lungnasýkingar o.fl. Heilah.bólga þarf ekki að fylgja blóðsýkingunni en getur gert það. Næstalgegnasta orsök hhbólgu hérlendis.
Bóluefni við N. meningitidis er við hjúpgerðum…
… C, en B kom á markað í lok 2013.
Hver er faraldursfræði hjúpgerða A, B og C?
Hg A í þróunarlöndum, Hg B í þróuðu löndunum, Hg C alls staðar.
Hvað er “meningokokkasjúkdómur?
Samheiti yfir heilahimnubólgu, blóðsýkingar og sýkingar í djúpum líffærum.
Hvernig er N. meningitidis greindur?
Kliník - getur þróast mjög hratt. Blóð, mænuvökvi, nefkok fara í ræktun - vaxa best á bættum ætum en eru ekki jafnpicky og gonokokkarnir. Antigen og PCR notað á mænuvökva.