13: Actinomyces, Nocardia og Bacillus Flashcards
Actinomyces, Nocardia og Bacillus eru allir Gram…
…jákvæðir stafir.
Helstu einkenni Actinomyces…
…Gram jákvæðir stafir, loftfælinn/valbundin loftfæla. Ekki sýrufastur (ólíkt Nocardiu), greinóttur.
Hvar er Actinomyces helst að finna?
Í efri öndunarvegum, meltingarvegi og skeið. Sýkingar helst ef slímhúð er rofin (t.d. með aðgerðum, áverkum eða öðrum sýkingum).
Actinomyces sýkingar…
…eru hægar og langvarandi sýkingar úr eigin flóru. Mynda kýli og sinusa, oft með gulleitum bakteríukornum í greftri. Sýkingar virða ekki landamæri og vaxa t.d. í gegnum bein. Oft í neðri kjálka, einnig MTK, lungum, kvið og grindarbotni.
Hvernig er Actinomyces greindur og Rx?
Greindur með t.d. að kremja kornin og skoða í smásjá (þarf miiiikið af greftri eða vef). Einnig með ræktun - biðja sérstaklega um Actinomyces ræktun, tekur meira en 2 vikur! Rx með pensillíni, skurðaðgerð. Ath. að Actinomyces hjá konum með lykkjuna er oftast bara bólfesta en ekki sýking.
Hver eru helstu einkenni Propionibacterium?
Litlir, Gram jákvæðir loftfælnir stafir. Hafa búsetu í húð, augnslímu, ytra eyra og munnkoki.
Hvaða tvær tegundir skal þekkja af Propionibacterium?
P. acnes (veldur bólum með því að örva bólguviðbrögð, er líka tækifærissýkill í æðaleggjum, gervilokum/liðum og mænuvökvaleggjum).
P. propionicum (veldur tannkýlum og sýkingu í táragöngum).
Hver eru helstu einkenni Nocardia spp.?
Gram jákvæðir, loftháðir stafir. Greinóttir og sýrufastir. Vaxa hægt (á 3-5 dögum). Smitast úr umhverfi.
Hvernig sýkingar eru Norcardia?
Kýli með eða án hola í vef. 80% tilfella eru í lungum, útbreidd sýking til heila. 20% tilfella eru í húð.
Berkjulungnabólga vegna Norcardiu…
…berst oft til MTK eða húðar. Oft ónæmisbældir.
Húðsýkingar vegna Nocardiu…
…eru oftast fætur, getur farið í bein. Mycetome - bólga, gröftur og sinusar.
Hvernig er Nocardia greind og Rx?
Ef kýli/holur í lunga - biðja sérstaklega um Norcardia ræktun! Lengri ræktun og sérstök æti. Þræðir sjást með smásjárskoðun. Sýklalyf í meira en 6 vikur og stundum skurðaðgerð.
Hver eru helstu einkenni Bacillus?
Gram jákvæðir stafir, loftháðar/valbundnar loftfælur, mynda dvalargró sem lifa árum saman í jarðvegi.
2 Bacillus tegundir?
B. anthracis (smit með gróum, miltisbrandur, sýklahernaður).
B. cereus (niðurgangur - smit með gróum/virkum bakteríum) og (uppköst - eitur með matvælum).
B. anthracis…
…er meinvirkur vegna bjúgeiturs og banvæns A-B exótoxíns. Hjúpur hans hindrar gleypni HBK. Smitast úr sýkingum í grasætum, beint eða óbeint í menn. Einnig um húð, með inntöku eða innöndun. Mest með húð.
Miltisbrandur… og Rx
…papúlur myndast á húð (drepsár) og sár í meltingarvegi sem leiða til sepsis. Hiti, þurr hósti, bjúgur, öndunarbilun. Helmingur fær heilahimnubólgu. Meðferð er 2 lyf. Bólusetja dýr og fólk á landlægum svæðum!
Greining miltisbrands.
Auðveld, bakteríur finnast í sárum og blóði, vaxa hratt. Höfuð Medúsu sést í þyrpingum, ekki hreyfanleiki og ekki hemólýsa á blóðagar.
Bacillus vereus…
…er oft sem mengun í blóðrækt. Veldur augnsýkingum í kjölfar áverka og einnig æðaleggssýkingum.
Uppköst - hitaþolið exótoxín. Soðin menguð hrísgrjón með dvalargróum í sem mynda svo toxín. Eitrunareinkenni 1-6 klst. eftir inntöku. Ekki geyma soðin hrísgjrjón við stofuhita!
Niðurgangur - ekki hitaþolið toxín. Sýking með kjöti, grænmeti og sósum. Bakteríur fjölga sér í GI og mynda eitrið ÞAR.