40: Húð- og sárasýkingar Flashcards
Hvaða sýklar eru í skammtímaflóru húðar?
S. aureus, S. pyogenes, Enterobacteriaceae, Haemophilus o.fl.
Auðveldara að hreinsa skammtímaflóru af húð og hún er oftast meinvirkari.
Hvaða sýklar eru í langtímaflóru húðar?
S. epidermidis, Corynebacterium Propionibacterium og Micrococcus.
Húðin skiptist í…
…epidermis, dermis og hypodermis/subcutis.
Hvaða leið komast sýklar að húð?
Þeir komast sumir í gegnum húðina, aðrir koma blóðleið eða taugaleið. Ath. að bakteríur, sveppir, sníkjudýr og veirur geta valdið húðsýkingum.
Hvaða smitsjúkdómar geta valdið húðeinkennum? (dæmi…)
Skarlatsótt, meningokokkasýking (depil/punktblæðing), sárasótt (sýklar geta fundist í primary chancre helst), cryptococcosis (bólur, hnútar, sár), mislingar, hlaupabóla (veira finnst í útbrotum) o.fl. Ath. húðsýking vs. toxínáhrif ekki það sama.
Hvaða sýklar eru primary sýkingar, þ.e. sýkja “heila húð”, t.d. í húðfellingum?
S. aureus, S. pyogenes (oft beta hemolytiskir streptokokkar), Corynebacterium minutissimum (erythrasma), Actinomyces, húðsveppir og sníkjudýr.
Hvaða sýklar sýkja secondary, þ.e. laskaða húð?
Húðflóran, S. aureus, P. aeruginosa og Gram neg stafir.
Hvaða sýklar berast blóðleiðina til húðar?
S. aureus, S. pyogenes (beta hemol. str.), Actinomyces, Rickettsia, Treponema pallidum. Sveppir og veirur.
Hvað berst taugaleiðina til húðar?
Herpesveirur.
Hvaða húðsýkingum veldur S. aureus?
Hárslíðursbólga/folliculitis, hvar sem er á húð. Gersveppir og Pseudomonas valda líka folliculitis.
Graftrarkýli/furuncle, boil á andliti, hálsi, holhönd og rasskinnum.
Drepkýli/carbuncle - graftrarkýli sem renna saman. Háls, bak og læri. Alvarlegt, oft hiti og blóðsýking.
Einnig kossageti/impetigo.
Hvað veldur impetigo/kossageit og hvernig lýsir hún sér?
S. aureus og S. pyogenes. Oftast í börnum, er mjög smitandi. Kemur á andlit, útlimi o.fl. Sýklar í rispur/sár. Greint með stroki úr útbrotum. Ath. ekki sömu streptokokkastofnar og í hálsbólgum.
Hvað veldur erysipelas/heimakomu?
Oftast S. pyogenes, stundum aðrir streptokokkar eða S. aureus.
Grunn, afmörkuð sýking, dermis og sogæðar.
Hvað veldur cellulitis/netjubólgu?
Oftast S. pyogenes og S. aureus, sjaldnar aðrir streptokokkar, H. influenzae, Enterococcus eða Enterobacteriaceae. Sýking nær niður í subcutis og er illa afmörkuð. Ath. erfitt að greina milli erysipelas og cellulitis. Muna að skoða á milli tánna - óheilbrigðar táfitjar eru einn helsti áhættuþáttur cellulitis!
Hvað er Lymphangitis og hvað veldur?
Oftast S. pyogenes, sjaldnar aðrar (stundum S. aureus eða Pasteurella multocida). Bráð bólga í sogæðum, sýking getur breiðst hratt með sogæð til blóðs (1 til 2 sólarhringum). Greint með sýni frá sýkingarstað, stundum blóðræktun. Ath. þetta er oft það sem almenningur kallar “blóðsýkingu” þótt slík sýking sé ekki farin af stað.
Hverju veldur Erysipelothrix rhusiopathiae?
Veldur Erysipeloid (getur líka valdið blóðsýkingu og hjartaþelsbólgu), sem er cellulitis í mönnum eftir smit (gegnum húðrispu) frá svínum, alifuglum og fiski. Fjólublátt svæði sem stækkar en læknast í miðju. Sýkir mörg dýr, veldur erysipelas í svínum. Greint með sögu og klíník, stundum vefjabita úr sýkingarbrún fyrir ræktun.