41: Kyn- og kynfærasjúkdómar Flashcards
Hverjir eru skimaðir fyrir sýfilis hérlendis?
Þungaðar konur. Skimun fyrir hjónaband nú hætt. Tilfelli hérlendis síðustu 30 til 40 ár hafa verið innflutt. Nýleg aukning á sárasótt í USA.
5 kynsjúkdómar af völdum baktería/frumdýra.
Sárasótt/syphilis - Treponema pallidum
Lekandi/gonorrhoea - Neisseria gonorrhoeae
Klamydía - Chlamydia trachomatis
Trichomonas vaginalis - sjá sníkjudýrafyrirlestur
Eitlafár, linsæri og nárasæri - sjaldgæft á Vesturlöndum.
Ath. að skeiðarsýklun og sveppasýkingar eru ekki kynsjúkdómar.
Konur og klamydía…
…konur virðast greinast meira, hugsanlega því mikið er leitað (t.d. í kringum meðgöngu og hjá kvensjúkdómalæknum).
Hverjar eru afleiðingar lekanda og klamydíu?
Eggjaleiðarabólgur, utanlegsfóstur, ófrjósemi, örmyndanir í urethra, augnsýkingar og lungnabólgur í vaginal fæðingu, liðbólgur og proctitis.
Hvers vegna að skima fyrir klamydíu?
Meta algengi, fækka afleiðingum fylgikvilla (t.d. ófrjósemi einkennalausra kvenna), útrýma sjúkdómnum ef mögulegt er, koma í veg fyrir sýkingar t.d. við fóstureyðingar og spara peninga (fylgikvillar eru dýrir - tæknifrjóvganir, t.d.).
Af hverju orsakast eitlafár/lymphogranuloma venereum?
C. trachomatis. Kýlamyndun frá kynfærum til náraeitla. Aðallega í Suðrinu en nýlega aukning í V-Evrópu. Dx með mótefnamælingu, líka PCR.
Af hverju orsakast linsæri/chancroid?
Haemophilus ducreyi - sársaukafullt sár myndast á kynfærum. Aðallega í suðrinu. Dx er klínísk, smásjárskoðun og ræktun, PCR.
Af hverju orsakast nárasæri/granuloma inguinale, donovanosis?
Klebsiella granulomatis, sársaukalaust sár myndast á kynfærum, versnar og breiðist út á húð. Dx: smásjárskoðun - donovan bodies.
Hvernig bakteríur eru í eðlilegri skeiðarflóru?
Mycoplasma, Ureoplasma
Gram neg kokkar (Veillonella), Gram neg stafir og Gram variable stafir (Gardnerella vaginalis).
Gram pos stafir (Lactobacillus), Gram pos kokkar (Strept og Staph).
Sveppir.
Hvaða bakteríum fjölgar í skeiðarsýklun?
Gardnerella, Mobiluncus, Mycoplasma, loftfælnir Gram neg stafir, Peptostreptococcus o.fl. Konur eru ýmist einkennalausar eða með illa lyktandi útferð, kláða og ertingu. Getur líkst Trichomonas sýkingu. Fylgni við t.d. fyrirburafæðingar og post op sýkingar.
Konur með skeiðareinkenni hafa…
…helmingur þeirra hafa skeiðarsýklun, sveppi eða Trichomonas.
25% geta haft þvagfærasýkingar, C. trachomatis eða lekanda. Ath. að taka alltaf sýni!!!
Hvað þarf að koma fram í sögu/skoðun þegar kvk hafa skeiðareinkenni?
Fyrri vaginal vandræði, aðrir sjúkdómar. Lyf - sýklalyf, sterar, pillan. Kynhegðun - makaskipti, fjöllyndi og munnmök, til dæmis. Hreinlætisvörur - kemisk erting eða ofnæmi, t.d.
Athuga hvar vandamálið er - sköp, skeið eða legháls? Skiptir máli upp á sýnatökuna að gera!
Hvað gerir pillan varðandi skeiðarsýkingar?
Hún virkar eins og þungun og breytir þannig epithel frumunum - eykur tíðni sveppasýkinga.
Hvar skal taka sýni fyrir sveppi, skeiðarsýklun og trichomonas?
Hátt upp í skeið, þó ekki á leghálsi.
Hvar skal taka sýni fyrir Chlamydiu og lekandi annars vegar, og Gr. B streptokokka hins vegar (hjá kvk)?
C og l annaðhvort niður eftir skeiðarveggjum eða í leghálsi, því sekresjónir úr leghálsi fara niður í skeið.
S. gr. B hjá barnshafandi konum - neðsti þriðjungur skeiðar og analstrok með sama pinna. (heilahimnubólga hjá barninu, barnsfararsótt hjá konunni).