18: Enterobacteriaceae I (Escherichia) Flashcards
Hvaða Enterobacteriaceae eru til umfjöllunar hér?
Escherichia, Salmonella, Yersiniae, Proteeae og Klebsiella.
Hverjir eru helstu eiginleikar Enterobacteria?
Heimkynni eru í görnum manna og dýra. Finnast oft í vaginu og efri loftvegum inniliggjandi sjúklinga. Gram neikvæðir stafir eða coccobacilli. Margir hreyfanlegir með svipu, sumir hafa hjúp en aðrir lauskennt ytra slímlag. Vaxa bæði aerob og anerob, oft með sótthreinsiónæmi. Gerja glucosu, oxidasa neg. og breyta nítrötum í nítrít. Breytileg meinvirkni, hafa endotoxín og sumar exotóxín.f
Greiningar Enterobacteria?
API.
Serólogiskar greiningar til faraldsfræðilegra rannsókna - (O antigen, H antigen og K antigen).
Hvað gera O, H og K antigen Enterobacteria?
O er ysti hluti LPS hjá Gram neg. Mismunandi sykrur/hliðarkeðjur milli baktería. H antigen er flagelluantigen - ath. að Shigella hefur ekki flagellu og því ekki H-antigen. K-antigen er kapsúluantigen.
E. coli veldur helst…
…þvagfærasýkingum (endogen blöðrubólga hjá konum á barnseignaraldri, aðallega), iðrasýkingum, nýburasýkingum (heilahimnubólga) og tækifærissýkingum (algengur í spítalasýkingum).
Shigella dysenterieae veldur…
…blóðkreppusótt.
S. flexneri, S. boydii og S. sonnei valda…
…iðrasýkingum.
Í hvaða 3 flokka er Enterobacteria skipt, praktískt?
- Coliform bakteríur sem gerja lactosu hratt, eru hluti af eðlilegri ristilflóru og eru tækifærissýklar. (Escherichia, Klebsiella, Enterobacter, Hafnia og Citrobacter).
- Noncoliform tækifærissýklar sem gerja ekki laktósu. (Proteus, Morganella, Providnecia og Edwardsiellla).
- Sannir sýklar (Salmonella, Shigella og Yersenia).
Helstu einkenni Escherichia coli.
Gram neikvæður stafur, laktósugerjandi, vex vel á blóðæti og MacConkey. Serotyping: O, H og K antigen. Flokkun byggir á O og H antigenum. 5 mismunandi “virotypes” - t.d. eftir adherence og toxínmyndun.
Enteropathogenic (EPEC) E. coli…
…Tengt niðurgangi ungbarna í þróunarríkjum. Smáfaraldrar á dagheimilum þekktir. Veldur slímkenndum niðurgangi.
Enterotoxigenic (ETEC) E. coli…
…Tengjast slímhúð og losa toxín sem valda niðurgangi með hypersecreation á söltum frá slímhúðarfrumum í meltingarvegi og vatnskenndum niðurgangi. Niðurgangur barna í þróunarríkjum og ferðamannaniðurgangur.
Enteroinvasive (EIEC) E. coli…
…sjaldgæf en getur valdið einkennum blóðkreppusóttar - hiti, kviðverkir, blóðugur niðurgangur.
Enterohemorrhagic (EHEC) E. coli…
…algengasta tegundin á Vesturlöndum. Matareitrun algeng smitleið. Faraldrar á hjúkrunarheimilum, skólum og í samfélagi. (smitast m.a. með hakki…)
Enteroaggregative (EAEC) E. coli…
…veldur (langvarandi) niðurgangi hjá ungbörnum í þróunarríkjum og ferðamannaniðurgangi.
E. coli O157:H7…
…er EHEC, VTEC (verocytotoxin producing E. coli vt1 og vt2), STEC (Shiga toxin producing E. coli stx1 og stx2). O og H antigen, bakteríuveira skráir fyrir toxíni. Finnst oftast við saurræktun hér en Shigella. Veldur blóðugum niðurgangi, miklum, krampakenndum kviðverkjum en sjaldnast hita. Hemolytic uremic syndrome. Fyrsti faraldur 1982.
Hvernig smitast E.coli O157:H7?
Tengt salati og ógerilsneyddri mjólk/eplasafa. Smit frá petting farms, milli manna og við sund í saurmenguðu vatni.
Hvernig er E.coli O157:H7 greindur?
Greinum O157 með ræktun á Sorbitol MacConkey agar, því hann getur ekki gerjað sorbitol og myndar glærar kóloníur. Agglutination próf fyrir O157 antigeni.
Einkenni E.coli?
Meðgöngutími 2-12 dagar, vatnskenndur niðurgangur í 3 daga og svo hefst blóðugur niðurgangur. Ef HUS þróast, þá er það greint 5-13 dögum eftir byrjun niðurgangs. Flestir hitalausir. Kviðverkir mjög slæmir, þreifieymsli og verkir við hægðalosun. Hvítkorn í saur helmings.
Hverjir eru 3 fylgikvillar EHEC?
Hemorrhagic colitis, HUS (Hemolytic uremic syndrome - aðalorsök bráðrar nýrnabilunar í börnum) og Thrombotic thrombocytopenic purpura.
Hvað er HUS?
Hemolytic uremic syndrome, bráða nýrnabilun. Mest í börnum. Blóðskortur (hematókrít undir 30%) og merki um rauðkornaskemmdir), Blóðflögufæð og kreatinin yfir eðlilegum mörkum miðað við aldur. Fjölkerfabilun, MTK, bris, hjarta og fleiri líffærakerfi.
Pathogenesis E.coli O157:H7…
…ath. að sýking í görn veldur ekki jákvæðum blóðræktunum, en Shiga toxin komast í blóð, særa æðaþel og valda blóðsegamyndun. Það veldur svo hemorrhagic colitis og HUS.
Hver er Rx fyrir E.coli?
Innlögn (upp á smitgát og saltvatn í æð að gera, sem verndar nýru og dregur úr kviðverkjum). Ekki gefa sýklalyf (HUS), ekki NSAID (draga úr blóðflæði til nýrna) og ekki lyf sem hægja á garnahreyfingum.