28: Loftfælur Flashcards
Hverjir eru 5 flokkar baktería byggðir á súrefnisþörf þeirra?
Loftháðir (strict aerobe) Valbundnar loftfælur (facultative anaerobe) Loftþolnir (aerotolerant anaerobe) Loftfælnir (strict anaerobe) Þola lágan O2 styrk (microaerophilic).
Hver er skilgreining á loftháðum sýklum?
Drepast ef þeir fá ekki súrefni. Frl. orku í nærveru súrefnis, orkugjafi brotinn niður í vatn og CO2 og nýtist því vel. Gerja ekki. Dæmi: Mycobakteríur, Pseudomonas, Bacillus.
Hver er skilgreining á valbundnum loftfælum?
Nota súrefni ef það fæst, gerja annars. Vaxa betur MEÐ súrefni. Dæmi: E.coli, Shigella og S. aureus.
Hver er skilgreining á loftþolnum sýklum?
Gerja hvort sem þeir fá súrefni eða ekki, en þola FLESTIR súrefni. Vaxa betur ÁN súrefnis. Dæmi: Streptokokkar.
Hver er skilgreiningin á loftfælum?
Drepast (mishratt) í námunda við súrefni (virkar sem eitur). Háðir öðrum rafeindaviðtökum en súrefni og vinna orku með gerjun. Dæmi: Clostridium og Bacteroides.
Hvernig vinnst orka með gerjun?
Orkugjafinn brotnar ekki fullkomlega niður við gerjun og nýtist því verr en við O2 háð niðurbrot. Lífræn úrgangsefni myndast, t.d. sýrur og alkóhól.
Hvað nota aðrar bakteríur en loftfælur til að vinna úr O2?
Súperoxíð dismútasa, katalasa og peroxídasa.
Hvaða loftfæla er í graftarpollum? (abscessum)
Trickety trick questionus! Vanalega blönduð flóra af loftfælum!
Hvað gerir loftHÁÐA tegundin í abscessum?
Eyðir súrefninu og býr þannig í haginn fyrir loftfælurnar.
3 almenn atriði um sýkingar af völdum loftfæla:
Oft endogen sýkingar (frá eigin sýklum), tengjast rofi í slímhúðum og lélegri blóðrás og dauðum vef.
Hverjir eru helstu sýkingarstaðir loftfæla?
Heili, munnur (tennur líka), lungu, hjartaþel, kviðarhol, húð-og mjúkvefir, grindarbotn, dauður vefur.
Hvernig eru loftfælur greindar?
Oft erfið greining því loftfælur þola illa flutning (vegna O2). Taka nóg af sýni (frekar gröft en strok) og senda strax!
Meðferð loftfælinna sýkinga felst í…
Skurðaðgerð (skera burt dauðan vef, hleypa út greftri), og sýklalyfjum.
Hvaða sýklalyf verkar eingöngu á loftfælur?
Metranidazole.
Penicillin og ampicillin verka…
…vel á hluta loftfælinna sýkla, sérstaklega með betalaktamasa hemjurum.
Amínóglýkósíð og vankómýcin…
…geta verið eitruð fyrir nýru og eyru og valdið heyrnarleysi í fólki sem ber sérstaka stökkbreytingu.
Clostridium er líka kallaður…
…snældusýkill! Er Gram jákvæð.
Hvar lifir Clostridium?
Víða í umhverfi og er hluti af eðlil. rotnun náttúru. Einnig hluti eðlil. flóru í þarmi.
Hvað er sérstakt við Clostridium og Bacillus?
Þær eru einu TVÆR tegundir Gram JÁKVÆÐRA baktería sem geta myndað spora!