43: Efri loftvegasýkingar Flashcards
Veirur og pneumokokkar dreifast með…
…hnerra, mikið til.
Algengustu sýkingar…
…eru efri loftvegasýkingar, bæði vegna baktería og veira. Kvef er þar langalgengast en það leiðir oft til bakteríusýkinga í afholum efri loftvega (miðeyrum, skútum o.s.frv.)
Bakteríusýkingar í efri loftvegum eru…
…hálsbólga, eyrnabólga, skútabólga, augnslímubólga og barkaloksbólga.
Algengustu ástæður heimsókna til lækna eru…
…hálsbólga, aðallega en eyrnabólga hjá yngstu börnunum. Á leikskólaaldri eru það veirur sem valda en streptókokkahálsbólgur verða algengari á grunnskólaaldri.
Hverjar eru orsakir hálsbólgu/tonsillopharyngitis? (bæði veirur og bakteríur).
Margar veirur - þá oft einkenni frá nefi.
Bakteríur: S. pyogenes, hemolytiskir streptokokkar flokkur C og G, Arcanobacterium haemolyticum, Corynebacterium diphtheriae og Neisseria gonorrhoea (smitast þá með oral sex).
Viljum meðhöndla grúppu A (S. pyogenes) en síður C og G, nema ef mikið ræktast.
S. pyogenes hálsbólga…
…er algengust hjá 5-15 ára. Smitast oftast með snertingu og úðasmiti. 2-4 daga meðgöngutími. Hálssærindi, slappleiki, hiti og höfuðverkur. Roði í munnkoki, stækkaðir rauðir hálskirtlar með gráhvítri skán. Eitlastækkanir aftan við kjálka.
Skarlatssótt…
…er fylgikvilli hálsbólgu vegna S. pyogenes, þegar bakterían myndar pyrogenic exotoxin. Streptokokkal pyrogenic exotoxin eru antigenisk, superantigen. 4 gerðir (speA þekktast). Einkenni eru hálsbólgan+roði á húð og jarðarberjatunga. Rx með penisillini.
Hvers vegna viljum við meðhöndla S. pyogenes hálsbólgur?
Vegna fylgikvillanna sem skiptast í ýmsar ígerðir/suppurative (peritonsillar cellulitis, peritonsillar abscess, retropharyngeal abscess getur farið í mediastinum og orðið mjög alvarlegt, otitis media og sinusitis) og non-suppurative (gigtsótt/rheumatic fever og bráð nýrnahnoðrabólga). Blóðsýkingar.
S. pneumoniae, S. aureus, H. influenzae og N. meningitidis…
…valda ekki hálsbólgu!
Hvernig er hálsbólga greind?
Taka hálsstrok - skoðun og saga greinir ekki milli baktería og veira! Ræktun er næmust. Einnig hægt að gera antigenpróf á staðnum en þá greinist bara gp. A.
Hlutfall gp. A bera?
45% hjá yngstu börnunum og 22% í heildina - hætta á ofmeðhöndlun ef strok væri tekið hjá öllum.
Miðeyrnabólga/otitis media…
…er ein af algengustu sýkingum á heilsugæslum. Algengastar hjá 6-36 mánaða, koma gjarnan í kjölfar veirusýkinga. Algengasta ábendingin fyrir sýklalyfjagjöf en lagast hins vegar oft af sjálfu sér.
Hvaða bakteríur valda otitis media og hverjar þeirra þyrfti að meðhöndla?
S. pneumoniae (algengust, 35 til 55%), H. influenzae, M. catarrhalis og S. pyogenes. Allt af þessu læknast sjálft nema pneumokokkarnir og meðferð miðast við þá, því erfitt er að ná sýni. Ath. að óheppilegt er í raun að gefa sýklalyf um munn fyrir svo lítið svæði - nýjar meðferðir í þróun.
Sinusitis…
…er oft fylgikvilli veirusýkinga í efri loftvegum líkt og otitis media. Sömu orsakir. Sýklalyf mjög misnotuð hér! Kvef í langan tíma jafngildir ekki sinusitis! Meðhöndla ef bólga/verkur í andliti, hiti hærri en 39°C.
Nasal discharge, veirukvef og sinusitis…
…margir tengja nasal discharge við sinusitis en það getur fylgt veirukvefi í jafnvel 2 vikur! Einnig eru allir litir hors eðlilegir fyrir veirukvef, og hósti líka.