42: Heilahimnunbólga og heilaígerðir Flashcards
Hvernig kemst sýkill í gegnum blood brain barrier? Hvað gerist svo?
Það er ekki alveg vitað/fullskýrt. En hann gerir það og fjölgar sér svo í subarachnoideal rými. Bólguviðbrögð verða þar, sem hindra flæði mænuvökva og valda æðabólgu í heila. Aukið æðagegndræpi (hluti bólguviðbragða). Þetta veldur heilabjúgi með auknum innankúpuþrýstingi og drepi í heilaveg vegna æðaþrengsla. Afleiðing er hiti, höfuðverkur, hnakkastífleiki, rugl, minnkuð meðvitund, uppköst og krampar.
Hvað þarf til að ífarandi sýking af völdum N. meningitidis verði?
Einstaklingur þarf að vera útsettur fyrir meinvaldandi stofni N. men, bakterían þarf að taka sér bólfestu í slímhúð og lifa af í blóði (polysaccharide hjúpur er stórt hlutverk gegn vörnum líkamans og skertar varnir auka líkur á sýkingu - t.d. hjá ungabörnum og ónæmisbældum).
Hverjar eru aðrar smitleiðir en frá nefkoki?
Blóðborið smit í kjölfar sýkinga, t.d. lungnabólgu eða blóðsýkinga. Við aðgerðir/áverka, sýkill sest að í aðskotahlut, beint frá höfuðholum.
Mikilvægt - hvaða sýklar valda heilahimnubólgu, eftir aldurshópum og áverkum?
Nýburar - S. agalactiae (GBS), E. coli og Listeria monocytogenes.
Börn/fullorðnir - N. meningitidis, S. pneumoniae
Eldra fólk - N. meningitidis, Listeria monocytogenes.
Brot í höfuðkúpubotni - S. pneumoniae, H. influenzae, S. pyogenes.
Höfuðáverkar, aðgerðir - S. aureus, S. epidermidis, aerobic gram neg bacilli.
Haemophilus influenzae…
…dánartíðni nú 3-6%. Var algeng orsök HHB hjá börnum fyrir bólusetningu en sést nú varla lengur.
Neisseria meningitidis…
…dánartíðni 3-13%, börn og ungt fólk. Veldur faröldrum, ólíkt öðrum HHBbakteríum. Algengara hérlendis en víða erlendis.
Streptococcus pneumoniae…
…dánartíðni 19-26%. Oft pneumokokkasýking annars staðar, t.d. lungu eða miðeyra. Áhættuþættir eru miltisleysi, krabbamein og sykursýki.
Listeria monocytogenes…
…dánartíðni 15-29%. Áhættuþættir eru ónæmisbæling og alkóhólismi.
Streptococcus agalacticae, GBS…
…dánartíðni 7-27%. Aðallega nýburar. Sjaldan í fullorðnum en þá helst í eldra fólki.
S. aureus…
…dánartíðni 14-77%, áhættuþættir m.a. heilaaðgerðir/áverkar, mænuvökvasamveita, sjaldnar sykursýki, alkóhólismi eða sprautufíklar.
Staphylococcus epidermidis…
…algengasta orsökin hjá sjúklingum með mænuvökvasamveitu.
E. coli, Klebsiella, Serratia marcescens, P. aeruginosa, Salmonella…
…sjást nú æ oftar í HHB. Áhættuþættir eru t.d. heilaaðgerðir/áverkar, nýburar, eldri fullorðnir, ónæmisbældir. E.coli hefur fjölgað hjá nýburum eftir að GBS fækkaði.
Hverjir eru sjaldgæfari orsakavaldar HHB?
Nocardia, loftfælur, S. gr.A, Enterococcus, viridans streptokokkar, Propionibacterium. Neurosyphilis hefur aukist í tengslum við AIDS. MTK einkenni sjást í 10-15% Lyme tilfella. Sveppir og sníkjudýr herja aðallega á ónæmisbælda, t.d. AIDS og hvítkornafæð.
Hvernig er HHB greind?
Með mænuvökva, bæði er gramslitað og ræktað. Oft sjást hvítkorn en stundum ekki - kannski bara ekki komin af stað í nægu magni til að sjást. Hefja meðferð strax, ekki bíða eftir niðurstöðum. Blóðrækt bætir greiningarmöguleika. Ath. að bólusett er fyrir meningokokkum gr. C - ef það greinist í HHB þarf að skoða það vel.
Hverjir eru algengustu orsakavaldar HHB?
Neisseria meningitidis var algengust hjá fullorðnum hérlendis í síðustu rannsókn en þó misalgengt eftir aldurshópum - því eldra sem fólk verður, því algengari verða pneumokokkar.
Hjá börnum, í þessari röð: N. men, Hib (nú bólusett), S. pneum og GBS.