27: Spíróketur Flashcards
Spíróketur eða gyrmi eru…
…grannar, gormalaga bakteríur. Oftast erfitt að lita og rækta því mótefnamælingar notaðar til greiningar.
Hverjar eru spíróketurnar þrjár (til umfjöllunar hér)?
Treponema, Borrelia og Leptospira.
Nefndu 4 tegundir Treponema.
T. pallidum subsp. pallidum - syphilis/sárasótt T. pallidum subsp. endemicum - bejel T. pallidum supsp. pertenue - yaws T. carateum - pinta Síðustu 3 eru EKKI kynsjúkdómar.
Nefndu 2 tegundir Borrelia og sjúkdóma af þeirra völdum.
Borrelia burgdorferi - lyme sjúkdómur
Borrelia spp. - relapsing fever
Liðfætlur bera þetta í menn.
Nefndu eina tegund Leptospiru og sjúkdóm.
Leptospira interrogans - leptospirosis. (complicated as I don’t know what!)
Syphilis um aldamótin 1900 var…
… aðalorsök tauga- og hjartasjúkdóma.
Hvernig smitast syphilis? 4 leiðir.
Við kynmök (þá úr sárum), nána snertingu við sár (t.d. kossa), meðfætt, við blóðgjöf, en ALDREI af dauðum hlutum því bakterían er viðkvæm.
Hvers vegna verður oft langvarandi sýking við sýphilis?
Því það vantar tegundarsérhæfða mótefnavaka - bakterían kemst þannig undan ónæmiskerfi.
Hverjar eru 5 sjúkdómsmyndir syphilis?
Primary, secondary, latent og tertiary syphilis. Congenital syphilis.
Hvernig lýsir primary syphilis sér?
Sár á smitstað eftir ca. 3 vikur (ath. erfiðara að finna hjá kvk). Sársaukalaust en mikið smitefni í sárinu! Sárið hverfur á sirka 2 mán. Treponema fer í blóð strax eftir smit og dreifist um allt.
Hvernig nýtist “dark field” smásjá í primary syphilis?
Hægt að greina sýni (þó ekki úr munni/endaþarmi, þar eru meinlausar spíróketur) og sjást þá litlir gormar.
Hvernig lýsir secondary syphilis sér?
Treponema er komið út um allan líkamann - flensulík einkenni og almenn útbrot (ath. líka á ILJUM OG LÓFUM!) koma eftir 6 vikur, sirka. Útbrotin geta verið smitandi og hverfa á vikum/mánuðum. Greina má með smásjárskoðun á útbrotum og blóðvatnsprófi.
Hvernig lýsir latent syphilis sér?
Byrjar þegar einkennum secondary syphilis lýkur. Getur varað í nokkur ár með secondary köstum inn á milli. Bakterían lifir í líkamanum og getur verið í blóði í ca. 8 ár. Fóstur í hættu á þessum tíma.
Hvenær er sjúklingum ekki lengur smitandi með kynmökum?
Um 4 árum eftir smit.
Hvernig lýsir tertiary (late) syphilis sér?
Kemur í ca. 30% tilfella ef ekki Rx, þá árum/áratugum eftir smit. Krónísk bólgusvörun með mögulegum skemmdum í öllum líffærum. Neurosyphilis og cardiovascular syphilis (aortitis algengt). Gumma hvar sem er.
Hvað er gumma og hvenær kemur það fram?
Gumma er granuloma-líkar breytingar, hnúðar, oftast í húð, lifur, milta og beinum en geta komið hvar sem er og fylgja tertiary syphilis. Fara jafnvel gegnum bein.
Hvaða baktería fer í gegnum bein, utan gumma af völdum Treponema?
Actinomyces, sem er Gram jákvæður stafur.
Hvernig er Treponema greind?
Hvorki ræktað né Gramslitað, heldur skoðað í dark field smásjá. Einnig mótefnamælingar (2 týpur)
Hvernig eru mótefnamælingar fyrir Treponema? (2 týpur)
Prófað fyrir ósértækum antigenum (skimun með VDRL og RPR, cardiolipin sem mótefnavaki. 70-100% næmi eftir stigi sýkingar) vs. sértækum antigenum (staðfesting, TPHA, FTA, breytast minna við meðferð. Oftar jákvæð seinna í sjúkdómnum).
Hvað eru Bejel, Yaws og Pinta og hvernig lýsa þeir sér?
Þeir eru aðrir Treponema sjúkdómar. Koma fram í munnholi, húð eða beinum, aðallega í börnum og unglingum. Valda jákvæðum syphilis mótefnaprófum (hafa í huga með innflytjendur frá Suðri og Mið-Austurlöndum).
Hverjir eru Borreliu sjúkdómarnir? (2)
Lyme disease og relapsing fever, bæði faraldrar og landlæg.
Með hverju smitast B. burgdorferi, hverju veldur hún og hver er geymsluhýsill?
Smitast með mítlum (Ixodes spp.), veldur Lyme og smádýr og stærri spendýr eru geymsluhýslar.
Hvað ber B. recurrentis, hverju veldur hún (ef faraldur!!!) og hver er geymsluhýsill?
Borin af fatalús milli manna, veldur relapsing fever og maðurinn er eini geymsluhýsillinn.
Hvað veldur landlægri rykkjasótt (relapsing fever), hvað ber hana og hverjir eru geymsluhýslar?
Aðrar Borrelia tegundir en recurrentis, borin af mítlum (Ornithodoros) og smádýr eru geymsluhýslar.
Hverjir eru geymsluhýslar Lyme?
Nagdýr, fuglar, dádýr, húsdýr o.fl. Mismunandi eftir svæðum. Lirfu- og nymphustig Ixodes nærast á vorin á litlum fuglum og spendýrum, en á haustin eru þau fullorðin og nærast á húsdýrum og dádýrum.
Hvaða Ixodes tegundir bera B. burgdorferi? (sem veldur Lyme)
Icodes ricinus (Evrópa, kannski landlægur hér), I. pacificus og I. scapularis (USA), I. persulatus (A-Evrópa og Asía).
Hvernig lýsir Lyme sér?
Fyrst koma erythema migrans útbrot á bitstað (en oft engin útbrot!!!). Svo útbreiðsla í líkamanum með nýjum EM blettum, flensulíkum einkennum, heilahimnu-/heilabólgu, hjartsláttartrufulunum, stoðkerfisverkjum o.fl.
Seinna: liðbólgur, TKeinkenni, húðblettir o.fl.
Hvernig er Lyme greindur?
Með mótefnamælingum - IgM mælist 2 til 4 vikum eftir EM og IgG koma síðar. Því þarf stundum að bíða með blóðsýnatöku.
Hver er Rx fyrir Lyme?
Amoxicillin, doxycycline, cefuroxime.Meðhöndla strax við grun! Muna svo mítlavarnir og hyljandi fatnað.
Hvernig er relapsing fever greindur?
Með Giemsa lituðu blóðstroki.
Hvernig valda Borreliur sjúkdómi?
Ekki alveg ljóst. T.d. í Lyme - er það sýkillinn sjálfur eða kross-ónæmisviðbrögð?
Hverjir eru geymsluhýslar Leptospiru?
Nagdýr og smáspendýr, sem skilja sýkil út í þvagi. Menn sýkjast af hlandmenguðu vatni eða dýrunum sjálfum gegnum slímhúðir/sár.
Hver eru einkenni leptospiru?
Einkennalaus/væg flensulík einkenni en sjúkdómurinn er alvarlegur - skemmtir endothel, veldur nýrna- og lifrarbilun með gulu (Weil syndrome), lungnabólgu með blóðhósta og heilahimnubólgu.
Hver er greining og Rx fyrir Leptospiru?
Pen. og doxycycline. Bólusetningar fyrir hús-og gæludýr.