27: Spíróketur Flashcards
Spíróketur eða gyrmi eru…
…grannar, gormalaga bakteríur. Oftast erfitt að lita og rækta því mótefnamælingar notaðar til greiningar.
Hverjar eru spíróketurnar þrjár (til umfjöllunar hér)?
Treponema, Borrelia og Leptospira.
Nefndu 4 tegundir Treponema.
T. pallidum subsp. pallidum - syphilis/sárasótt T. pallidum subsp. endemicum - bejel T. pallidum supsp. pertenue - yaws T. carateum - pinta Síðustu 3 eru EKKI kynsjúkdómar.
Nefndu 2 tegundir Borrelia og sjúkdóma af þeirra völdum.
Borrelia burgdorferi - lyme sjúkdómur
Borrelia spp. - relapsing fever
Liðfætlur bera þetta í menn.
Nefndu eina tegund Leptospiru og sjúkdóm.
Leptospira interrogans - leptospirosis. (complicated as I don’t know what!)
Syphilis um aldamótin 1900 var…
… aðalorsök tauga- og hjartasjúkdóma.
Hvernig smitast syphilis? 4 leiðir.
Við kynmök (þá úr sárum), nána snertingu við sár (t.d. kossa), meðfætt, við blóðgjöf, en ALDREI af dauðum hlutum því bakterían er viðkvæm.
Hvers vegna verður oft langvarandi sýking við sýphilis?
Því það vantar tegundarsérhæfða mótefnavaka - bakterían kemst þannig undan ónæmiskerfi.
Hverjar eru 5 sjúkdómsmyndir syphilis?
Primary, secondary, latent og tertiary syphilis. Congenital syphilis.
Hvernig lýsir primary syphilis sér?
Sár á smitstað eftir ca. 3 vikur (ath. erfiðara að finna hjá kvk). Sársaukalaust en mikið smitefni í sárinu! Sárið hverfur á sirka 2 mán. Treponema fer í blóð strax eftir smit og dreifist um allt.
Hvernig nýtist “dark field” smásjá í primary syphilis?
Hægt að greina sýni (þó ekki úr munni/endaþarmi, þar eru meinlausar spíróketur) og sjást þá litlir gormar.
Hvernig lýsir secondary syphilis sér?
Treponema er komið út um allan líkamann - flensulík einkenni og almenn útbrot (ath. líka á ILJUM OG LÓFUM!) koma eftir 6 vikur, sirka. Útbrotin geta verið smitandi og hverfa á vikum/mánuðum. Greina má með smásjárskoðun á útbrotum og blóðvatnsprófi.
Hvernig lýsir latent syphilis sér?
Byrjar þegar einkennum secondary syphilis lýkur. Getur varað í nokkur ár með secondary köstum inn á milli. Bakterían lifir í líkamanum og getur verið í blóði í ca. 8 ár. Fóstur í hættu á þessum tíma.
Hvenær er sjúklingum ekki lengur smitandi með kynmökum?
Um 4 árum eftir smit.
Hvernig lýsir tertiary (late) syphilis sér?
Kemur í ca. 30% tilfella ef ekki Rx, þá árum/áratugum eftir smit. Krónísk bólgusvörun með mögulegum skemmdum í öllum líffærum. Neurosyphilis og cardiovascular syphilis (aortitis algengt). Gumma hvar sem er.