Þvagfærasjúkdómar Flashcards
Hvað er tubulointerstitial nephritis?
Það verður skert tubular starfsemi .
Hver eru einkenni tubulointerstitial nephritis?
Minnkuð hæfni til að þétta þvag og þá verður polyuria, noctura, tap á söltum, skert hæfni til að skilja út sýrur, skert endurupptaka eða útskilnaður ákveðinna efna.
Segðu frá pyelonephritis
Ascending sýkingar þar sem að colonisering verður á distal urethra.
Bakteríur berast upp í þvagblöðru og svo upp til nýrna.
Tengist lélegri blöðrutæmingu og vesicoureteral bakflæði.
Hvaða þættir geta stuðlað að acute pyelonephritis?
Flæðishindrun aðgerðir vesicoureteral bakflæði þungun kyn aðrir sjúkdómar í nýrum með örmyndun sykursýki ónæmisbæling
Segðu frá vesicoureteral reflux?
1-2% barna hafa VUR og verulegur hluti þeirra fær þvagfærasýkingar.
Við þvaglát lokast þvagleiðarinn þar sem hann gengur í gegnum blöðru en við VUR helst leiðin opin og þvag þrýstist til baka upp í þvagleiðara.
Getur sést hjá fulloðrnum sérsatklega í tengslum við sykursýki og mænuskaða.
Hver er meingerð acute pyelonephritis?
Bráð interstitial bólga með blettótta dreifingu.
Íferð PMN í píplur og tubular drep
Hverjar eru komplicationir acute pyelonephritis?
Drep í papillum
pyonephrosis
perinephric abscess
Hver eru einkenni acute pyelonephritis?
Verkir, hiti slappleiki
Ertingseinkenni frá blöðru
Hvít korn í þvagi, hvítkornaafsteypur.
Jákvæð þvagræktun
Hver er gangur acute pyelonephritis?
Gengur oftast yfir á nokkrum dögum með réttri sýklalyfjameðferð.
Ef undirliggjandi sjd. sem valda flæðishindrun meiri hætta á endurteknum sýkingum og meiri nýrnaskaða.
Hver er mikilvæg orsök krónískrar pyelonephritis?
Interstitial bólga og örmyndanir í nýrnavef sem valda inndráttum í cortex og aflögun calyces.
Hverjar eru meinmyndir krónísks pyelonephritis?
Chronic obstructive pyelonephritis-> flæðishindrun stuðlar að endurteknum sýkingum.
Reflux nephropathy-> tengt vesicoureteral reflux.
Hver er microskópísk meingerð í krónískum pyelonephritis?
Tubular atrophy, útvíkkaðar píplur, mismikil interstitial bólga og fibrosa. Glomeruli eðlilegir fyrst en síðan verður secunder sclerosa.
Hver eru einkenni krónísks pyelonephritis?
Einkenni mismunandi. Stundum eindurtekin acute pyelo, stundum lítil einkenni þar sem skert starfsemi eða háþrýstingur.
Hver eru einkenni acute drug induced interstitial nephritis?
Einkenni byrja tveimur vikum eftir lyfjatöku með hita, eosinophilu, útbrotum og einkennum frá nýrum- blóðmigu, væga prótínmigu og hvítum blóðkornum í þvagi ásamt skertri starfsemi.
Hver er meingerð acute drug induced interstitial nephritis?
Lyfin bindast þáttum í frumuhimnu pípluþekju og gera þá þar með framandi.
Hver er míkróskópíska meingerðin?
Bjúgur og íferð eitilfruma og macrophaga.
Eosinophilar og PMN einnig oft til staðar.
Hver er meðferð gegn acute drug induced interstitial nephritis?
Gengur til baka þegar lyfjagjöf er hætt en getur tekið langan tíma.
Ónæmisbælingu með sterum er oft beitt.
Hvaða nýrnasjúkdómum getur NSAID ollið?
acute tubular injury (undirliggjandi vökvatap)
acute interstitial nephritis
acute interstitial nephritis og minimal change
membranous nephropathy
Hvað er brátt síðuheilkenni?
Bráð nýrnabilun hjá ungum mönnum á Íslandi.
Svæsinn verkur í síðu eða kviði ásamt bráðri nýrnabilun án annarrar skýringar en notkun bólgueyðandi lygja og/eða áfengisneysla
Hver er algengasta ástæða bráðrar nýrnabilunar?
acute tubular injury
Hverjar eru horfur ATI?
Horfur háðar margvíslegum undirliggjandi orsökum, og dánartíðni er há í alvarlegri formum.
Er ástand sem að getur gengið tilbaka með réttri meðferð.
Hverjar eru orsakir ATI?
Blóðþurrð eða eituráhrif á píplur.
Hvernig hefur blóðþurrð áhrif á ATI?
Píplufrumurnar eru mjög metabólískt virkar og hafa öflugar leiðir til efnaflutnings. Þær krefjast þess vegna mikla orku og súrefnisþörf.
Við súrefnisskort þá brenglast staðsetning flutningsprótína í frumuhimnum sem að auka magn Na jóna sem að berast til distal pípla. Það örvar þá RAAs.
Hver er meinmyndun ATI?
Ischemiskar tubular frumur gefa frá sér boðefni sem draga að hvít blóðkorn.
Skaddaðar píplufrumur losna líka frá BM og geta stíflað píplur. Það verður þá aukinn þrýstingur og minnkað GFR.
Leki úr píplum veldur interstitial bjúg og þýrstingurinn eykst sem að veldur meiri pípluskemmdum.
Intrarenal vasoconstriction tengist örvun RAAs og endothel skaða. Þá verður minnkað blóðflæði um gaukla og píplur.
Pípluskaðinn er ósamfelldur og BM varðveitis. Endurnýjun er því möguleg.