Sjúkdómar í smágirni Flashcards
Hverjur eru helstu meðfæddu gallarnir í smágirni og digurgirni?
- Atresia eða stenosis
- Dublicatio
- Meckels diverticulum
- Hirschsprungs sjúkdómur
Hvernig myndast Meckels diverticulum?
Omphalomesenteric duct lokast ekki að fullu.
Hvernig er Meckels diverticulum?
Það er poki á görninni sem að verður eftir því að omphalomesenteric duct lokast ekki að öllu. Pokinn er yfirleitt um 5-6 cm langur.
Það getur verið gastric slímhúð með eða án brisvef.
Hvað er Hirschsprungs sjúkdómur?
Congenital megacolon þar sem að þvermál ristilsins er yfir 6-7 cm langur.
Tengist oft öðrum anomalium.
Hversu algengt er Hirschsprungs sjúkdómur?
Er um 1/5000-1/8000 lifandi fæðingum og er miklu algengara í strákum heldur en stelpum eða 4/1.
Hvers vegna verður starfræn truflun í megacolon og hvað veldur það?
Það er aganglíonískt svæði, en það vantar ganglion frumur í Meissners tauga-ganglion plexus eða Auerbachs tauga-ganglion plxus (mislangt segment).
Við þetta verður úttúttnun á ristlinum proximalt við aganglioníska svæðið.
Hver eru klínísku einkenni Hirschsprungs sjúkdóms?
Það vantar meconium eftir fæðingu og það verða uppköst eftir 48-72 klst.
Hvað veldur Hirschsprungs sjúkdómi?
Þegar að eðlileg migration neural crest frumanna frá cecum til rectum hefur brenglast.
Hvers vegna verður ischemia í görnum?
Ef að það verður stífla/lokun á annað hvort truncus coelicus eða annarri hvorri mesenteric æðunum (sup eða inf).
Undir hvaða kringumstæðum verður transmural drep í ischemískum garnasjúkdómi?
Ef að það verður lokun á stórri eða meðal stórri mesenteric slagæð.
Hvenær verður mural eða mucosal drep í ischemískum garnasjúkdómi?
Ef að það verður hypoperfusion eða staðbundin meinsemd í lítilli æð.
Hvenær kæmi sjaldgæfa venous thrombosis fram í görnum?
T.d. eftir abdominal trauma
Hverjar eru orsakir ischemískum garnasjúkdóms?
- Arterial thrombosis
- Arterial embolism
- Venous thrombosis
- Non-occlusive ishcemia: hjartabilun, shock, dehydration
- ýmislegt eins og geislaskemmdir, herniationir og volvulus
Hvernig er patólógían hjá transmural ischemíu í görnunum?
Garnaveggurinn verður dökkrauður til svartur. Drepið byrjar í slímhúð en gengur síðan niður eftir vegglögum.
Munur er á mörkum drepsvæðis eftir því hvort það er arterial drep eða venous drep. Mörkin eru miklu skarpari í arterial drepi.
Hvernig er patalógían hjá mural og mucosal ischemískum garnasjúkdómi?
Það eru multifocal drepsvæði með eðlilegum svæðum inn á milli. Það er ekki endilega rautt og necrótískt útlits. Það er bjúgur og sár í slímhúð.
Hvernig sérðu hvort um er að ræða transmural eða mural+mucosal drep í ischemiskum garnasjúkdómi?
Transmural kemur yfirleitt hjá eldra fólki og sést sem skyndilegir kviðverkir með blóðugum niðurgangi. Það er há dánartíðni.
Mural+ mucosal kemur fram sem óútskýrð úttúttnun á kvið og sem versnandi kviðverkir og blæðing með.
Hvað er angiodysplasia?
útvíkkaðar og hlykkjóttar æðar í mucosa og submucosa í coecum og hægri hluta ristils.
Hvernig myndast angiodysplasia?
Það verður aukinn þrýstingur í peristalsis sem að loka litlum æðum en stærri haldast opnar. Þá kemst blóð ekki í burtu og æðar dilaterast.
Hversu algengt er angiodysplasia?
Er um 20% marktækra blæðinga frá meltingarfærum. Kemur yfirleitt hjá fólki milli 50 og 60.
Hvað er gyllinæð?
Æðahnútur með útvíkkuðum venous æðum í anus.
Hvað veldur gyllinæð?
Aukin áreynsla við hægðalosun, venous stasis t.d. við meðgöngu.
Einnig portal hypertension.
Hver eru einkenni gyllinæðar?
Blæðing, sársauki, thrombosis. Ef external þá getur maður séð það.
Hver er skilgreining á niðurgangi?
Aukið magn hægða
Aukin tíðni hægða
Aukinn vökvi í hægðum ->linar hægðir
Hvað er dysentery hugakið?
Blóð í hægðum sem að fylgir sársauki. Rúmmál hægðan hefur minnkað.