Sjúkdómar í maga Flashcards
Hverjir eru meðfæddu sjúkdómarnir í maga (2)?
Heterotopia og Pyloric Stenosis
Hver eru einkenni pyloric stenosis?
Kröftug uppköst, peristalsis sést og fyrirferð.
Hver eru orsök pyloric stenosis? Hversu algengur er hann?
Ekki er vitað hver orsökin eru en það er talið vera ættgengt að hluta.
Hann er 1/4-500 fæðinga og er 3/1 hjá körlum.
Hver er meinafræðin á bakvið pyloric stenosis?
Það verður veruleg hypertrophia á pyloris vöðvanum ásamt bjúgi og bólgufrumuíferð í mucosu og submucosu..
Hver er meðferð pyloric stenosis?
Skera á vöðvann.
Hvers vegna koma magabólgur/magasár?
Það er ójafnvægi á milli árásarþátta og varnarþátta.
Hvaða þættir skemma slímhúðina? (6)
- Aukin sýra
- aukið pepsín
- aukið gallreflux
- autoimmune þættir
- helicobacter pylori
- Ischemia
Hvers konar baktería er H.pylori?
Gram neikvæður íboginn stafur sem að finnst eingöngu í tengslum við menn.
Algengi þeirra eykst með aldri.
Hver eru áhrif H.pylori á epithel frumur?
Þær mynda úreasa og exotoxin sem að skemma epithel frumur.
Hvaða próf sýna fram á H.pylori?
Sérlitanir á vefjasneiðum. Ureasa indicator og urea breath test.
Hverjar eru varnir slímhúðarinnar?
Slímlag og bicarbonate seyting. Þau eru svo háð slímsecretion, hraða niðurbrot slímsins, magni HCO3- og hraða penetrationar H+ jóna gegnum slímlagið.
Hvert er hlutverk prostaglandin (E) í verndun slímhúðarinnar?
PDE auka HCO3- myndun sem að verndar slímhúðina.
Hvernig er flokkunin á magabólgum?
Acute gastritis Chronic Gastritis -Týpa A -Týpa B -Týpa C
Hver er skilgreining acute gastritis?
Bráð bólga í magaslímhúð sem að gengur yfir og slímhúðin nær sér yfirleitt að fullu.
Hver eru orsakir acute gastritis (8)?
- NSAID
- alkóhól
- Reyjkingar
- Chemotherapíu lyf
- Uremia
- System sýking
- Stress ástand
- Ischemia-shock ástand.
Hver er talin meingerð acute gastritis?
Það verður aukin sýrusecretion með back diffusioin. Bicarbonate myndun minnkar. Blóðflæðið minnkar. Rof verður á verndandi mucous lagi sem er þá bein skemmd frá orsakavaldi.
Hver er meinafræðin á bakvið acute gastritis?
Bjúgur
Rof->Blæðing
vascular congestion
neurtophilar í epithel og eiginþynnu.
hver eru einkenni acute gastritis?
Oft lítil einkenni en fram getur komið ógleði og uppköst með kviðverkum. Einnig blæðing sem að getur ollið blóðugum uppköstum (haematemesis) og melena (blóð í hægðum).
Hver er skilgreiningin á krónískum gastritis?
Það verða krónískar bólgubreytingar í slímhúð magans sem að leiðir að lokum til slímhúðartrophiu og epithel frumu metaplasiu.
Hvernig er krónískur gastritis flokkaður?
Hann er flokkaður eftir orsök í: Týpa A- autoimmune Týpa B- H.pylori Týpa C- Reflux gastritis Hann er líka flokkaður eftir histólógíu: 1. Chronic superficial 2.atrophic 3.lymphocytic
Hverjar eru orsakir krónísk gastritis?
- Autoimmune
- H.pylori
- Reflux á galli
- Geislun
- Toxic:alkóhól+tóbak
- Granulomatous bólga t.d. Crohns
- Uremia
- Amyloidosis
Hvernig er morphologian hjá krónískum gastritis?
Það er bólgufrumuíferð með krónískum bólgufrumum.
Bólgan er misþétt. T.d er hún í efri lögum aðallega í chronic superficial gastritis en um alla slím húð í atrophic gastritis.
Í atrophic gastritis er intestinal metaplasia. Lymphoid folliclar tengist aðallega H.pylori.
Hvað þýðir það fyrir krónískan gastritis að það finnist neutrophilar?
Þá er aktív bólga og er chronic active gastritis
Hvað þýðir það að það er komið gastric atrophy hjá atrophic gastritis
Það þýðir að það er komið á lokastig. Þá hefur verið tap á magakirtlum og í staðinn komnir intestinal kirtlar. Það er lítil bólgufrumuíferð. Gastric atrophy er tengt gastric cancer.
Hvar á týpa A chronic gastritis sér stað?
Aðallega í corpus
Hvar á týpa B chronic gastritis sér stað?
Aðallega í antrum eða bæði í antrum og corpus.
Hver er meingerðin á týpu A gastritis?
Það er lítil eða engin sýrumyndun en það verður aukin seyting á gastrini. Hins vegar verður minnkuð seyting á pepsinogeni. Týpa A er autoimmune gastritis og er specifískur á magann en það er anti-parietal frumu mótefni sem að myndast.
Hver er meingerðin á týpu B chronic gastritis?
Þar verður aukin sýrumyndun en flestir hafa H.pylori sýkingu sem að seyta ureasa. Einnig getur pepsinogenið verið annað hvort hækkað eða bara verið eðlilegt.
Hver eru einkenni chronic gastritis? (5)
Sumir eru einkennalausir en einkennin eru:
- Ógleði+uppköst
- óljós magaóþægindi
- uppþemba
- pernicious anemia
- járnskorts anemia.
Hvar myndast helst peptic ulcer?
Í slímhúð þar sem að sýra og pepsin í magasafa hafa áhrif. t.d. í Vélinda, í maga, í skeifugörnum, efri jejunum, gastri-jejunal anastomosis og í Meckels diverticulum.
Hvernig flokkast magasár?
erosion, acute sár og krónískt sár.
hvaða þættir ýta undir myndun magasárs?
Erfðaþættir: Í blóðflokki O, eineggjatvíburar eða HLA-B5.
Zollinger-Ellison sx.
Tengdir þættir (aðallega duodenal sár): Sterar, H.pylori sýking, alkóhól cirrhosis, uremia, COLD, hyperparathyroidismus.
Hver er macroskópísk morphologia magasára?
Hringlaga með skörp mörk og oftast aðeins eitt sár. Það eru EKKI upphækkaðir sárbarmar og sárbotninn er slættur en harður. Einnig er geislandi aðlæg slímhúð.
Hvað er microskópíska útlit magasárs?
Askanazy zones sjást microscopically.
1. Exudat með fibrini og bólgufrumudebris.
2. Kjarnaleyfar og mest akút bólgufrumur.
3.Bólginn græðsluvefur
4. Fibrous bandvefur-örvefur.
Aðlæg slímhúð hefur oft króníska og aktíva bólgu og regeneration í epitheli.
Hverjar eru 5 helstu komplicationir magasárs?
- Blæðing
- rof
- penetratio
- obstructio
- malignitet
Hver eru klínísk einkenni magasárs?
Sumir eru einkennalausir.
Það getur komið fram brennandi eða seiðandi verkur í kvið sem að er verri á nóttunni eða 1-3 klst eftir máltíð. Matur og alkalísk efni slá á verkinn.
Ógleði kemur einnig oft fram.
Hver eru góðkynja æxlin í maga?
Polypar-separ
Leiomyoma
GIST
Carcinoid æxli
Hvaða gerðir eru af polypar æxlum?
Hyperplastískir og eru regeneratívir
Cystic fundic
Adenoma -premalignant
Hvaða tvö mynstur eru af adenoma í maga?
Tubular og svo villous
Hver er faraldsfræði illkynja æxla í maga? (4)
Áður fyrr var þetta algengasta dánarorösk vegna illkynja æxla hér á landi.
Lækkandi tíðni síðustu áratugina
Tíðni er hins vegar breytileg á milli landsvæði
T.d. er 8x hærri tíðni í Japan heldur en í USA
Hvað eru margir karlar og hvað eru margar konur greindar með magakrabbamein á Íslandi á hverju ári?
17 karlar en 12 konur.
Það eru 2,1% af allra greindra krabbameina hjá körlum á íslandi en 1,6% hjá konum. Meðal aldur er um 70 ára hjá báðum kynjum.
Hver er ástæða lækkandi tíðni krabbameina í maga?
Tíðni intestinal tegundar er að lækka.
Hvaða tvær gerðir eru af magakrabbameinum?
Intestinal og diffuse.
Hverjir eru áhættuþættir fyrir krabbameini?
(I)Arfgengir þættir: það er algengara í ættingjum, í blóðflokki A og arfgengi fyrir secretion einnar gerðar pepsinogens.
(II)Umhverfisþættir: carcinogen eða precarcinogen efni í fæðu. Nitrosamine.
Hvernig lýsir precancerous ástand sér fyrir magakrabbameini?
- Pernicious anemia og separ
- Magastúfur
- Intestinal metaplasia
- Epithel dysplasia:
- frumuatypía
- architectur
- ekki talað um in situ cancer í maga
Hver er skilgreiningin á early gastric cancer?
Þegar æxlisvöxturinn innan magans er bundinn við slímhúð eða slímhúð og submucosa. Þá skiptir ekki máli hvort meinvörp eru í eitlum eða ekki.
Hverjar eru horfur magakrabbameins?
Fyrir early gastric cancer eru það 80-100% 5 ára lifun en einungis 12% 5 ára lifun fyrir advanced cancer.
Hvernig eru early gastric cancer morphologian flokkuð?
I. protruded II. superficial: -elevated -flat -depressed III. excavated
Satt/ósatt: Um 17% early gastric cancer hafa eitlafjarmeinvörp ef að það finnst bæði í slímhúð og submucosa.
Satt.
Hver er skilgreiningin á advanced gastric cancer?
Æxlið hefur gengið dýpra niður í magavegginn en í submucosa
Hvar eru flest magakrabbameinin staðsett í maganum?
40% á curvatura minor en 12% á curvatura major. Lang flest þeirra eru í pylorus og antrum.
Hvernig eru magakrabbamein flokkuð (4)?
- Macróskópískt útlit:
- Sármyndandi
- nodular eða polypoid
- infiltrating - linitis plastica - Máta infiltratinar:
- expansive
- Infiltrative - Útbreiðsla: Eftir T, N, M stigun.
- Vefjagerð:
- Lauren flokkun: intestinal, diffuse eða óflokkanlegt.
Hver er mismunurinn á Intestinal og diffuse adenocarcinoma í maganum?
Intestinal hefur kirtilmyndun og getur verið á mismunandi þroskunargráðu. Intestinal metaplasia er algeng í aðlægri slímhúð.
Diffuse gerðin hefur signet ring frumur, lítið um kirtilmyndun og einnig eru aðskildar stakar frumur eða lítil frumusöfn. Lifun er verri í diffuse.
Satt/ósatt:
- Hluti æxla í magakrabbameini sýnir bæði intestinal og diffuse gerð í bland.
- Karlmenn eru alltaf líklegri til þess að fá magakrabbamein heldur en konur.
- Meðalaldurinn er hærri í diffuse adenocarcinoma í maganum.
- Satt.
- Ósatt, karlmenn eru líklegri til þess að fá intestinal gerðina en karlar og konur eru jafn líkleg til þess að greinast með diffuse gerðina.
- Ósatt. Meðalaldurinn er 47,7 ár í diffuse en 55,4 ár í intestinal.
Hver eru klínísku einkenni magakrabbameins?
Kviðverkir, þyngdartap, ógleði og uppköst,, lystarleysi, kyngingarörðugleikar, blæðing.
Margir eru oft lengi einkennalausir.
Systemísk einkenni geta líka komið fram eins og anemia, nephrotic sx og taugakerfis truflanir.
Hvernig er útbreiðsla og dreifing magakrabbameina?
- Direct- t.d. skeifugörn, vélinda, ristill og bris.
- Sogæðadreifing
- Fjarmeinvörp: þá með sogæðadrefingu og blóðæðadreifingu í lifur, lungu, nýrnahettur og eggjastokka.
- peritoneal útbreiðsla, sem verður í 25% af advanced krabbameinum. Krukenberg tumor.