Sjúkdómar í kynfærum karla Flashcards
Á hvaða frumur hefur testósterón áhrif á í blöðruhálskirtlinum?
Stromal frumur
Þekjufrumur
Seyta bæði vaxtarþætti sem að veldur því að frumurnar stækka.
Hvar verður hyperplasia nodularis prostatae sér stað?
Á mucosal/submucosal svæði.
Hvaða frumugerðir verða fyrir áhrifum HNP?
Bæði kirtlar og stroma.
Hver eru einkenni HNP?
Aukin tíðni þvagláta
Næturþvaglát
Erfitt með að hefja þvaglát
Slöpp buna
Hverjar eru afleiðingar HNP?
Sýkingar í þvagvegum
Bráð þvagretentio
Hydronephrosis.
Hver er meðferð HNP?
TURP aðgerð
Lyfjameðferð
-alpha blokkerar sem að draga úr samdrætti slétts vöðva í prostata
-5-alpha redúktasa inhibitor og hindrar því að testósterón breytist í dihydrotestósterón.
Satt/ósatt:
Nýgengi blöðruhálskrabbameins hefur minnkað síðan 1964.
Lífshorfur hafa batnað síðan 1964.
Ósatt: Nýgengi hefur aukist frá 16.1 upp í 97.4
Satt: Þrátt fyrir að nýgengi hafi aukist þá hafa lífshorfur batnað og eru komnar upp í 83%.
Það er vegna þess að með því að mæla PSA að þá finnum við einkennalausa sjúklinga fyrr.
Hvað er PSA?
Próteasi sem heldur sæði í fljótandi formi.
Það er ekki spesifískt fyrir krabbameini en frítt PSA er lægra í krabbameini.
ATH. Í glósum segir hann að hækkun á PSA er vísbending um að það sé krabbamein.
Hvað segja krufningarannsóknir okkur um blöðruhálskrabbamein?
Að 70% eru með krabbamein um 70-80 ára aldur.
Hvaða stigun er notuð fyrir prostata krabba?
TNM stigun
Hvernig er stiguninni skipt?
T1a: undir 5% í TURP
T1b: yfir 5% í TURP
T1c: Greint með nálarsýni
T2: Þreifanlegt æxli bundið við prostata.
T3: Vaxið í gegnum capsulu eða í vesicula seminalis.
T4: Vaxið í aðlæga vefi
Hverjar eru orsakir krabbameins í blöðruhálskirtli?
Erfðir- Rannsóknir á tvíburum sýna að um 42% rekja til erfða. Það er erðfabreytileiki á ýmsum litningasvæðum sem tengjast.
Umhverfisþættir- td mataræði.
Hvar eru upptök prostata krabba?
Í aðalkirtlum perifert.
Hvaða kerfi segir til um differentieringu á prostata?
Gleason.
Hver eru einkenni prostate krabbameins?
Oftast engin einkenni.
Einkenni vegna hyperplasiu
Einkenni vegna ífarandi vaxtar í aðlæg líffæri
Einkenni vegna meinvarpa, þá sérstaklega í hrygg.
Hvernig eru prostate krabbamein greind?
Nálarsýni vegna PSA hækkunar.
Nálarsýni vegna einkenna.
Fyrir tilviljun.
Hver er meðferð fyrir prostate krabbameins?
Oft engin.
Geislun eða skurðaðgerð
Endocrine meðferð
Hvaða æxli eru í eistum?
Kímfrumuæxli.
Sertoli frumuæxli
Leydig frumuæxli
Hvert er nýgengi kímfrumuæxla á Íslandi og hver er lifunin?
Í dag er 6.2 per 100.000 sem að er 4x aukning frá 1955.
5ára lifun í dag er yfir 95% en milli 1960-1980 var hún um 70%.
Hvaða aldrusbil er algengast að fá kímfrumuæxli í eistu?
Ungum mönnum frá 15-34 ára.
Hvað eykur hættuna á kímfrumuæxli?
Cryptorchidismus.
Hver er flokkun kímfrumuæxla?
Seminoma eða non-seminoma.
Non-seminoma er svo skipt í embryonal carcinoma, choriocarcinoma, yolk sac tumor, og teratoma
Hver eru einkenni kímfrumuæxla í eistum?
Stækkun á eistu en annars einkennalaus.
Meinvörp.
Hverjir eru æxlisvísar kímfrumuæxla í eista?
Beta-HCG og alpha-fetoprotein.
Hverjar eru horfur kímfrumuæxla í eistum?
Hafa batnað mjög mikið
Seminoma: Staðbundið og með meinvörp 80-100%.
Embryonal: Staðbundin: 80-100%. Meinvörp: 50% læknast.