Sjúkdómar í Vélinda Flashcards
Hvað þýðir Atresia
Þegar að op í líkamanum er lokað eða hefur eki myndast
Í fistula oesophagei, við hvað tengist fistulan?
Hvað er algengasta fistula tengingin?
Annað hvort berkju eða trachea.
Efri hluti vélinda er blindur endi en neðri hlutinn binst við barkann.
Lístu Fistula oesophagei (4)
(i)Blindur endi myndast (II)þetta er sjaldgæft (III) tengist oft öðrum göllum (IV)tengist við berkju eða trachea
Hverjir eru 3 meðfæddir gallar á vélinda?
- Stenosis
- Mucosal fellingar
- Gastric ectopia
Hverjar eru ástæður stenosis á vélinda? (2)
- Þrenging: sem að getur verið congenital eða áunnin.
2. Bandvefsþykknun í veggnum.
Hvað er Schatzkis hringur? Hvar myndast hann helst?
Er hringlaga mucosal felling inn í lumen vélinda. Hann myndast helst í neðri hluta vélinda
Hvað er Plummer-Vinson sx?
Er hringlaga mucosal felling.
Hvað er hiatus hernia, hvaða gerðir eru til af því og hver eru einkennin?
Hiatus hernia er þegar að hluti magans fer fyrir ofan þind, í gegnum víkkað hiatus oesophagei.
Gerðirnar eru sliding og paraesophageal. Sliding er algengara en paraesophageal er alvarlegra. Margir hafa engin einkenni en sumir fá brjóstsviða.
Hvað er Achalasia? Hver er meingerðin? Hver er orsökin?
Achalasia þýðir skortur á samhæfingu hreyfingu vélindans við kyngingu.
LES opnast ekki á eðlilegan hátt (því hann getur ekki slakað) og það verður dilatation á vélinda fyrir ofan. Biopsia sýnir vöðvahypertrophiu í LES.
Algengasta formið er primary achalasia og er idiopathic.
Getur komið í framhaldi af öðrum sjúkdómi þá Chaga’s sjúkdóm. Getur verið bólga í og við ganglion frumur og fækkun þeirra.
Hvað eru þrjár helstu gerðir af esophageal dicerticula og hvað er það?
Diveritcula í vélinda eru pokamyndanir á vélinda. Helstu gerðir eru Zenkers Diverticulum, Tractions diverticulum (örvefur utan við vélindavegginn) og Epiphrenic diverticulum (rétt ofan við LES).
Hvar á Zenkers diverticulum sér stað? Hver eru einkenni þess?
Á sér stað í efsta hluta vélindans.
helstu einkenni eru andremma og matarleifar gúlpast upp.
Hvað er Mallory Weiss?
Hvaða hópur fólks fær hann langflest? Hver eru einkenni?
Mallory-Wiess eru langlægar rifur, sem ganga misdjúpt inn í vegginn, neðst í vélindanu í slímlaginu.
Þetta kemur oftast hjá alkólistum en sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp eftir mikil uppköst.
Hvað er Boerhaave’s syndrome?
Þegar það verður perforatio (rofnar) í sárum, þá Mallory- Weiss.
Þegar það gerist þá fer loft inn í mediastinum og subcutaneous emphysyma getur myndast.
Hvað eru esophageal varicur?
Æðahnútar í neðst vélinda.
Hver er meingerðin á bakvið æðahnúta í vélinda?
Bláæðar sem að eru strax undir slímhúðinni eru útvíkkaðar vegna protal háþrýstingi. Þær geta rofnað og þá verður blæðing. Það er há dánartíðni ef að blæðing hefur átt sér stað. Áhætta fyrir rofi er ef að æðahnúturinn verður stærri en 5 mm í þvermál.
Hvað getur orsakað bólgusjúkdóma í vélinda? (8)
- Bakflæði
- Inntaka ertandi efna
- uremia (urea í blóði)
- eosinophilic esophagus (uppsöfnun á eosínófílum vegna einhverrar ástæðar)
- Geisla og lyfjameðferð
6.Inniliggjandi magaslanga
Herpes simplex.
8.Sveppasýkingar.
Hvað er eosinophilic eosphagitis?
Hver eru einkenni hans?
Mikil íferð eosínóphila í slímhúðinni sem að geta myndað sár í vélindanu. Tíðni sjúkdómsins hefur farið vaxandi.
Í dag er hann talinn vera krónískur ofnæmissjúkdómur.
Dysphagia, brjóstsviði, bakflæði.
Hver er algengasta orsök vélindabólgu á Vesturlöndunum?
Reflux esophagitis.
Hvers vegna myndast reflux esophagitis?
Getur orðið vegna galla í lokun á LES. Vegna aukins rýstings frá magainnihaldi. Eða vegna hiatus herniu.
Þetta eykur hættuna á vélindakrabbameini.
Hver eru klínísku einkenni Reflux esophagitis? Hverjar eru histólógísku breytingarnar?
Algengustu klínísku einkennin eru brjóstsviði, kyngingarörðugleikar og stundum getur komið bragð af súru magainnihaldi.
Hvað er Barretts vélinda?
Þegar að eðlilegri lagskiptri flöguþekju er skipt út fyrir metaplastíska columnar kirtilþekju sem inniheldur Goblet frumur.
Hverjir fá Barrets vélinda?
10-11% þeirra sem að hafa einkenni vegna reflux.
Hver er meingerðin á bakvið Barrets?
Við langvarandi reflux myndast bólga og sár. Þá verður viðgerð frumanna í lágu pH-i sem að veldur því að pluripotent stofnfrumur þroskast í columnar slímhúð.
Hvernig flokkast Barretts vélinda?
Í short segment, sem er þá undir 3 cm, og í long segment, sem er þá meira en 3 cm. Í LSBE eru tekin sýni til þess að sannreyna að um Barrets sé að ræða. Þá þarf að athuga hvort að það sé dysplasia, en með Barrets er aukin hættu á að fá adenocarcinoma vélinda.
Hverjir eru fylgikvillar Barrets vélinda?
Bólga, sár, þrenging, blæðing og krabbamein.
Hver eru góðkynja æxlin í vélinda?
Papilloma, Leiomyoma
granular cell tumor
Hjá hverjum koma illkynja æxli í vélinda?
Aðallega í gömlu fólki og á Vesturlöndunum er það algengara í körlum en konum (1,5-3/1). Hins vegar í Kína er það algengara í konum. Það er mikill landfræðilegur munur en það er miklu algengara t.d. í Kína til Íran heldur en í USA og UK.
Hverjar eru orsakir vélindakrabbameins? (8)
- Áfengi
- Tóbak
- Nitrosammine og aniline litarefni í dýrum
- Plummer Vinson sx.
- Vítamín skortur
- Krónísk bólga og achalasia og Barretts fyrir adenocarcinoma
- Kemískur
- HPV.
Hvar eiga flest vélindakrabbameinin sér stað?
Í miðjunni eða í 50% tilfella.
(20% í efsta hluta og 30% í neðsta hluta).
Hvernig líta vélindakrabbamein út?
Þau geta verið polypoid, ulcerative eða diffuse circumferential.
Þau eru oftast vaxin útfyrir vélindavegginn við greiningu og hafa þá myndað fjarmeinvörp!
Hver eru helstu krabbameinin í vélinda?
Squamous cell carcinoma, sem að getur annað hvort verið verrucous eða spindle cell. Svo er það adenocarcinoma.
Hver eru einkenni vélindakrabbameins? Hverjar eru horfur þess? Hvernig dreifa þau sér?
Einkenni eru helst kyngingarörðugleikar.
Horfur eru heldur slæmar: 5% 5 ára lifun í heild, 25% 5 ára lifun ef treyst í aðgerð. Horfur eru aðeins skárri í adenocarcinoma.
Vélindakrabbamein dreifir sér til eitla, svo til lifur, lungu og í nýrnahettur.