Umönnun og heilsufarsmat mæðra og fjölskylda Flashcards
Hver eru helstu markmið umönnunar eftir fæðingu?
Að konan og fjölskyldan:
- Endurheimti líkamlegt þrek og heilsu
- Verði fær um sjálfsumönnun (mæti þörfum nýfædda barnsins og annara fjölskyldumeðlima)
- Hafi tækifæri til að tjá sig um hugsanlegar áhyggjur/kvíða/hugarefni - Þekki einkenni/merki um vandamál sem geta komið upp eftir fæðinguna
- Hafi skilning á breytingum sem verða í kjölfar barneigna s.s. hlutverkabreytingum, þroskabreytingum, og líkamlegum breytingum
- Þekki helstu bjargráð/úrræði vandamála og hvert skuli leita ef þörf krefur
Hvað felst í umönnun og eftirliti eftir fæðingu?
- Stuðla að vellíðan,hvíld og tryggja öryggi
- Uppfylla fræðsluþarfir mæðra/foreldra t.d. varðandi líkamlega
aðlögun eftir fæðingu. Hvetja til sjálfsumönnunar. - Fylgjast með aðlögun að líkamlegum breytingum hjá móður eftir fæðingu.
> Stuðla að eðlilegri aðlögun. - Fyrirbyggja óeðlilegar blæðingar, sýkingar og önnur óeðlileg frávik eftir fæðingu
- Fylgjast með og stuðla að eðlilegum útskilnaði mæðra eftir fæðingu (þvag og hægðir)
- Styrkja sjálfsímynd/sjálfstraust/öryggi mæðra/foreldra varðandi umönnun barns og einnig varðandi sjálfsumönnun
- Hvetja heilbrigðisvitund fjölskyldu og láta vita hvert skuli leita ef
þörf krefur og einnig varðandi áframhaldandi heilsufarseftirlit ( s.s.
ungbarnaeftirlit og eftirskoðun)
Hvaða upplýsingar þarf í upplýsingasöfnun fyrir hjúkrun kvenna eftir fæðingu og mat á líkamlegu ástandi þeirra?
- gravida/ para/ aldur/
- heilsufar/heilbr.vandamál á meðgöngu
- tegund fæðingar/þörf á inngripum
- lengd og gangur fæðingar
- tegund deyfingar/ verkjameðferð í fæðingu
- fæðing gangsett eða fór sjálfkrafa af stað,
- blóðmissir í fæðingunni
- blóðflokkur /Rh
- Rubella titer
- fæðingarþyngd barns
- viðbrögð foreldra við fæðingarreynslunni
- líkamlegt ástand /aðlögun konunnar eftir fæðingu
og gangur brjóstagjafar - tengsalmyndun foreldra og barns
Hvað felst í líkamsmati sængurkvenna?
- Almenn líðan s.s.:
> húðlitur
> þreyta
> óþægindi/verkir m.a. höfuðverkir
> yfirliðatilfinning
> skjálftatilfining - Andleg, tilfinningaleg líðan
Hvað eru vísbendingar um vandamál í lífsmörkum?
Líkamshiti:
- eðlilegur um 38*C fyrstu 24 klst eftir fæðingu - ? Svörun við álagi/streitu í fæðingu og þurrki
> -> Hiti >38oC eftir 24klst sem helst >48 klst => óeðlilegt ? Einkenni sýkingar
Púls:
- fyrst eftir fæðingu (50-70 slög /min) Bradycardia getur orðið ca. 6-8 daga eftir fæðingu.
-> HT getur bent til hypovolemia (t.d. v/blóðmissis) anemia eða sýkingar
Blóðþrýstingur:
- í samræmi við BÞ fyrir fæðingu ->
> NB! Eftirlit með Preeclampsiu
Öndun: Eðlileg/óbreytt
Hvað þarf að hafa í huga með blóðmagn/Hcrit/Hgb?
- Eðlilegt að konur missi um 300-500 ml af blóði í fæðingu.
- Talið að flestar konur þoli að missa um 1000 ml án þess að það hafi veruleg áhrif á Hgb. Sbr. Undirbúning á meðgöngu.
- Fyrstu 2 shr. er minna plasma > minna af Rbk => hlutfallsleg meira Hgb og Hcrit fyrstu vikuna eftir fæðingu.
Hvað þarf að skoða/meta á gangi brjóstagjafar?
- Hormónaáhrif
- Ástand geirvarta/brjósta
- Framleiðsla brodds (colostrum)
- Breytingar á brjóstum/mjólkurmyndun
> stálmi,
> mjólkurmyndunarferlið og fl. (farið í síðar) - Hvernig gengur barni að taka brjóstið – meta fræðslu og stuðningsþarfir foreldra
Hvernig er metið þvagútskilnað/þvagfæri? Hvað eru innri þættir og ytri þættir?
- NB! áhrif þess ef full þvagblaðra => breytir stöðu legsins upp á við og til hægri => mikilvægt að konan tæmi þvagblöðru áður en hæð legbotns er metin
- Breytingar frá meðgöngu/ Þætti sem áhrif hafa á útskilnað:
Innri þættir:
- Þennslumöguleiki þvagblöðru
- Diuresis
- Meiðsl á spangarsvæði
- Saga um erfiða fæðingu
- Hræðsla við að pissa
Ytri þættir:
- Vökvagjöf í fæðingu (s.s. i.v. gjöf)
- Antidiuretic áhrif syntocinons
> minni tilfinning vegna áhrifa deyfilyfja
- Meiðsl/bjúgsöfnun á þvagrásakerfi
Hvernig er metið ástand legs/hæð legbotns og hvenær koma samdráttaverkir fram?
INVOLUTION = samdrátttur og minnkun legs - fyrst og fremst vegna minnkunar myometrial frumna
- Strax eftir fæðingu er legbotninn ca. 2 cm undir nafla
- 12 klst eftir fæðingu er lebotninn ca. 1 cm ofan við nafla
- Minnkun legs síðan þ.s. legbotn ̄ca 1-2 cm/sólahring
- Á 6 degi er legbotninn ca. mitt á milli lífbeins og nafla
Samdráttarverkir: koma fram einkum hjá fjölbyrjum og mest áberandi samfara brjóstagjöf fyrstu 2-3 shr.
Hvernig er metið úthreinsun frá legi (lochia), leghálsinn og leggöngin?
Lochia rubra: frá fæðingu - 3daga (rauðleit)
Lochia serosa: 3- 4 daga (allt að 10 daga) (bleik- brúnleit)
Lochia alba: 10 -14daga ( allt að 4-6 vikur) (hvítleit)
> Úthreinsun lýsist og minnkar dag frá degi, rauðleit útferð yfirleitt lokið um 2 vikur en ljósari útferð getur varað fram að 6. viku
Leghálsinn (cervix):
- Hefur lokast um 2 vikur eftir fæðingu
- Nær ekki upphaflegu útliti
Leggöngin (vagina):
- Nær smán saman upphaflegri stærð tekur um 6-8 vikur
- Hormónaáhrif: minnkandi estrogen => slímhúð gjarnan þurr
Hvernig er metið spangarsvæðið (perineum)?
Spangarsvæðið (perineum):
- Episiotomi vs. Spangarsprunga gróa yfirleitt á 2-3 vikum
> Io spangarsprunga = Ysta lag húðar rifnað en vöðvar heilir
> IIo spangarsprunga = Húð og perineal vöðvar rifnað
> IIIo spangarsprunga = spangarsprunga nær niður í anal spincter vöðva
> IVo spangarsprunga þegar anal spincter vöðvi klofnar
- Dyspareunia/óþægindi við samfarir
- Gyllinæð
- Útskilnaður
- Grindarbotnsvöðvar
Hvernig er metið ástand fóta/fótleggja/kviðvegg og líkamlegt ástand almennt?
- Homans próf
- Kviðvöðvar
- Líkamsþyngd
Hvað eru fræðsluþættir sem öllum konum ætti að standa til boða eftir fæðingu (skv. NICE) (fyrstu 24 klst)?
FYRSTU 24 KLST.:
- Eðlilegar lífeðlisfræðilegar breytingar og aðlögun konunnar eftir fæðingu barns, og algengustu heilsufarsvandamál/óþægindi sem vænta má á þessum tíma.
- Hættumerki og vísbendingar um þróun lífshættulegra vandamála sem upp geta komið í kjölfar fæðinga.
- Hjálpleg ráð ef kona hefur ekki haft þvaglát innan 6 klst.
Hvað eru fræðsluþættir sem öllum konum ætti að standa til boða eftir fæðingu (skv. NICE) (2-7 dögum eftir fæðingu)?
- Fræðsla um eðlilegar breytingar á tilfinninga-líðan/sveiflum -tímabil sængurkvennagráts sem varir í allt að 10- 14 daga eftir fæðingu barns.
- Mikilvægi hreinlætis á spangarsvæði – að halda gróandi sári hreinu (t.d. handþvottur fyrir og eftir wc ferðir).
- Getnaðarvarnaráðgjöf – ætti að vera veitt innan 3 vikna frá fæðingu.
> Upplýsa um að karl- og kvennsmokka megi byrja að nota hvenær sem er eftir fæðingu.
> Vísa á frekari/sérhæfðari ráðgjafaþjónustu varðandi getnaðarvarnaráðgjöf eftir þörf t.d. Sérfræðingar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar og móttökudeildir s.s. Innan heilsugæslu (kvennamóttakan) - Þreyta/þrekleysi sem hluti af afleiðingum aukins álags í foreldrahlutverki
- Gyllinæð – sem algengt vandamál/fylgikvilli barneigna.
- Lítilsháttar þvagleki frekar algengt vandamál í kjölfar fæðingar.
- Mikilvægi trefjaríks fæðis og nægrar vökvainntektar
- Konur ættu að vera hvattar til að láta umönnunaraðila (ljósmóður/hjúkrunarfræðing eða lækni) vita ef:
> breytingar á skapsveiflum og/eða tilfinningalíðan eru óvenjulegar miðað við fyrri líðan .
> Kláði og blæðingar frá endaþarmi
> Niðurgangur eða hægðaleki
Hvað eru fræðsluþættir sem öllum konum ætti að standa til boða eftir fæðingu (skv. NICE) (2-8 vikum eftir fæðingu)?
- Allar konur/foreldrar skyldu upplýstar/ir um eftirfarandi:
> líkur á óþægindum við samfarir fyrst eftir fæðingu - Allar konur ættu að vera hvattar til að rapportera eftirfarandi til umönnunaraðila.
> Ef úthreinsun nær framyfir tímabil sjöttu viku frá fæðingu barns
> Ef samfarir halda áfram að vera óþægilegar/sársaukafullar
> Ef bakverkir halda áfram að vera slæmir - Æskilegt að öllum konum standi til boða 6-8 vikna eftirskoðun þar sem farið er yfir þeirra líkamlegu og andlegu líðan.