Næring barna og unglinga Flashcards
Hvað einkennir ungbörn?
- Hraður vöxtur og þroski
- Hlutfallslega mikil orku- og næringarþörf:
- Lítið magapláss (10-20ml þegar þau fæðast, verður svo upp í 200 ml/dag, tæmist og fyllist fljótt og þurfa því að borða oftar en við)
*Nauðsynlegt að fæðan uppfylli þarfir þeirra - Næring á fyrsta aldursári leggur grunninn að fæðuvenjum barns síða meira (fæðuval foreldra og aðstandenda mótar viðhorf barnsinst til fæðunnar)
Hversu lengi eiga börn að fá eingöngu brjóstamjólk ?
Fyrstu 6 mánuðina
Hvaða vítamín er ekki nóg af í brjóstamjólkinni og þarf því að bæta við hjá börnum ?
D-vítamín frá 1-2 vikna aldri. eina vítamínið sem er ekki nægilegt í brjóstamjólkinni, ráðlegt sem viðbót !
Hvað ef brjóstamjólk nægir ekki fyrstu 4 mánuðina?
þá ungbarnablanda, föst fæða ekki talin henta undir 4 mánaða
Hvað ef brjóstamjólk nægir ekki á aldrinum 4-6 mánaða?
Mat og/eða ungbarnablanda
Börn sem nærast eingöngu á ungbarnablöndu, er það nóg ?
- Fá þá mat frá 4 mánaða, venjast mismunandi bragði
- Ungbarnablandan bragðast alltaf eins ólíkt brjóstamjólkinni
Hversu mikið D-vítamín á ungabarn að fá?
D-dropar frá 1-2 vikna aldri: RDS er 10 míkróg/dag - 400 alþjóðaeiningar (AF eða IU)
- Sérstakar aðstæður: Börn sem nærast eingöngu á ungbarnablöndu og fá 800ml eða meira á dag ættu ekki að fá D-vít viðbót
- Börn sem fá minna en 900ml er ráðlegging óbreytt
Hvenær mega börn fá Lýsi og hversu mikið ?
þegar barn er farið að fá fasta fæðu - 5ml / 1tsk
Hvernig á fæða hjá 6-9 mánaða að vera?
- Tímabært að gefa fasta fæðu samhliða brjóstamjólk
- föst fæða kynnt smátt og smátt
- takt við þarfir og þroska barns (byrja á litlum skömmtum og auka smám saman)
- Auka fjölbreytni tiltölulega hratt
- uppfylla orku- og næringaefnaþörf
- viðbótarfæða þarf að vera rík af orku- og næringarefnum
- Velja mat sem hentar aldri og þroska barns
- Járnbættir grautar
- Soðið / maukað grænmeti og ávextir
- Vel soðið kjöt, fiskur, egg, baunir og linsur
Er ráðlagt að bíða með að kynna þekkta ofnæmisvalda ?
Nei, hægt að kynna þá strax og gjöf fastrar fæðu hefst
- Komnar sterkar vísbendingar um að það sé óþarfi að forðast ónæmisvalda á meðgöngu og á fyrsta aldursári
Hvað minnkar líkur á eggjaofnæmi hjá börnum ?
Að gefa soðin hænuegg við 3-4 mán aldur í örlitlum skömmtum gæti minnkað líkur á eggjaofnæmi samanborið við fyrstu kynningu eggja við 6 mán aldur
Hvað minnkar líkur á hnetuofnæmi hjá börnum ?
Kynning á hnetum á fyrsta aldursári mv eftir 5 ár minnkar líkur á jarðhnetuofnæmi
Þarf barn járn fyrsta árið ?
- Járnbirgðir eru nægilegar fyrstu 6 mánuði ævinnar
- Eftir 6 mánaða aldur –> járnbúskapur barna í hættu: járnbirgðir sem barn fæðist með uppurnar og mikilvægt að barn fái járn úr fæðunni
- Ekki ástæða til að gefa járn aukalega ef ráðlegginum er fylgt varðandi mataræði
Hver er RDS af járni fyrir börn ?
8 mg/dag
Hvað telst sem járnrík fæða?
Kjöt, fiskur, egg, baunir og linsur
- C-vítamín eykur nýtingu járns !