Mat á þroska barna í ung og smábarnavernd Flashcards
Hvert er markmið ung- og smábarnaverndar?
- Efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og fræðslu til fjölskyldna þeirra
- Fylgst með vitsmuna- og tilfinningaþroska, ásamt félagslegum og líkamlegum þroska þeirra
- Áhersla lögð á stuðning við fjölsk og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu möguleg uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma
- Mikilvægt að uppgötva sem fyrst frávik hvað heilsufar og þroska varðar og gera viðeigandi ráðstafanir
- Bólusetningar
Hverjir eru kostir ung- og smábarnaverndar?
- Getur skapað jákv tengsl fjölskyldna við heilbrigðiskerfið
- Gefur tækifæri til fræðslu og leiðsagnar við foreldra við ákv lykilaldur
- Er sveigjanlegt kerfi eftirlits og ráðgjafar
- Minnkar hættu á að vissar fjölskyldur í þörf fyrir þjónustu gleymist
- Skapar ramma utan um bólusetninga
Hvað leggur grunn að heilbrigðum þroska á fyrstu æviárum ?
- Námsfærni
- Efnahaglegri velmegun
- Ábyrgi samfélagsþátttöku
- Ævilangri heilsu
- Sterkum samfélögum
- Árangursríku uppeldi komandi kynslóða
Hvað er mikilvægt að skoða samhliða þroska og hegðun?
- Líkamlega þætti s.s vöxt, sjón og heyrn
- Almennt heilsufar barns
- Félagslegar aðstæður
Við at á þroska þarf að skoða tengslamyndun og hvernig foreldrar lesa í tjáningu barns, fjölskkyldusögu um þroskavanda, rauð flögg og áhættuþætti
Hvernig getur líðan foreldra haft áhrif á barnið?
Börn eru mjög næm á umhverfi sitt og getur vanlíðan foreldra valdið streitu hjá þeim. Meðfæddir eiginleikar og reynsla barnsins hefur áhrif á þroska þess
Afhverju er þroskamat gert?
Þroskamat metur:
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leik
- Vitsmuna og málþroska
Börn þroskast mishratt. Ræður þar bæði upplag einstaklings og sú örvun og hvatning sem barnið fær
Hvernig getur þroskahömlun birst hjá ungum börnum ?
T.d seinkun í málþroska og/eða hreyfingum
Við allt mat á hreyfingum er mikilvægt að fylgjast með hreyfingum barnsins við frjálsar aðstæður. Eru hreyfingarnar samhverfar og jafnar eða hreyfir barnið sig lítið og virkar óeðlilega slappt/stíft ?
Hver eru hin 7 meðfæddu viðbrögð hjá börnum?
- Leitarviðbragð
- Gripviðbragð
- Gangviðbragð
- Babinski
- Skriðviðbragð
- Moroviðbragð (hræðsluviðbragð)
7.Tonískt hnakkaviðbragð (skylmingarviðbragð)
Hvernig er þroskamat hjá 2-4 vikna m.t.t
- Grófhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: samhverfa hreyfingar hand- og fótleggja
-Samskipti og leikur: myndar augnsamband
- Vitsmuna- og málþroski: myndar hljóð og bregst við hljóði
Hvernig er þroskamat hjá 6 vikna m.t.t
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: lyftir höfði liggjandi á grúfu
- Fínhreyfingar: Opnar lófa
- Samskipti og leikur: Brosir
- Vitsmuna- og málþroski: fylgir hlut eftir með augum og myndar hljóð með mism blæbrigðum
Hvernig er þroskamat hjá 3 mánaða m.t.t
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: Heldur höfði í nokkrar sek
- Fínhreyfingar: Skoðar hendur
- Samskipti og leikur: þekkir móður, sýnir leikfangi áhuga
- Vitsmuna- og málþroski: Hjalar
Hvernig er þroskamat hjá 6 mánaða m.t.t
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: Veltir sér af baki og yfir á maga, hjálpar til við að setjast upp
- Fínhreyfingar: Flytur hluti milli handa
- Samskipti og leikur: vill láta taka sig upp
- Vitsmuna - og málþroski: Bablar, litast um eftir leikfangi sem það missir
Hvernig er þroskamat hjá 10 mánaða m.t.t
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: Situr vel óstutt, togar sig upp í standandi stöðu
- Fínhreyfingar: Tekur um skaft á skeið, þumalfingursgrip
- Samskipti og leikur: leikur týndur fundinn, vinkar, klappar
- Vitsmuna- og málþroski: Fjölbreytt babl, skilur einstaka orð, slær saman 2 kubbum
Hvernig er þroskamat hjá 12 mánaða m.t.t
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: Gengur með stuðningi
- Fínhreyfingar: Tangargrip, flettir harðspjaldabók
- Samskipti og leikur: leikur sér með bolta, veitir mynd í bók athygli
- Vitsmuna- og málþroski: Bregst við eigin nafni, notar 1-3 orð, tjáir eigin langanir
Hvernig er þroskamat hjá 18 mánaða m.t.t
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Samskipti og leikur
- Vitsmuna- og málþroski
- Grófhreyfingar: Gengur án stuðnings
- Fínhreyfingar: Borðar með skeið / gaffli, krotar
- Samskipti og leikur: Bendir til að sýna áhuga, bendir á líkamshluta, sækir hlut sem beðið er um
- Vitsmuna- og málþroski: Notar 6-10 orð, byggir turna úr 2 kubbum, skoðar mynd í bók
Hvað er PEDS ?
Parent’s Evaluation of Developmental Status - Mat foreldra á þroska barna
Tilgangur:
- Að gera skoðun á heilsugæslustöðvum hnitmiðaðri
- spyrja samræmdra og réttra spurninga
- Vita hvað eigi að gera við svörin
- PEDS byggir á viðamiklum rannsóknum sem sýnir að það er há fylgni milli áhyggna foreldra á þroska barna og raunverulegs vanda
- PEDS er samið á 4-5 bekkjar lestrarstigi sem tryggir að flestir foreldrar getir lesið og svarað án vankvæða
- Spurningalistinn er til á mörgum tungumálum
- Lagt fyrir alla foreldra í 12 mánaða, 18 mánaða, 2 og hálfs árs og 4 ára skoðun. Hægt að leggja fyrir foreldra í öðrum skoðunum
Hver eru áhyggjuefni metin á PEDS ?
- Almennt / vitsmunir
- Tjáning og hljóðamyndun
- Málskilningur
- Fínhreyfingar
- Grófhreyfingar
- Hegðun
- Félags- tilfinningalegt
- Sjálfsbjörg
- Skólafærni / forskólafærni
Hver eru algengar áhyggjuefni foreldra?
- Máltjáning
- Málskilningur
- Grófhreyfingar
- Fínhreyfingar
- Almenn / vitsmunir
- Annað: heyrir illa, sér illa, heilsufarsvandamál, fjölskylduvandamál
- Félagslegt / tilfinningalegt
- Hegðun
- Skólafærni / forskólafærni
- Sjálfsbjörg
Hvert er eitt helsta einkenni ýmissa fatlana s.s þroskahömlunar, einhverfu og heyrnaskerðingar ?
Seinkun í málþroska eða óeðlilegur málþroski
Hvað er talið vera besti staki mælikvarðinn á vitsmunaþroska barns?
Málþroskinn
Hvenær byrja börn vanalega að tjá sig með orðum ?
Á bilinu 12-18 mánaða
Hvenær eru börn að byrja að tengja saman 2 orð í setningu ?
Um 2 ára aldurinn
Hversu mikil % 5 ára barna er með markverða seinkun í málþroska og hvernig getur það haft áhrif á nám?
Allt að 5-10% fimm ára barna eru með markverða seinkun í málþroska sem getur haft veruleg áhrif á framvindu náms hjá þeim, hegðun þeirra og tilfinningaþroska
Hverjar eru helstu mismunagreiningar sem verður að hafa í huga þegar barn er seint til máls?
- Málþroskaröskun
- Heyrnaskerðing
- Þroskahömlun
- Einhverfa
- Vanörvun
- Kjörþögli (hjá eldri börnum)